Íslenski boltinn

Gunnar Már: Hefði getað skorað fimm með skalla

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Gunnar Már Guðmundsson skoraði fyrir Fjölni.
Gunnar Már Guðmundsson skoraði fyrir Fjölni. vísir/vilhelm
„Mér sýndist hann vera á leiðinni frá mér. Hlýtur að vera mitt mark,“ sagði Gunnar Már Guðmundsson eftir stórsigur Fjölnis á ÍA í Grafarvogi. Lokatölur voru 4-0 en Gunnar skoraði eitt og lagði upp tvö önnur. Annað þeirra marka var sjálfsmark.

Gunnar var síendurtekið einn á auðum sjó í teig Skagamanna og náði að skalla boltann að marki. „Ég hefði getað skorað fimm með skalla hefði ég verið heppinn. Eftir að Manni [Ármann Smári Björnsson] fór meiddur út af þá var þetta auðvelt í loftinu.“

Það gekk nánast allt upp hjá Fjölni í dag og ÍA átti ekki mikinn séns í leiknum. Sigurinn færir liðinu annað sæti deildarinnar, í það minnsta í bili.

„Leikskipulagið gekk fullkomlega upp þó við hefðum dottið full neðarlega á köflum. En fjögur núll, við hljótum að sætta okkur við það. Markmiðið var að halda hreinu og reyna að gera það að rútínu að fá ekki mörk á okkur. Þá fylgir sóknarleikurinn í kjölfarið.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×