Auglýstu Fjörukrána sem Pokémon-væna en fengu það í bakið Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. ágúst 2016 11:34 Jóhannes er fyrir miðri mynd. Vísir/GVA Jóhannes Viðar Bjarnason, eigandi Fjörukrárinnar í Hafnarfirði, segir að mikil virkni Pokémon-þjálfara í grennd við krána valdi viðskiptavinum sínum óþægindum. Nýlega auglýsti Fjörurkráin á Facebook að staðurinn væri kjörinn til Pokémon veiða, en nú er annað hljóð komið í strokkinn.DV greindi fyrst frá. „Maður veit það bara af kvörtununum sem eru að koma. Fólk er að taka þarna rafmagnstæki úr sambandi inni hjá okkur til að komast í innstungur. Þannig að það eru ýmis ónæði af þessu,“ segir Jóhannes í samtali við Vísi. „Ég hafði rosalega gaman af þessu fyrst en ég skildi ekkert í þessu að sjá þessa krakka úti um allt. Þetta eru orðið kannski 40 til 60 manns fyrir utan hjá manni þegar fer að rökkva þá fara gestirnir að kvarta.“ Pokémon Go er vinsælasti snjallsímaleikur heims um þessar mundir, en þar geta notendur veitt svokallaða Pokémona. Pokémon spil, tölvuleikir, sjónvarpsþættir og kvikmyndir nutu mikilla vinsælda í lok 20. aldarinnnar, og er leikurinn vinsæll meðal ungra sem og aldinna, sem muna eftir Pokémon úr æsku sinni.Segir Pokémon-þjálfara trufla hótelgesti Jóhannes segir ekki hafa neitt út á leikinn sjálfan að setja. „Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki komið mér inn í þennan leik, en þetta er ágætisfólk og gaman að sjá að það er margt jákvætt við þetta, en þetta er ekki ákjósanlegasti staðurinn. Þetta er ábyggilega einn flottasti leikurinn fyrir svona krakka, þau hreyfa sig og svona og hlaupa á eftir þessu um allt þarna,“ segir Jóhann. Hann segir þetta þó hafa óhjákvæmileg áhrif á rekstur Fjörukrárinnar. Hann segir lausagang bíla seint á kvöldin hafa hvimleið áhrif á reksturinn. „Það eru gluggar þarna fyrir ofan og þar eru gestir sem eru að reyna að fara að sofa, kannski að fara í flug morguninn eftir. En þetta er ábyggilega mjög skemmtilegur leikur, ég efast ekki um það. Krakkarnir hlaupa á eftir þessu og guð má vita hvað.“Auglýsing sem birtist á Facebook síðu Fjörukrárinnar.Mynd/SkjáskotHafnarfjörðurinn fullur af áhugaverðum listaverkumPokéstop birtast yfirleitt við listaverk og áhugaverða staði og Pokémon-þjálfarar laðast að Fjörukránni vegna þess hve mörg slík Pokéstop eru í nágrenni staðarins. „Hafnarfjörðurinn er fullur af listaverkum. Það ættu ekki að vera nein vandræði að finna listaverk í Hafnarfirði, þau eru úti um allt. Víðistaðatúnið er til dæmis fullt af alls konar skúlpturum, og það er útivistarsvæði,“ segir Jóhannes. „Það er alls konar subbuskapur og óþrifnaður af þessu. Það er grindverk hérna, sem á að skilja að húsin, sem er búið að skemma. Það eru tugir þúsunda sem fara í að laga það. Ég er ekkert á móti þessu fólki þannig séð, ég er bara á móti því að hafa þetta þarna. Svo skislt mér að allir vilji hafa þetta, í guðanna bænum, það á að setja þetta á staði þar sem þetta veldur ekki þessu ónæði.“ Leitar aðstoðar hjá framleiðendum Pokémon Go 10. júlí síðastliðinn birtist færsla á Facebook síðu Fjörurkrárinnar þar sem gert var út á að þrjú pokéstop væru í grennd við staðinn. „Við erum ekki eingöngu frábær staður til að borða, drekka og sofa – við erum einnig frábært pokéstop“ stóð í færslunni, ásamt myndum af þeim pokéstoppum sem finna má í grennd staðarins. „Ég læt nú aðra starfsmenn sjá um Facebook fyrir mig, þannig að það er eitthvað sem hefur farið framhjá mér. Þetta er unga kynslóðin. Þarna mætast unga og gamla,“ segir Jóhannes. Fjórar kvartanir hafa verið sendar til Niantic, framleiðanda leiksins Pokémon Go, vegna aðstæðna Jóhannesar, bæði frá starfsfólki og velunnurum. „Menn hafa spurt mig hvers vegna ég geri ekki út á þetta, en þetta er ekki sá markhópur sem við erum að leita að. Ég myndi ætla að um 70% af þessu séu krakkar frá 8 til 16 ára og það er ekki sá markhópur sem á að vera fyrir utan veitingastaði, hvað þá inni á þeim, klukkan tíu á kvöldin.“ Pokemon Go Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Kauphöllin réttir við sér Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Sjá meira
Jóhannes Viðar Bjarnason, eigandi Fjörukrárinnar í Hafnarfirði, segir að mikil virkni Pokémon-þjálfara í grennd við krána valdi viðskiptavinum sínum óþægindum. Nýlega auglýsti Fjörurkráin á Facebook að staðurinn væri kjörinn til Pokémon veiða, en nú er annað hljóð komið í strokkinn.DV greindi fyrst frá. „Maður veit það bara af kvörtununum sem eru að koma. Fólk er að taka þarna rafmagnstæki úr sambandi inni hjá okkur til að komast í innstungur. Þannig að það eru ýmis ónæði af þessu,“ segir Jóhannes í samtali við Vísi. „Ég hafði rosalega gaman af þessu fyrst en ég skildi ekkert í þessu að sjá þessa krakka úti um allt. Þetta eru orðið kannski 40 til 60 manns fyrir utan hjá manni þegar fer að rökkva þá fara gestirnir að kvarta.“ Pokémon Go er vinsælasti snjallsímaleikur heims um þessar mundir, en þar geta notendur veitt svokallaða Pokémona. Pokémon spil, tölvuleikir, sjónvarpsþættir og kvikmyndir nutu mikilla vinsælda í lok 20. aldarinnnar, og er leikurinn vinsæll meðal ungra sem og aldinna, sem muna eftir Pokémon úr æsku sinni.Segir Pokémon-þjálfara trufla hótelgesti Jóhannes segir ekki hafa neitt út á leikinn sjálfan að setja. „Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki komið mér inn í þennan leik, en þetta er ágætisfólk og gaman að sjá að það er margt jákvætt við þetta, en þetta er ekki ákjósanlegasti staðurinn. Þetta er ábyggilega einn flottasti leikurinn fyrir svona krakka, þau hreyfa sig og svona og hlaupa á eftir þessu um allt þarna,“ segir Jóhann. Hann segir þetta þó hafa óhjákvæmileg áhrif á rekstur Fjörukrárinnar. Hann segir lausagang bíla seint á kvöldin hafa hvimleið áhrif á reksturinn. „Það eru gluggar þarna fyrir ofan og þar eru gestir sem eru að reyna að fara að sofa, kannski að fara í flug morguninn eftir. En þetta er ábyggilega mjög skemmtilegur leikur, ég efast ekki um það. Krakkarnir hlaupa á eftir þessu og guð má vita hvað.“Auglýsing sem birtist á Facebook síðu Fjörukrárinnar.Mynd/SkjáskotHafnarfjörðurinn fullur af áhugaverðum listaverkumPokéstop birtast yfirleitt við listaverk og áhugaverða staði og Pokémon-þjálfarar laðast að Fjörukránni vegna þess hve mörg slík Pokéstop eru í nágrenni staðarins. „Hafnarfjörðurinn er fullur af listaverkum. Það ættu ekki að vera nein vandræði að finna listaverk í Hafnarfirði, þau eru úti um allt. Víðistaðatúnið er til dæmis fullt af alls konar skúlpturum, og það er útivistarsvæði,“ segir Jóhannes. „Það er alls konar subbuskapur og óþrifnaður af þessu. Það er grindverk hérna, sem á að skilja að húsin, sem er búið að skemma. Það eru tugir þúsunda sem fara í að laga það. Ég er ekkert á móti þessu fólki þannig séð, ég er bara á móti því að hafa þetta þarna. Svo skislt mér að allir vilji hafa þetta, í guðanna bænum, það á að setja þetta á staði þar sem þetta veldur ekki þessu ónæði.“ Leitar aðstoðar hjá framleiðendum Pokémon Go 10. júlí síðastliðinn birtist færsla á Facebook síðu Fjörurkrárinnar þar sem gert var út á að þrjú pokéstop væru í grennd við staðinn. „Við erum ekki eingöngu frábær staður til að borða, drekka og sofa – við erum einnig frábært pokéstop“ stóð í færslunni, ásamt myndum af þeim pokéstoppum sem finna má í grennd staðarins. „Ég læt nú aðra starfsmenn sjá um Facebook fyrir mig, þannig að það er eitthvað sem hefur farið framhjá mér. Þetta er unga kynslóðin. Þarna mætast unga og gamla,“ segir Jóhannes. Fjórar kvartanir hafa verið sendar til Niantic, framleiðanda leiksins Pokémon Go, vegna aðstæðna Jóhannesar, bæði frá starfsfólki og velunnurum. „Menn hafa spurt mig hvers vegna ég geri ekki út á þetta, en þetta er ekki sá markhópur sem við erum að leita að. Ég myndi ætla að um 70% af þessu séu krakkar frá 8 til 16 ára og það er ekki sá markhópur sem á að vera fyrir utan veitingastaði, hvað þá inni á þeim, klukkan tíu á kvöldin.“
Pokemon Go Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Kauphöllin réttir við sér Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Sjá meira