Hvað varð um Kevin og Winnie úr Wonder Years? Birgir Örn Steinarsson skrifar 9. ágúst 2016 11:47 Danica McKeller starfar m.a. sem háskólakennari í stærðfræði. Vísir Sú kynslóð sem man vel eftir innkomu Stöðvar 2 á markaðinn ætti svo sannarlega að muna eftir sjónvarpsþáttunum The Wonder Years. Það voru fjölskylduþættir sem voru framleiddir á árunum 1988 – 1993 og fjölluðu um táningsár sögupersónunnar Kevin Arnold. Hann var frekar venjulegur kauði, leikinn var af Fred Savage, sem gekk í skóla, reifst við systkini sín, lenti í vandræðum hjá foreldrum sínum og var alltaf yfir sig ástfanginn af Winnie Cooper, leikin af Danicu McKellar, sem átti heima í næsta húsi. Í dag eru þau bæði fjörtíu ára gömul og hafa bæði farið þá brautina að tala inn á teiknimyndir. Fred talar til dæmis fyrir persónurnar Goober og Richie Osborne í fullorðinsteiknimyndunum um BoJack Horseman. Minna hefur farið fyrir Danicu, eða að minnsta kosti í Hollywood. Hún hefur haft það sem aukavinnu að tala inn á teiknimyndir. Þá hefur hún aðallega komið fram í barnateiknimyndum eins Phineas and Ferb auk þess að hafa leikið ofurhetju í DC þáttunum Young Justice. Danica hefur aðallega einbeitt sér að öðru sviði en hún hefur kennt stærðfræði á háskólastigi. Eftir að framleiðslu á The Wonder Years hætti fór hún í UCLA og uppgötvaði einstaka hæfileika sína í stærðfræði. Fyrir stærðfræðiáhugamenn þá er hún annar höfundur Chayes Mckellar setningarinnar.Hér fyrir neðan má sjá myndband af Danicu McKellar tala um árangur sinn í akademíunni og árin sem hún lék í The Wonder Years. Bíó og sjónvarp Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Sú kynslóð sem man vel eftir innkomu Stöðvar 2 á markaðinn ætti svo sannarlega að muna eftir sjónvarpsþáttunum The Wonder Years. Það voru fjölskylduþættir sem voru framleiddir á árunum 1988 – 1993 og fjölluðu um táningsár sögupersónunnar Kevin Arnold. Hann var frekar venjulegur kauði, leikinn var af Fred Savage, sem gekk í skóla, reifst við systkini sín, lenti í vandræðum hjá foreldrum sínum og var alltaf yfir sig ástfanginn af Winnie Cooper, leikin af Danicu McKellar, sem átti heima í næsta húsi. Í dag eru þau bæði fjörtíu ára gömul og hafa bæði farið þá brautina að tala inn á teiknimyndir. Fred talar til dæmis fyrir persónurnar Goober og Richie Osborne í fullorðinsteiknimyndunum um BoJack Horseman. Minna hefur farið fyrir Danicu, eða að minnsta kosti í Hollywood. Hún hefur haft það sem aukavinnu að tala inn á teiknimyndir. Þá hefur hún aðallega komið fram í barnateiknimyndum eins Phineas and Ferb auk þess að hafa leikið ofurhetju í DC þáttunum Young Justice. Danica hefur aðallega einbeitt sér að öðru sviði en hún hefur kennt stærðfræði á háskólastigi. Eftir að framleiðslu á The Wonder Years hætti fór hún í UCLA og uppgötvaði einstaka hæfileika sína í stærðfræði. Fyrir stærðfræðiáhugamenn þá er hún annar höfundur Chayes Mckellar setningarinnar.Hér fyrir neðan má sjá myndband af Danicu McKellar tala um árangur sinn í akademíunni og árin sem hún lék í The Wonder Years.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira