Yfirvöld í Íran hafa lagt blátt við hinum gríðarlega vinsæla snjallsímaleik Pokémon Go vegna óskilgreindra öryggisástæðna. Ákvörðunin var tekin af sérstöku ráði sem fer með eftirlit með hinum stafræna heimi í Íran.
Íran er fyrsta ríkið sem bannar leikinn vinsæla alfarið en indónesískum lögregluþjónum hefur einnig verið bannað að spila leikinn á meðan þeir eru í vinnunni. Fregnir herma að yfirvöld í Íran hafi beðið með að banna leikinn á meðan þeir könnuðu hvort að framleiðendur leiksins væru tilbúnir til þess að starfa með írönskum yfirvöldum.
Pokémon Go er vinsælasti snjallsímaleikur heims um þessar mundir, en þar geta notendur veitt svokallaða Pokémona. Pokémon spil, tölvuleikir, sjónvarpsþættir og kvikmyndir nutu mikilla vinsælda í lok 20. aldarinnnar, og er leikurinn vinsæll meðal ungra sem og aldinna, sem muna eftir Pokémon úr æsku sinni.
Leggja blátt bann við Pokémon Go

Tengdar fréttir

Engir Pokémonar í Ólympíuþorpinu: „Að öðru leyti er þetta magnað“
Bandarískur Ólympíuverðlaunahafi trúir ekki að hún geti ekki eytt frítíma sínum í Ríó í að veiða Pokémona.

Fékk 600 þúsund króna símreikning út af Pokemon Go
Japanski fimleikamaðurinn Kohei Uchimura fékk áfall er hann sá símreikninginn sinn í Ríó en hann hafði verið að spila hinn vinsæla Pokemon Go eins og óður maður í Brasilíu.

Vilja ekki Pokémon þjálfara á geislavirkt svæði
Eigendur kjarnorkuversins í Fukushima vilja að framleiðendur leiksins fjarlægi Pokémon karla af svæðinu í kringum kjarnorkuverið.

Auglýstu Fjörukrána sem Pokémon-væna en fengu það í bakið
Eigandi fjörukrárinnar segir leikinn eflaust skemmtilegan, en að Pokémon-þjálfarar eigi ekki heima við krána.