FH varð í dag þrefaldur bikarmeistari í frjálsum íþróttum, en bikarkeppni FRÍ fróm fram í blíðviðri á Laugardalsvelli í dag.
Bikarkeppnin fór ekki fram í fyrra vegna dræmrar þáttöku, en í ár voru níu lið skráð til leiks. FH skráði meðal annars tvö lið til leiks.
Í samanlögðum flokki vann FH nokkuð öruggan sigur, en FH endaði með 149 stig stig, 13 stigum meira en ÍR sem lenti í öðru sætinu. Héraðssambandið Skarphéðinn lenti í þriðja sæti.
Fimleikafélagið krækti í 9 gull, sex silfur og tvö brons, en þau lentu einungis einu sinni í fjórða sætinu í öllu mótinu.
FH bar einnig sigur úr býtum í bæði karla- og kvennaflokki. Í kvennaflokki vann FH með 75 stig, ÍR lenti í öðru sæti með 63 stig og í þriðja sæti var HSK með 61 stig.
Arna Stefanía Guðmundsdóttir átti virkilega gott mót og vann þær þrjár greinar sem hún tók þátt í, en hún hefur verið að hlaupa frábærlega það sem af er ári, bæði hér heima og erlendis.
Í karlaflokki lenti FH efst með 74 stig, ÍR í öðru með 73 stig og B-lið FH í þriðja sæti með 48 stig.
Allt var jafnt fyrir lokaumferðina, en FH komst fyrst í mark í 1000 metra boðhlaupi.
FH þrefaldur bikarmeistari í frjálsum
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið



Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis
Íslenski boltinn

Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum
Enski boltinn

Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst
Fótbolti





Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn
Körfubolti