Flestir dísilbílar með margfalda uppgefna mengun Finnur Thorlacius skrifar 2. ágúst 2016 12:34 Hætt er við því að dísilbílum muni fækka mjög á næstu árum vegna þeirra uppgötvana sem nú eru að koma í ljós um raunverulega mengun þeirra. Svo virðist sem allir bílaframleiðendur séu jafn sekir og Volkswagen um rangar mengunartölur dísilbíla sinna. Víðtæk rannsókn á dísilbílum leiddi í ljós að svo til enginn þeirra mengaði eins og uppgefið er af framleiðanda, heldur margfalt meira. Allir bílaframleiðendur hafa komið fyrir búnaði í dísilbílum sínum sem slökkva á mengunarvörnum þeim sem eru í bílum þeirra, en kalla þann búnað hinum ýmsu nöfnum og réttlæta tilvist þeirra með þeim rökum að hann tryggi lengri endingu vélanna. Þessi staðreynd veltir upp þeirri spurningu af hverju Volkswagen, einn bílaframleiðenda, skuli refsað fyrir það sem þeir allir stunduðu, en sektir þær sem bíða Volkswagen aðeins í Bandaríkjunum nema gríðarháum upphæðum og ekki til dæmi um hærri sektir sem lagðar hafa verið á nokkurn bílaframleiðanda. BMW 2 Series er ágætt dæmi um bíl sem ekki er framleiddur af Volkswagen, en mengar miklu meira en uppgefið er. Hann var, ásamt 52 öðrum dísilbílum, rannsakaður af þýskum yfirvöldum og reyndist menga 5 sinnum meira en uppgefið var af BMW. Dacia Sandero reyndist menga 13 sinnum meira en uppgefið var. Við prófanir á Opel Zafira reyndist bíllinn hafa slökkt á mengunarvarnarbúnaði sínum 80% þess tíma serm bíllinn var í gangi. Í heildina reyndust þeir dísilbílar sem prófaðir voru menga 7 sinnum meira en uppgefin eyðsla þeirra. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent
Svo virðist sem allir bílaframleiðendur séu jafn sekir og Volkswagen um rangar mengunartölur dísilbíla sinna. Víðtæk rannsókn á dísilbílum leiddi í ljós að svo til enginn þeirra mengaði eins og uppgefið er af framleiðanda, heldur margfalt meira. Allir bílaframleiðendur hafa komið fyrir búnaði í dísilbílum sínum sem slökkva á mengunarvörnum þeim sem eru í bílum þeirra, en kalla þann búnað hinum ýmsu nöfnum og réttlæta tilvist þeirra með þeim rökum að hann tryggi lengri endingu vélanna. Þessi staðreynd veltir upp þeirri spurningu af hverju Volkswagen, einn bílaframleiðenda, skuli refsað fyrir það sem þeir allir stunduðu, en sektir þær sem bíða Volkswagen aðeins í Bandaríkjunum nema gríðarháum upphæðum og ekki til dæmi um hærri sektir sem lagðar hafa verið á nokkurn bílaframleiðanda. BMW 2 Series er ágætt dæmi um bíl sem ekki er framleiddur af Volkswagen, en mengar miklu meira en uppgefið er. Hann var, ásamt 52 öðrum dísilbílum, rannsakaður af þýskum yfirvöldum og reyndist menga 5 sinnum meira en uppgefið var af BMW. Dacia Sandero reyndist menga 13 sinnum meira en uppgefið var. Við prófanir á Opel Zafira reyndist bíllinn hafa slökkt á mengunarvarnarbúnaði sínum 80% þess tíma serm bíllinn var í gangi. Í heildina reyndust þeir dísilbílar sem prófaðir voru menga 7 sinnum meira en uppgefin eyðsla þeirra.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent