Eyþóra í úrslit í fimleikum: Yndislegt kvöld Óskar Ófeigur Jónsson í Ríó skrifar 7. ágúst 2016 22:35 Eyþóra Elísabet Þórsdóttir í æfingu á jafnvægisslá í kvöld. Vísir/Anton Eyþóra Elísabet Þórsdóttir tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum í fjölþraut kvenna í fimleikakepni Ólympíuleikanna. Hún keppir fyrir Holland þar sem hún hefur búið alla sína ævi en hún á íslenska foreldra sem fluttu á sinum tíma út til Hollands. Eyþóra er í áttunda sæti nú þegar aðeins einn hópur á eftir að keppa í undankeppninni í fjölþraut kvenna. Það eru ekki nógu margar sem eiga eftir að keppa til að ýta henni niður fyrir 24. sæti. Sætið hennar er því öruggt. Þetta var frábært kvöld hjá Eyþóru í úrslitum í fjölþraut kvenna en hún fékk samtals 57.566 stig fyrir æfingar sínar. Allt gekk nánast upp hjá henni fyrir utan lítið fall í lok gólfæfinganna. Eyþóra Elísabet, sem talar fína íslensku var líka ánægð í viðtölum við fjölmiðla eftir keppnina. „Þetta var alveg yndislegt kvöld. Auðvitað kom þetta litla fall á gólfinu en maður gleymir því ég er kominn í úrslit í fjölþraut og geta því bætt fyrir þetta þar. Þetta var mjög gaman," sagði Eyþóra eftir keppnina í kvöld. En hvað þýddi fallið á gólfinu, fór þar kannski möguleikinn á að komast í úrslitin á gólfinu. „Ég átti kannski möguleika þar en það hefði ekki komið í ljós fyrr en eftir að öll keppnin klárast. Þá kæmi í ljós hvort að einkunn mín með einum heilum meira hefði verið nóg til að koma mér í úrslitin þar eða ekki," sagði Eyþóra. Eyþór fékk 13.633 í einkunn fyrir gólfið en það var dreginn einn heill frá þeirri einkunn af því að hún datt. „Vonandi ekki því þá líður mér aðeins betur. Ég er komin í ein úrslit og kannski kemst hollenska liðið í úrslit líka þannig að þetta er alveg yndislegt," sagði Eyþóra. „Það verður núna að spennandi að sjá hvort við komust líka í úrslitin í liðakeppninni," sagði Eyþóra. Holland er eins og er í sjöunda sæti en átta efstu liðin komast áfram. Þetta verður því tæpt. Irina Sazonova komst ekki áfram í úrslit í fjölþrautinni en Eyþóra Elísabet keppir til úrslita í fjölþrautinni á fimmtudagskvöldið. Komist hollenska liðið í úrslit verða þau á þriðjudagskvöldið. Fimleikar Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Eyþóra komin í úrslit Eyþóra Elísabet Þórsdóttir stóð sig mjög vel í undankeppni í fjölþraut kvenna í fimleikakeppni Ólympíuleikanna en hún keppti í kvöld á sama tíma og Irina Sazonova. 7. ágúst 2016 22:01 Irina skrifaði nýjan kafla í fimleikasögunni en komst ekki í úrslit Irina Sazonova komst ekki áfram í úrslit í fjölþraut kvenna en hún varð í kvöld fyrsta íslenska fimleikakonan til þess að taka þátt í Ólympíuleikum. 7. ágúst 2016 22:00 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Sjá meira
Eyþóra Elísabet Þórsdóttir tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum í fjölþraut kvenna í fimleikakepni Ólympíuleikanna. Hún keppir fyrir Holland þar sem hún hefur búið alla sína ævi en hún á íslenska foreldra sem fluttu á sinum tíma út til Hollands. Eyþóra er í áttunda sæti nú þegar aðeins einn hópur á eftir að keppa í undankeppninni í fjölþraut kvenna. Það eru ekki nógu margar sem eiga eftir að keppa til að ýta henni niður fyrir 24. sæti. Sætið hennar er því öruggt. Þetta var frábært kvöld hjá Eyþóru í úrslitum í fjölþraut kvenna en hún fékk samtals 57.566 stig fyrir æfingar sínar. Allt gekk nánast upp hjá henni fyrir utan lítið fall í lok gólfæfinganna. Eyþóra Elísabet, sem talar fína íslensku var líka ánægð í viðtölum við fjölmiðla eftir keppnina. „Þetta var alveg yndislegt kvöld. Auðvitað kom þetta litla fall á gólfinu en maður gleymir því ég er kominn í úrslit í fjölþraut og geta því bætt fyrir þetta þar. Þetta var mjög gaman," sagði Eyþóra eftir keppnina í kvöld. En hvað þýddi fallið á gólfinu, fór þar kannski möguleikinn á að komast í úrslitin á gólfinu. „Ég átti kannski möguleika þar en það hefði ekki komið í ljós fyrr en eftir að öll keppnin klárast. Þá kæmi í ljós hvort að einkunn mín með einum heilum meira hefði verið nóg til að koma mér í úrslitin þar eða ekki," sagði Eyþóra. Eyþór fékk 13.633 í einkunn fyrir gólfið en það var dreginn einn heill frá þeirri einkunn af því að hún datt. „Vonandi ekki því þá líður mér aðeins betur. Ég er komin í ein úrslit og kannski kemst hollenska liðið í úrslit líka þannig að þetta er alveg yndislegt," sagði Eyþóra. „Það verður núna að spennandi að sjá hvort við komust líka í úrslitin í liðakeppninni," sagði Eyþóra. Holland er eins og er í sjöunda sæti en átta efstu liðin komast áfram. Þetta verður því tæpt. Irina Sazonova komst ekki áfram í úrslit í fjölþrautinni en Eyþóra Elísabet keppir til úrslita í fjölþrautinni á fimmtudagskvöldið. Komist hollenska liðið í úrslit verða þau á þriðjudagskvöldið.
Fimleikar Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Eyþóra komin í úrslit Eyþóra Elísabet Þórsdóttir stóð sig mjög vel í undankeppni í fjölþraut kvenna í fimleikakeppni Ólympíuleikanna en hún keppti í kvöld á sama tíma og Irina Sazonova. 7. ágúst 2016 22:01 Irina skrifaði nýjan kafla í fimleikasögunni en komst ekki í úrslit Irina Sazonova komst ekki áfram í úrslit í fjölþraut kvenna en hún varð í kvöld fyrsta íslenska fimleikakonan til þess að taka þátt í Ólympíuleikum. 7. ágúst 2016 22:00 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Sjá meira
Eyþóra komin í úrslit Eyþóra Elísabet Þórsdóttir stóð sig mjög vel í undankeppni í fjölþraut kvenna í fimleikakeppni Ólympíuleikanna en hún keppti í kvöld á sama tíma og Irina Sazonova. 7. ágúst 2016 22:01
Irina skrifaði nýjan kafla í fimleikasögunni en komst ekki í úrslit Irina Sazonova komst ekki áfram í úrslit í fjölþraut kvenna en hún varð í kvöld fyrsta íslenska fimleikakonan til þess að taka þátt í Ólympíuleikum. 7. ágúst 2016 22:00