Einn efnilegasti leikmaður KR hefur verið seldur til Englands.
Hinn 17 ára gamli Atli Hrafn hefur verið seldur til Lundúnaliðsins Fulham. Þar hittir Atli fyrir annan Íslending, Jón Dag Þorsteinsson.
Atli spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik í fyrra og er búinn að spila þrjá leiki í Pepsi-deildinni í ár.
Hann er fastamaður í U-17 ára landsliði Íslands þar sem hann hefur skorað tvö mörk í fjórtán leikjum.
