Hyundai hættir framleiðslu Genesis Coupe Finnur Thorlacius skrifar 9. ágúst 2016 13:45 Hyundai Genesis Coupe. Þegar framleiðslu á 2016 árgerð Hyundai Genesis Coupe bílnum er lokið verður framleiðslu bílsins alveg hætt. Þetta er eini afturhjóladrifni sportbíll Hyundai með coupe-lagi og víst má telja að margir munu sjá á eftir þessum laglega bíl. Hann var fyrsta útspil Hyundai meðal afturhjóladrifinna sportbíla sem ekki kosta mikið. Bíllinn seldist ágætlega til að byrja með en fyrsta árgerðin kom á göturnar márið 2008. Hann var fyrst í boði einungis í heimalandinu S-Kóreu en fór fljótlega hann einnig á markað í Bandaríkjunum. Sala bílsins hefur þó dalað umtalsvert síðustu ár og svo virðist sem kaupendur sportbíla hafi fremur valið bíla eins og Ford Mustang, Chevrolet Camaro, Mazda MX-5 Miata og Subaru BRZ. Hyundai Genesis Coupe hefur verið í boði með ýmsum vélum, meðal annars 3,8 lítra V6 Lambda vél sem mest skilaði 353 hestöflum, en hann var einnig í boði með miklu minni vél, þ.e. 2,0 lítra sem í fyrstu útgáfu skilaði 213 hestöflum en var svo uppfærð og náði þá 275 hestöflum. Hyundai hefur nýverið stofnað sérstaka lúxusbíladeild sem bera mun nafnið Genesis og Hyundai ætlar aðrar leiðir með það merki en þessi bíll stendur fyrir og því er um fátt annað að ræða fyrir Hyundai en að hætta framleiðslu bílsins. Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent
Þegar framleiðslu á 2016 árgerð Hyundai Genesis Coupe bílnum er lokið verður framleiðslu bílsins alveg hætt. Þetta er eini afturhjóladrifni sportbíll Hyundai með coupe-lagi og víst má telja að margir munu sjá á eftir þessum laglega bíl. Hann var fyrsta útspil Hyundai meðal afturhjóladrifinna sportbíla sem ekki kosta mikið. Bíllinn seldist ágætlega til að byrja með en fyrsta árgerðin kom á göturnar márið 2008. Hann var fyrst í boði einungis í heimalandinu S-Kóreu en fór fljótlega hann einnig á markað í Bandaríkjunum. Sala bílsins hefur þó dalað umtalsvert síðustu ár og svo virðist sem kaupendur sportbíla hafi fremur valið bíla eins og Ford Mustang, Chevrolet Camaro, Mazda MX-5 Miata og Subaru BRZ. Hyundai Genesis Coupe hefur verið í boði með ýmsum vélum, meðal annars 3,8 lítra V6 Lambda vél sem mest skilaði 353 hestöflum, en hann var einnig í boði með miklu minni vél, þ.e. 2,0 lítra sem í fyrstu útgáfu skilaði 213 hestöflum en var svo uppfærð og náði þá 275 hestöflum. Hyundai hefur nýverið stofnað sérstaka lúxusbíladeild sem bera mun nafnið Genesis og Hyundai ætlar aðrar leiðir með það merki en þessi bíll stendur fyrir og því er um fátt annað að ræða fyrir Hyundai en að hætta framleiðslu bílsins.
Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent