Durheimer tók við stöðu forstjóra Bugatti árið 2011 og sagði þá að draumur sinn væri að framleiða svona bíl og ekki féll það í slæman jarðveg hjá þeim sem börðu tilraunabílinn Galibier augum, en erfitt er að tiltaka fegurri bíl í þessum stærðarflokki.
Ef af framleiðslu Galibier yrði myndi hann fá einhverjar fleiri tækninýjungar en sáust í 7 ára gömlum tilraunabílnum, enda gerist margt í bílaheiminum á 7 árum. Eins og er einbeitir Bugatti sér nú að smíði Chiron ofurbílsins og það er háttur Bugatti að smíða aðeins einn bíl í einu og því gæti smíði Galibier dregist eitthvað, ef að smíði hans verður yfirhöfuð.
Þar sem Bugatti er hluti af stóru Volkswagen bílasamstæðunni gæti margt í Galibier verið sameiginlegt öðrum stórum bílum í samstæðunni og það mun vafalaust eiga við undirvagn hans, sem yrði þá af MSB-gerð. Galibier myndi kosta um 330 milljónir króna og það er ekki á færi margra kaupenda að festa sér slíkan bíl, en hann gæti hæglega talist vandaðasti fjölskyldubíll í heimi.

