Fimmtán sinnum hærra verð á markaði Kristinn H. Gunnarsson skrifar 5. ágúst 2016 13:30 Athygli hefur vakið uppboð veiðiheimilda í Færeyjum hefur sýnt fram á að útgerðarmenn vilja greiða mun hærra verð fyrir á kvóta en greitt er hér á landi fyrir veiðiréttinn. Talsmenn LÍÚ, íslenska útgerðarauðvaldsins, skrifa í Fréttablaðið í gær og draga í efa að verðið sé raunhæft. Staðhæft er að um sé að ræða jaðarverð en ekki markaðsverð þar sem aðeins lítill hluti veiðiheimilda var boðinn upp. Það þarf ekki að fara til Færeyja til þess að fá góðar upplýsingar um greiðslugetu útgerðarmanna fyrir veiðiheimildir. Aflamark gengur kaupum og sölum á Íslandi og Fiskistofa tekur saman upplýsingar um umfang viðskiptanna og verðið sem greitt er. Í töflunni að neðan eru upplýsingar um viðskiptin í þorskveiðiheimildum hvers árs (aflamarki) síðustu fjögur fiskveiðiár. Athuga ber að yfirstandandi fiskveiðiár er ekki liðið. Magn og meðalverð er miðað við slægðan fisk. En 1 kg af aflamarki (slægðum fiski) samsvarar 1,19 kg af óslægðun fiski.Ár Fjöldi viðskipta Tonn % af aflamarki Meðalverð Samtals millj. kr.2012/13 2.229 22.37614,2206,23 4.6162013/14 2.563 23.26413,0202,91 4.7212014/15 2.10526.27315,3233,076.1272015/16 1.481 22.38711,7217,27 4.854 Þetta eru áreiðanlegar upplýsingar um það verð sem greitt hefur verið fyrir kvóta. Þær eru byggðar á miklum fjölda viðskipta og magnið er frá 12 – 15% af þorskkvóta hvers árs. Verðið er nokkuð stöðugt á þessum fjórum árum, frá 203 kr. til 233 kr. fyrir hvert 1 kg af slægðum þorski. Engan veginn er hægt að halda fram að um sé að ræða óraunhæft jaðarverð. Þvert á móti er þetta markaðsverðið, ákvarðað af útvegsmönnum sjálfum með stuðningi viðskiptabankanna sem væntanlega fjármagna viðskiptin. Þetta er að vísu ekki uppboðsmarkaður heldur það sem kalla mætti tilboðsmarkaður. Þeir sem leigja frá sér kvóta láta vita af því að þeir hafa kvóta til leigu og fá tilboð. Uppboðsmarkaður hefur ýmislegt umfram þetta fyrirkomulag, sérstaklega frá sjónarhóli ríkisins og þeirra sem vilja fá kvóta til leigu. Ríkð fengi betri upplýsingar um viðskiptin og greitt verð og jafnræði myndi vera meira milli þeirra sem bjóða í kvótann. Líklegast er að verðið á uppboðsmarkaði yrði eitthvað lægra en samkvæmt núverandi fyrirkomulagi og reynsla Færeyinga bendir til þess. Auðlindaarðurinn virðist skiptast milli ríkisins og útgerðarmanna. Veruleikinn á Íslandi er annar. Þar fá kvótahafarnir nánast allan auðlindaarðinn og ríkið lítinn hluta hans. LÍÚ ver þennan veruleika og vill hafa hann áfram óbreyttann.Mikill gróði útgerðarmannaÞað er einfaldlega vegna þess að verðið aflamarki á markaði er miklu hærra en það gjald sem útgerðarmenn greiða til ríkisins fyrir afnotin af sjávarauðlindinni. Samanburður á markaðsverðinu og veiðigjaldinu sýnir að markaðsverðið er margfalt hærra. Á síðasta fiskveiðiári var markaðsverðið fimmtán sinnum hærra en veiðigjaldið. Mismunurinn rennur allur í vasa þeirra sem fá kvótanum úthlutað til sín sjálfvirkt samkvæmt núverandi úthlutunarkerfi.Samanburður á meðalverði og veiðigjaldiÁrmeðalverðveiðigjaldmeðalverð/veiðigjHlutfall2012/13206,3238,935,31431%2013/14202,9120,1010,10910%2014/15233,0715,8314,721372%2015/16217,2716,6013,091209% Mismunurinn á markaðsverðinu og veiðigjaldinu er 173 – 217 kr/kg af þorski. Mismunurinn endurspeglar mat útgerðarmanna sjálfra á því hvað hægt er að greiða fyrir veiðiréttinn. Markaðsverðið lýsir einnig mati viðskiptabankanna á því hvað hægt er að verðleggja veiðiréttinn á í viðskiptum með aflaheimildir til lengri tíma. Þar sem verðið er stöðugt til lengri tíma er reynslan sú að leiguverðið er raunhæft og hefur verið greitt. Uppboðsleiðin myndi færa ríkinu stórauknar tekjur af veiðiréttinum frá því sem nú er. Uppboðsleiðin er þekkt og ríkið beitir henni í ýmsum öðrum atvinnugreinum með þeim árangri að enginn færir í tal að hverfa frá henni. Nefna má mannvirkjagerð, svo sem vegagerð, byggingu sjúkrahúss og annarra bygginga. Einnig er ýmiss rekstur boðinn út , jafnvel lítill rekstur sem mötuneyti Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað er. Það er bara í sjávarútvegi þar sem þarf að vernda athafnamenn fyrir samkeppni. Það er á kostnað skattgreiðenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Athygli hefur vakið uppboð veiðiheimilda í Færeyjum hefur sýnt fram á að útgerðarmenn vilja greiða mun hærra verð fyrir á kvóta en greitt er hér á landi fyrir veiðiréttinn. Talsmenn LÍÚ, íslenska útgerðarauðvaldsins, skrifa í Fréttablaðið í gær og draga í efa að verðið sé raunhæft. Staðhæft er að um sé að ræða jaðarverð en ekki markaðsverð þar sem aðeins lítill hluti veiðiheimilda var boðinn upp. Það þarf ekki að fara til Færeyja til þess að fá góðar upplýsingar um greiðslugetu útgerðarmanna fyrir veiðiheimildir. Aflamark gengur kaupum og sölum á Íslandi og Fiskistofa tekur saman upplýsingar um umfang viðskiptanna og verðið sem greitt er. Í töflunni að neðan eru upplýsingar um viðskiptin í þorskveiðiheimildum hvers árs (aflamarki) síðustu fjögur fiskveiðiár. Athuga ber að yfirstandandi fiskveiðiár er ekki liðið. Magn og meðalverð er miðað við slægðan fisk. En 1 kg af aflamarki (slægðum fiski) samsvarar 1,19 kg af óslægðun fiski.Ár Fjöldi viðskipta Tonn % af aflamarki Meðalverð Samtals millj. kr.2012/13 2.229 22.37614,2206,23 4.6162013/14 2.563 23.26413,0202,91 4.7212014/15 2.10526.27315,3233,076.1272015/16 1.481 22.38711,7217,27 4.854 Þetta eru áreiðanlegar upplýsingar um það verð sem greitt hefur verið fyrir kvóta. Þær eru byggðar á miklum fjölda viðskipta og magnið er frá 12 – 15% af þorskkvóta hvers árs. Verðið er nokkuð stöðugt á þessum fjórum árum, frá 203 kr. til 233 kr. fyrir hvert 1 kg af slægðum þorski. Engan veginn er hægt að halda fram að um sé að ræða óraunhæft jaðarverð. Þvert á móti er þetta markaðsverðið, ákvarðað af útvegsmönnum sjálfum með stuðningi viðskiptabankanna sem væntanlega fjármagna viðskiptin. Þetta er að vísu ekki uppboðsmarkaður heldur það sem kalla mætti tilboðsmarkaður. Þeir sem leigja frá sér kvóta láta vita af því að þeir hafa kvóta til leigu og fá tilboð. Uppboðsmarkaður hefur ýmislegt umfram þetta fyrirkomulag, sérstaklega frá sjónarhóli ríkisins og þeirra sem vilja fá kvóta til leigu. Ríkð fengi betri upplýsingar um viðskiptin og greitt verð og jafnræði myndi vera meira milli þeirra sem bjóða í kvótann. Líklegast er að verðið á uppboðsmarkaði yrði eitthvað lægra en samkvæmt núverandi fyrirkomulagi og reynsla Færeyinga bendir til þess. Auðlindaarðurinn virðist skiptast milli ríkisins og útgerðarmanna. Veruleikinn á Íslandi er annar. Þar fá kvótahafarnir nánast allan auðlindaarðinn og ríkið lítinn hluta hans. LÍÚ ver þennan veruleika og vill hafa hann áfram óbreyttann.Mikill gróði útgerðarmannaÞað er einfaldlega vegna þess að verðið aflamarki á markaði er miklu hærra en það gjald sem útgerðarmenn greiða til ríkisins fyrir afnotin af sjávarauðlindinni. Samanburður á markaðsverðinu og veiðigjaldinu sýnir að markaðsverðið er margfalt hærra. Á síðasta fiskveiðiári var markaðsverðið fimmtán sinnum hærra en veiðigjaldið. Mismunurinn rennur allur í vasa þeirra sem fá kvótanum úthlutað til sín sjálfvirkt samkvæmt núverandi úthlutunarkerfi.Samanburður á meðalverði og veiðigjaldiÁrmeðalverðveiðigjaldmeðalverð/veiðigjHlutfall2012/13206,3238,935,31431%2013/14202,9120,1010,10910%2014/15233,0715,8314,721372%2015/16217,2716,6013,091209% Mismunurinn á markaðsverðinu og veiðigjaldinu er 173 – 217 kr/kg af þorski. Mismunurinn endurspeglar mat útgerðarmanna sjálfra á því hvað hægt er að greiða fyrir veiðiréttinn. Markaðsverðið lýsir einnig mati viðskiptabankanna á því hvað hægt er að verðleggja veiðiréttinn á í viðskiptum með aflaheimildir til lengri tíma. Þar sem verðið er stöðugt til lengri tíma er reynslan sú að leiguverðið er raunhæft og hefur verið greitt. Uppboðsleiðin myndi færa ríkinu stórauknar tekjur af veiðiréttinum frá því sem nú er. Uppboðsleiðin er þekkt og ríkið beitir henni í ýmsum öðrum atvinnugreinum með þeim árangri að enginn færir í tal að hverfa frá henni. Nefna má mannvirkjagerð, svo sem vegagerð, byggingu sjúkrahúss og annarra bygginga. Einnig er ýmiss rekstur boðinn út , jafnvel lítill rekstur sem mötuneyti Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað er. Það er bara í sjávarútvegi þar sem þarf að vernda athafnamenn fyrir samkeppni. Það er á kostnað skattgreiðenda.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun