9,1% vöxtur í bílasölu í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 2. ágúst 2016 11:04 Ævintýraanlegur vöxtur var í sölu Jaguar bíla á fyrri helmingi ársins. Á fyrri helmingi ársins jókst bílasala í Evrópu um 9,1% og er það helmingi meiri vöxtur en spáð var í upphafi árs. Næstum allir bílaframleiðendur juku sölu sína á þessum fyrstu 6 mánuðum ársins, en það átti þó ekki við Nissan (-1,3%), Citroën DS (1,4%), Seat (1,9%), Mitsubishi (9,4%) og Mitsubishi (58,1%). Mestur vöxtur var hjá Jaguar sem ríflega tvöfaldaði sölu sína á tímabilinu, eða um 102,6%. Sala japönsku bílaframleiðendanna Honda og Mazda jókst mikið, eða um 33,5% hjá Honda og 27,7% hjá Mazda. Þar á eftir komu svo Jeep (22,7%), Lexus (18,3%), Fiat (17,6%), Mercedes Benz (15,4%), Renault (14,4%), Kia (14,8%) og Land Rover (14,5%). Bílasala í Evrópu hefur nú vaxið 34 mánuði í röð, en vöxturinn í júní nam 6,5%, en það var minnsti vöxturinn í sölu frá því í mars síðastliðnum. Í stærsta bílasölulandi Evrópu, Þýskalandi, jókst salan um 8%, en vöxturinn á Ítalíu var þó meiri, eða 12% og 11% á Spáni. Sala bíla í Bretlandi féll í júní og hefur það aðeins gerst í einum mánuði áður síðastliðin 4 ár. Er þetta í fyrsta sinn sem áhrif Brexit eru sýnileg hvað bílasölu varðar. Ef bílasala í Bretlandi heldur áfram að minnka vegna áhrifa frá útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu gæti það haft talsverð áhrif á heildarbílasölu í Evrópu. Morgan Stanley bankinn, sem spáð hafði vexti í bílasölu í Evrópu á næstu árum hefur nú breytt spá sinni vegna áhrifa Brexit og gerir ráð fyrir 0,2% minni bílasölu í álfunni á næsta ári. Brexit Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent
Á fyrri helmingi ársins jókst bílasala í Evrópu um 9,1% og er það helmingi meiri vöxtur en spáð var í upphafi árs. Næstum allir bílaframleiðendur juku sölu sína á þessum fyrstu 6 mánuðum ársins, en það átti þó ekki við Nissan (-1,3%), Citroën DS (1,4%), Seat (1,9%), Mitsubishi (9,4%) og Mitsubishi (58,1%). Mestur vöxtur var hjá Jaguar sem ríflega tvöfaldaði sölu sína á tímabilinu, eða um 102,6%. Sala japönsku bílaframleiðendanna Honda og Mazda jókst mikið, eða um 33,5% hjá Honda og 27,7% hjá Mazda. Þar á eftir komu svo Jeep (22,7%), Lexus (18,3%), Fiat (17,6%), Mercedes Benz (15,4%), Renault (14,4%), Kia (14,8%) og Land Rover (14,5%). Bílasala í Evrópu hefur nú vaxið 34 mánuði í röð, en vöxturinn í júní nam 6,5%, en það var minnsti vöxturinn í sölu frá því í mars síðastliðnum. Í stærsta bílasölulandi Evrópu, Þýskalandi, jókst salan um 8%, en vöxturinn á Ítalíu var þó meiri, eða 12% og 11% á Spáni. Sala bíla í Bretlandi féll í júní og hefur það aðeins gerst í einum mánuði áður síðastliðin 4 ár. Er þetta í fyrsta sinn sem áhrif Brexit eru sýnileg hvað bílasölu varðar. Ef bílasala í Bretlandi heldur áfram að minnka vegna áhrifa frá útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu gæti það haft talsverð áhrif á heildarbílasölu í Evrópu. Morgan Stanley bankinn, sem spáð hafði vexti í bílasölu í Evrópu á næstu árum hefur nú breytt spá sinni vegna áhrifa Brexit og gerir ráð fyrir 0,2% minni bílasölu í álfunni á næsta ári.
Brexit Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent