Þrjár milljónir Subaru í Indiana Finnur Thorlacius skrifar 9. ágúst 2016 16:00 Bíll nr. 3.000.000 í Indiana var Subaru Outback. Subaru í Bandaríkjunum fagnaði þeim áfanga í lok júlí að þrjár milljónir Subaru bíla hafa verið framleiddar í verksmiðju fyrirtækisins í Indiana sem tók til starfa í september árið 1989. Þriðja milljónasta eintakið sem kom af færibandinu þann 28. júlí var af gerðinni Subaru Outback. Eftirspurn eftir Subaru hefur aukist á liðnum árum í Bandaríkjunum sem mætt hefur verið með aukinni framleiðslu í verksmiðjunni í Indiana. Þar var sett framleiðslumet á síðasta ári þegar 18,5% fleiri bílar komu af færiböndunum en árið á undan, eða alls 228.804 bílar. Subaru hefur ákveðið að auka framleiðslugetuna í 394 þúsund bíla á ári og verður lokið við nauðsynlegar breytingar á framleiðslulínunni í lok ársins. Frekari breytingar eru þó fyrirhugaðar því stefnt er að því að auka framleiðslugetuna enn frekar á næstu misserum og frá og með fyrri hluta árs 2019 er stefnt að því að verksmiðjan geti afkastað framleiðslu á 436 þúsund bílum á ári. Síðar á þessu ári hefst framleiðsla á nýjum Impreza í Indiana og árið 2018 hefst þar einnig framleiðsla á nýjum jepplingi með þremur sætisröðum sem tekur við af núverandi Tribeca jeppa. Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent
Subaru í Bandaríkjunum fagnaði þeim áfanga í lok júlí að þrjár milljónir Subaru bíla hafa verið framleiddar í verksmiðju fyrirtækisins í Indiana sem tók til starfa í september árið 1989. Þriðja milljónasta eintakið sem kom af færibandinu þann 28. júlí var af gerðinni Subaru Outback. Eftirspurn eftir Subaru hefur aukist á liðnum árum í Bandaríkjunum sem mætt hefur verið með aukinni framleiðslu í verksmiðjunni í Indiana. Þar var sett framleiðslumet á síðasta ári þegar 18,5% fleiri bílar komu af færiböndunum en árið á undan, eða alls 228.804 bílar. Subaru hefur ákveðið að auka framleiðslugetuna í 394 þúsund bíla á ári og verður lokið við nauðsynlegar breytingar á framleiðslulínunni í lok ársins. Frekari breytingar eru þó fyrirhugaðar því stefnt er að því að auka framleiðslugetuna enn frekar á næstu misserum og frá og með fyrri hluta árs 2019 er stefnt að því að verksmiðjan geti afkastað framleiðslu á 436 þúsund bílum á ári. Síðar á þessu ári hefst framleiðsla á nýjum Impreza í Indiana og árið 2018 hefst þar einnig framleiðsla á nýjum jepplingi með þremur sætisröðum sem tekur við af núverandi Tribeca jeppa.
Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent