Vill skipta á milljón dollara eyju sinni og Porsche 918 Finnur Thorlacius skrifar 4. ágúst 2016 16:34 Hvort vill maður eyju fyrir utan Florida eða Porsche 918 Spider? Eigandi eyju einnar fyrir utan Flórídaskaga í Bandaríkjunum vill skipta á sléttu á eynni og Porsche 918 Spider bíl. Fremur óvenjuleg skipti það en þar sem eyjan er metin á ekki ósvipaða upphæð og þessi ofurbíll frá Porsche, þá er kannski rétt fyrir hann að reyna því hann er alveg búinn að fá leið á eyjunni sinni. Það má reyndar spyrja sig að því af hverju hann auglýsir bara ekki eyjuna sína til sölu og kaupir svo bílinn. Aðspurður um það sagði hann fréttamanni Teamspeed að þar sem flestir núverandi eigendur Porsche 918 Spider hafi keypt bíla sína á 800.000 til 900.000 dollara en vilji nú fá meira fyrir þá en eina milljón dollara, þá væru þetta hagstæð viðskipti fyrir sig og að eigendur Porsche 918 væru vænlegir kaupendur á eyju eins og hann ætti. Þar kom skýring á þessu óvenjulega tilboði. Með þessu sannast einnig að dýrir bílar frá Porsche auka oft virði sitt þótt notaðir séu í millitíðinni. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skiptyi sem eigandi býður eyju sína fyrir bíl, en fyrir 3 árum bauð hann hana fyrir Ferrari Enzo bíl, en enginn beit á agnið. Fyrir á eigandi eyjunnar Porsche 911 bíl og er mikill aðdáandi Porsche bíla og telur til að mynda Porsche 918 Spider betri bíl en McLaren P1 eða Ferrari LaFerrari. Áhugassömum um kaup á eyjunni er bent á að hún fæst einnig fyrir 1.000.000 dollara, þó svo kaupandinn eigi ekki Porsche 918 Spider. Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent
Eigandi eyju einnar fyrir utan Flórídaskaga í Bandaríkjunum vill skipta á sléttu á eynni og Porsche 918 Spider bíl. Fremur óvenjuleg skipti það en þar sem eyjan er metin á ekki ósvipaða upphæð og þessi ofurbíll frá Porsche, þá er kannski rétt fyrir hann að reyna því hann er alveg búinn að fá leið á eyjunni sinni. Það má reyndar spyrja sig að því af hverju hann auglýsir bara ekki eyjuna sína til sölu og kaupir svo bílinn. Aðspurður um það sagði hann fréttamanni Teamspeed að þar sem flestir núverandi eigendur Porsche 918 Spider hafi keypt bíla sína á 800.000 til 900.000 dollara en vilji nú fá meira fyrir þá en eina milljón dollara, þá væru þetta hagstæð viðskipti fyrir sig og að eigendur Porsche 918 væru vænlegir kaupendur á eyju eins og hann ætti. Þar kom skýring á þessu óvenjulega tilboði. Með þessu sannast einnig að dýrir bílar frá Porsche auka oft virði sitt þótt notaðir séu í millitíðinni. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skiptyi sem eigandi býður eyju sína fyrir bíl, en fyrir 3 árum bauð hann hana fyrir Ferrari Enzo bíl, en enginn beit á agnið. Fyrir á eigandi eyjunnar Porsche 911 bíl og er mikill aðdáandi Porsche bíla og telur til að mynda Porsche 918 Spider betri bíl en McLaren P1 eða Ferrari LaFerrari. Áhugassömum um kaup á eyjunni er bent á að hún fæst einnig fyrir 1.000.000 dollara, þó svo kaupandinn eigi ekki Porsche 918 Spider.
Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent