Gísli Þorgeir Kristjánsson hefur skrifað undir nýjan samning við handknattleiksdeild FH.
Gísli, sem er fæddur árið 1999, steig sín fyrstu spor í meistaraflokki síðastliðinn vetur og átti góða spretti í liði FH.
Gísli, sem hefur leikið með öllum yngri landsliðum Íslands, lék 11 leiki í Olís-deildinni á síðasta tímabili og skoraði 18 mörk. Þá skoraði hann þrjú mörk í tveimur leikjum í úrslitakeppninni.
FH endaði í 6. sæti Olís-deildarinnar í fyrra og féll úr leik fyrir Aftureldingu í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar.
