Tesla tapaði 36 milljörðum á öðrum ársfjórðungi Finnur Thorlacius skrifar 4. ágúst 2016 08:55 Tesla Model S bílar tilbúnir til afhendingar. Rafbílaframleiðandinn Tesla frá Kaliforníu heldur áfram að tapa peningum og með meiri hraða en áður. Tap á rekstri fyrirtækisins á síðasta ársfjórðungi nam 35,8 milljörðum króna og jókst tapið um 60% frá sama tímabili í fyrra. Tesla afhenti 14.402 nýja bíla á þessum öðrum ársfjórðungi, 9.764 Model S og 4.638 Model X og jókst velta Tesla um 33% á ársfjórðungnum. Fjöldi afhentra bíla var mun minni en áætlanir sögðu til um og helmingur framleiðslunnar fór fram á einungis síðustu fjóru vikum ársfjórðungsins. Tesla segir þó að framleiðslan sé komin nú í um 2.000 til 2.200 bíla á viku og því ætti að vera hægt að framleiða 25.000 til 28.600 bíla á hverjum ársfjórðungi og allt 114.000 bíla á ári. Reyndar á framleiðslan að geta farið Í 2.400 bíla á viku á fjórða ársfjórðungi. Tapið núna markar þrettánda ársfjórðungstap Tesla í röð og hafa bréf í Tesla fallið um 1,41 dollar í kjölfar fréttanna nú, en standa engu að síður í 225,79 dollurum og lækkunin því lítil hlutfallslega. Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent
Rafbílaframleiðandinn Tesla frá Kaliforníu heldur áfram að tapa peningum og með meiri hraða en áður. Tap á rekstri fyrirtækisins á síðasta ársfjórðungi nam 35,8 milljörðum króna og jókst tapið um 60% frá sama tímabili í fyrra. Tesla afhenti 14.402 nýja bíla á þessum öðrum ársfjórðungi, 9.764 Model S og 4.638 Model X og jókst velta Tesla um 33% á ársfjórðungnum. Fjöldi afhentra bíla var mun minni en áætlanir sögðu til um og helmingur framleiðslunnar fór fram á einungis síðustu fjóru vikum ársfjórðungsins. Tesla segir þó að framleiðslan sé komin nú í um 2.000 til 2.200 bíla á viku og því ætti að vera hægt að framleiða 25.000 til 28.600 bíla á hverjum ársfjórðungi og allt 114.000 bíla á ári. Reyndar á framleiðslan að geta farið Í 2.400 bíla á viku á fjórða ársfjórðungi. Tapið núna markar þrettánda ársfjórðungstap Tesla í röð og hafa bréf í Tesla fallið um 1,41 dollar í kjölfar fréttanna nú, en standa engu að síður í 225,79 dollurum og lækkunin því lítil hlutfallslega.
Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent