Ferðir Uber í New York orðnar 100 milljónir talsins Finnur Thorlacius skrifar 2. ágúst 2016 14:58 Þjónusta Uber er vinsæl í New York. Leigubílafyrirtækið Uber náði þeim áfanga í gær að fara sína 100 milljónustu ferð eingöngu í New York. Er það til vitnis um hve vinsæl þjónusta Uber er vestanhafs. Starfsemi Uber er þó ekki leyfð í öllum löndum og er til dæmis bönnuð í Ungverjalandi. Hjá Uber var því einnig fagnað í síðustu viku að fyrirtækið seldi starfsemi sína í Kína til kínverska fyrirtækisins Didi Chuxing og eignaðist með því 20% af hlutabréfum þess. Eru bréfin metin á 850 milljarða króna. Didi Chuxing var samkeppnisaðili Uber í Kína og því sló Uber tvær flugur í einu höggi með þessari sölu. Uber og Didi Chuxing ætla í sameiningu að leggja til 61 milljarð króna til að bæta kort þau sem notuð eru af ökumönnum Uber og Didi Chuxing bíla. Apple á, líkt og Uber nú, hlut í Didi Chuxing og því tengjast Apple og Uber nú með þessu sameiginlega eignarhaldi í kínverska fyrirtækinu. Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent
Leigubílafyrirtækið Uber náði þeim áfanga í gær að fara sína 100 milljónustu ferð eingöngu í New York. Er það til vitnis um hve vinsæl þjónusta Uber er vestanhafs. Starfsemi Uber er þó ekki leyfð í öllum löndum og er til dæmis bönnuð í Ungverjalandi. Hjá Uber var því einnig fagnað í síðustu viku að fyrirtækið seldi starfsemi sína í Kína til kínverska fyrirtækisins Didi Chuxing og eignaðist með því 20% af hlutabréfum þess. Eru bréfin metin á 850 milljarða króna. Didi Chuxing var samkeppnisaðili Uber í Kína og því sló Uber tvær flugur í einu höggi með þessari sölu. Uber og Didi Chuxing ætla í sameiningu að leggja til 61 milljarð króna til að bæta kort þau sem notuð eru af ökumönnum Uber og Didi Chuxing bíla. Apple á, líkt og Uber nú, hlut í Didi Chuxing og því tengjast Apple og Uber nú með þessu sameiginlega eignarhaldi í kínverska fyrirtækinu.
Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent