Framkvæmdarstjóri mannréttindadeildar Sameinuðu þjóðanna sakar stjórnvöld í Suður Súdan og uppreisnarmenn um grimmdarverk og stríðsglæpi í bardögum sem hafa átt sér stað í landinu síðastliðinn mánuð. Hann segir að framin hafi verið fjöldamorð og nauðganir á hópum Nuer ættbálksins. Morðin séu framin án dóms og laga af hermönnum Salva Kiir forseta landsins.
Zeid Ra‘ad Al Hussein óttast að hér gæti verið tilræði til þjóðamorðs á ættbálki Nuer af hálfu fólks af Dinka ættbálknum.
Yfir 200 kynferðisbrotamál hafa verið skráð í Juba, höfuðborg Suður-Súdan, frá byrjun síðasta mánaðar og fullyrðir Zeid að flest fórnarlambanna séu konur og stelpur úr ættbálki Nuer. Talið er að um 300 manns hafi látist síðan átökin á milli uppreisnarmanna og hersins hófust en þar af eru 73 óbreyttir borgarar sem hafa orðið fyrir skotum í bardögum á strætum Juba.
Rúmlega 13 þúsund friðagæsluliðar eru í landinu en þeir hafa verið gagnrýndir fyrir aðgerðarleysi.
Fréttastofa Al-Jazeera fjallar ítarlega um málið.
