Porsche Cayenne Coupe á leiðinni Finnur Thorlacius skrifar 5. ágúst 2016 14:58 Coupe útfærsla Porsche Cayenne. Núverandi kynslóð Porsche Cayenne er að verða 7 ára gömul og nú kynslóð hans er rétt handan við hornið. En þó ekki bara í einni útlitsgerð, heldur hefur einnig heyrst að Coupe-gerð af Cayenne sé í smíðum. Það fékkst eiginlega staðfest með þessum myndum sem náðust af bíl í prófunum sem líklega er umtalaður Cayenne Coupe. Það kemur svo sem ekki á óvart að Porsche komi fram með Cayenne Coupe, en bæði BMW og Benz hafa komið fram með jeppa sína með þessu lagi. Það eru bílarnir BMW X6 og Mercedes Benzs GLE Coupe og hafa þeir báðir selst vel. Gera má ráð fyrir að innanrými Cayenne Coupe verði eins og í hefðbundnum Cayenne, enda er eini munurinn á þessum bílum líklega fólginn í lækkaðri þaklínu að aftanverðu. Ný kynslóð Cayenne kemur á næsta ári og þá sem 2018 árgerð. Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent
Núverandi kynslóð Porsche Cayenne er að verða 7 ára gömul og nú kynslóð hans er rétt handan við hornið. En þó ekki bara í einni útlitsgerð, heldur hefur einnig heyrst að Coupe-gerð af Cayenne sé í smíðum. Það fékkst eiginlega staðfest með þessum myndum sem náðust af bíl í prófunum sem líklega er umtalaður Cayenne Coupe. Það kemur svo sem ekki á óvart að Porsche komi fram með Cayenne Coupe, en bæði BMW og Benz hafa komið fram með jeppa sína með þessu lagi. Það eru bílarnir BMW X6 og Mercedes Benzs GLE Coupe og hafa þeir báðir selst vel. Gera má ráð fyrir að innanrými Cayenne Coupe verði eins og í hefðbundnum Cayenne, enda er eini munurinn á þessum bílum líklega fólginn í lækkaðri þaklínu að aftanverðu. Ný kynslóð Cayenne kemur á næsta ári og þá sem 2018 árgerð.
Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent