Musca domestica og ég María Elísabet Bragadóttir skrifar 3. ágúst 2016 07:00 Mikilvægast er – ég kem að því á eftir. Fyrst er vert að minnast á hvali. Ég fór í hvalaskoðun nýlega. Komst að því að ég er úr tengslum við náttúruna og veit ekkert um önnur dýr. Vissi ekki að háhyrningar geta náð níræðisaldri. Það er hvalur við Íslandsstrendur sem er jafnaldri ömmu. Hann hefur synt og bylt sér í 79 ár í Norður-Íshafi. Tíu tonna líkami syndir án afláts í niðamyrkri undirdjúpa. Syndir áratugum saman. Fæddist vorið 1937. Teygði risavaxið höfuð upp úr ölduróti, fnæsti rakri gufu upp í himininn. Heimkynni hans eitruð og sýkt af mannavöldum. Stoðar lítt að biðjast afsökunar á of miklu sjampói sem skolast ofan í niðurföll. Kurteisi er þýðingarlaus. Mannlegt fyrirbæri. Mikilvægast er – fyrst verð ég að tala um flugur, eins og ég minntist á hvali. Gluggakistan mín, eins og aðrar gluggakistur, hefur alltaf verið dánarbeður flugna. Þar hrynja þær niður eins og svartar snjóflyksur. Sem barn kramdi ég einu sinni flugu. Vængirnir urðu móskulit klessa undir þungu eintaki af Harry Potter og eldbikarnum. Þrátt fyrir hversdagsleg og tíð dauðsföll, hamaðist hjarta mitt eitt augnablik af óskilgreindri og hátíðlegri sorg. Mikilvægast er að muna eftir að vökva basilíkuna. Takast að fara í handahlaup og læra að baka franska súkkulaðiköku. Eignast kannski kiðfætt barn sem erfir ekki alla manns ósiði. Hugsa öðru hvoru um tilveruna eins og hún markist af dauða á hvítlakkaðri gluggakistu og kipruðum, næfurþunnum vængjum. Hugsa sömuleiðis um lífið umlukið vatni og líkama af óskiljanlegri þyngd. Þykja vænt um bæði flugur og hvali.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Elísabet Bragadóttir Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen Skoðun
Mikilvægast er – ég kem að því á eftir. Fyrst er vert að minnast á hvali. Ég fór í hvalaskoðun nýlega. Komst að því að ég er úr tengslum við náttúruna og veit ekkert um önnur dýr. Vissi ekki að háhyrningar geta náð níræðisaldri. Það er hvalur við Íslandsstrendur sem er jafnaldri ömmu. Hann hefur synt og bylt sér í 79 ár í Norður-Íshafi. Tíu tonna líkami syndir án afláts í niðamyrkri undirdjúpa. Syndir áratugum saman. Fæddist vorið 1937. Teygði risavaxið höfuð upp úr ölduróti, fnæsti rakri gufu upp í himininn. Heimkynni hans eitruð og sýkt af mannavöldum. Stoðar lítt að biðjast afsökunar á of miklu sjampói sem skolast ofan í niðurföll. Kurteisi er þýðingarlaus. Mannlegt fyrirbæri. Mikilvægast er – fyrst verð ég að tala um flugur, eins og ég minntist á hvali. Gluggakistan mín, eins og aðrar gluggakistur, hefur alltaf verið dánarbeður flugna. Þar hrynja þær niður eins og svartar snjóflyksur. Sem barn kramdi ég einu sinni flugu. Vængirnir urðu móskulit klessa undir þungu eintaki af Harry Potter og eldbikarnum. Þrátt fyrir hversdagsleg og tíð dauðsföll, hamaðist hjarta mitt eitt augnablik af óskilgreindri og hátíðlegri sorg. Mikilvægast er að muna eftir að vökva basilíkuna. Takast að fara í handahlaup og læra að baka franska súkkulaðiköku. Eignast kannski kiðfætt barn sem erfir ekki alla manns ósiði. Hugsa öðru hvoru um tilveruna eins og hún markist af dauða á hvítlakkaðri gluggakistu og kipruðum, næfurþunnum vængjum. Hugsa sömuleiðis um lífið umlukið vatni og líkama af óskiljanlegri þyngd. Þykja vænt um bæði flugur og hvali.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun