Falleg hátíð fyrir fallegt fólk Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 30. júlí 2016 09:00 Nóg var um að vera þegar ljósmyndara bar að garði. Innipúkatorgið var allt að smella saman í gær og nóg verður um dýrðir þar í dag og kvöld. Vísir/Eyþór „Þetta er að mínu mati eina tónlistarhátíðin um helgina. Hér erum við ekkert að djóka og hingað er fólk komið til þess að hafa það náðugt, vera saman, ræða við gamla vini og hitta nýja. Uppgötva nýja tónlist og hlusta á það sem það hefur verið að hlusta á mörg ár og fílar í botn. Vera saman, njóta þess og bera virðingu hvert fyrir öðru því það er engin þolinmæði hjá skipuleggjendum Innipúkans eða gestum hátíðarinnar fyrir ofbeldi af einhverri sort. Þetta er falleg hátíð, á hana kemur bara fallegt fólk að innan sem og utan og ég vonast til þess að helgin verði eftir því falleg,“ segir Ásgeir Guðmundsson, einn af skipuleggjendum tónlistar- og götuhátíðarinnar Innipúkans sem fer fram venju samkvæmt í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Fjölbreytt dagskrá er í boði á hátíðinni og auk ýmiss konar tónlistaratriða er skemmtileg dagskrá á Innipúkatorginu sem er fyrir utan skemmtistaðina Húrra og Gaukinn. „Á torginu verða plötusnúðar, í dag er fatamarkaður og á morgun myndlistarmarkaður, svo verður pub-quiz og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Ásgeir eldhress og mælir sterklega með því að þeir sem ætla að halda sig í bænum kíki á hátíðina en torgið hefur verið tyrft og hægt verður að kaupa ýmsar veitingar og veigar þar um helgina og ættu öll skilningarvitin því að vera vel nærð á Innipúkanum. Dagskráin á torginu hefst klukkan 14.00 í dag og tónleikadagskrá kvöldsins hefst klukkan 20.00. Meðal þeirra tónlistaratriða sem fram koma í kvöld eru Helgi Björnsson & Boogie Trouble, Kött Grá Pje, Hildur og Friðrik Dór. Annað kvöld koma meðal annars fram Aron Can, Emmsjé Gauti, Grísalappalísa og Karó. Miða á hátíðina má nálgast á staðnum þótt aðstandendur hennar mæli með því að fjárfesta í miða á vefsíðunni Tix.is. Dagspassar kosta 3.990 og miði á alla daga hátíðarinnar kostar 7.990 krónur. Dagskráin fer fram á skemmtistöðunum Húrra og Gauknum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Tónlist Tengdar fréttir Svona verður dagskráin á Innipúkanum Tónlistarhátíðin Innipúkinn verður haldin í höfuðborginni um verslunarmannahelgina í ár, eins og hefð er fyrir. 27. júlí 2016 14:23 Diskó útgáfur af smellum Helga Björns Helgi Björns og diskóboltarnir í Boogie Trouble munu sameinast í eina kvöldstund á Innipúkanum og ætla að taka diskó-rokk bræðingsútgáfur af nokkrum af þeim ótal smellum sem er að finna í smiðju Helga Björns 14. júlí 2016 08:00 Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Lífið Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira
„Þetta er að mínu mati eina tónlistarhátíðin um helgina. Hér erum við ekkert að djóka og hingað er fólk komið til þess að hafa það náðugt, vera saman, ræða við gamla vini og hitta nýja. Uppgötva nýja tónlist og hlusta á það sem það hefur verið að hlusta á mörg ár og fílar í botn. Vera saman, njóta þess og bera virðingu hvert fyrir öðru því það er engin þolinmæði hjá skipuleggjendum Innipúkans eða gestum hátíðarinnar fyrir ofbeldi af einhverri sort. Þetta er falleg hátíð, á hana kemur bara fallegt fólk að innan sem og utan og ég vonast til þess að helgin verði eftir því falleg,“ segir Ásgeir Guðmundsson, einn af skipuleggjendum tónlistar- og götuhátíðarinnar Innipúkans sem fer fram venju samkvæmt í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Fjölbreytt dagskrá er í boði á hátíðinni og auk ýmiss konar tónlistaratriða er skemmtileg dagskrá á Innipúkatorginu sem er fyrir utan skemmtistaðina Húrra og Gaukinn. „Á torginu verða plötusnúðar, í dag er fatamarkaður og á morgun myndlistarmarkaður, svo verður pub-quiz og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Ásgeir eldhress og mælir sterklega með því að þeir sem ætla að halda sig í bænum kíki á hátíðina en torgið hefur verið tyrft og hægt verður að kaupa ýmsar veitingar og veigar þar um helgina og ættu öll skilningarvitin því að vera vel nærð á Innipúkanum. Dagskráin á torginu hefst klukkan 14.00 í dag og tónleikadagskrá kvöldsins hefst klukkan 20.00. Meðal þeirra tónlistaratriða sem fram koma í kvöld eru Helgi Björnsson & Boogie Trouble, Kött Grá Pje, Hildur og Friðrik Dór. Annað kvöld koma meðal annars fram Aron Can, Emmsjé Gauti, Grísalappalísa og Karó. Miða á hátíðina má nálgast á staðnum þótt aðstandendur hennar mæli með því að fjárfesta í miða á vefsíðunni Tix.is. Dagspassar kosta 3.990 og miði á alla daga hátíðarinnar kostar 7.990 krónur. Dagskráin fer fram á skemmtistöðunum Húrra og Gauknum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Tónlist Tengdar fréttir Svona verður dagskráin á Innipúkanum Tónlistarhátíðin Innipúkinn verður haldin í höfuðborginni um verslunarmannahelgina í ár, eins og hefð er fyrir. 27. júlí 2016 14:23 Diskó útgáfur af smellum Helga Björns Helgi Björns og diskóboltarnir í Boogie Trouble munu sameinast í eina kvöldstund á Innipúkanum og ætla að taka diskó-rokk bræðingsútgáfur af nokkrum af þeim ótal smellum sem er að finna í smiðju Helga Björns 14. júlí 2016 08:00 Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Lífið Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira
Svona verður dagskráin á Innipúkanum Tónlistarhátíðin Innipúkinn verður haldin í höfuðborginni um verslunarmannahelgina í ár, eins og hefð er fyrir. 27. júlí 2016 14:23
Diskó útgáfur af smellum Helga Björns Helgi Björns og diskóboltarnir í Boogie Trouble munu sameinast í eina kvöldstund á Innipúkanum og ætla að taka diskó-rokk bræðingsútgáfur af nokkrum af þeim ótal smellum sem er að finna í smiðju Helga Björns 14. júlí 2016 08:00