Ferðir Uber í New York orðnar 100 milljónir talsins Finnur Thorlacius skrifar 2. ágúst 2016 14:58 Þjónusta Uber er vinsæl í New York. Leigubílafyrirtækið Uber náði þeim áfanga í gær að fara sína 100 milljónustu ferð eingöngu í New York. Er það til vitnis um hve vinsæl þjónusta Uber er vestanhafs. Starfsemi Uber er þó ekki leyfð í öllum löndum og er til dæmis bönnuð í Ungverjalandi. Hjá Uber var því einnig fagnað í síðustu viku að fyrirtækið seldi starfsemi sína í Kína til kínverska fyrirtækisins Didi Chuxing og eignaðist með því 20% af hlutabréfum þess. Eru bréfin metin á 850 milljarða króna. Didi Chuxing var samkeppnisaðili Uber í Kína og því sló Uber tvær flugur í einu höggi með þessari sölu. Uber og Didi Chuxing ætla í sameiningu að leggja til 61 milljarð króna til að bæta kort þau sem notuð eru af ökumönnum Uber og Didi Chuxing bíla. Apple á, líkt og Uber nú, hlut í Didi Chuxing og því tengjast Apple og Uber nú með þessu sameiginlega eignarhaldi í kínverska fyrirtækinu. Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent
Leigubílafyrirtækið Uber náði þeim áfanga í gær að fara sína 100 milljónustu ferð eingöngu í New York. Er það til vitnis um hve vinsæl þjónusta Uber er vestanhafs. Starfsemi Uber er þó ekki leyfð í öllum löndum og er til dæmis bönnuð í Ungverjalandi. Hjá Uber var því einnig fagnað í síðustu viku að fyrirtækið seldi starfsemi sína í Kína til kínverska fyrirtækisins Didi Chuxing og eignaðist með því 20% af hlutabréfum þess. Eru bréfin metin á 850 milljarða króna. Didi Chuxing var samkeppnisaðili Uber í Kína og því sló Uber tvær flugur í einu höggi með þessari sölu. Uber og Didi Chuxing ætla í sameiningu að leggja til 61 milljarð króna til að bæta kort þau sem notuð eru af ökumönnum Uber og Didi Chuxing bíla. Apple á, líkt og Uber nú, hlut í Didi Chuxing og því tengjast Apple og Uber nú með þessu sameiginlega eignarhaldi í kínverska fyrirtækinu.
Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent