Ég þekki hvert strá á vellinum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. ágúst 2016 06:00 Umhyggja fékk eina milljón króna í ár. mynd/haukur óskarsson Einvígið á Nesinu, árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL Express, fór fram á Nesvellinum í gær. Þetta var í 20. sinn sem mótið er haldið. Líkt og á fyrsta mótinu 1997 var leikið í þágu Umhyggju, félags sem vinnur að bættum hag langveikra barna. Að mótinu loknu afhenti Atli Einarsson, framkvæmdastjóri DHL á Íslandi, Hákoni Hákonarsyni frá Umhyggju ávísun upp á eina milljón króna. Tíu af bestu kylfingum landsins var boðið að taka þátt. Eins og venjulega var byrjað á níu holu höggleik um morguninn. Eftir hádegið hófst svo Einvígið sjálft þar sem einn keppandi datt út á hverri holu þar til tveir stóðu eftir. Að þessu sinni stóðu þeir Aron Snær Júlíusson, sigurvegarinn frá því í fyrra, og heimamaðurinn Oddur Óli Jónasson síðastir eftir. Það fór svo að lokum að Oddur hafði betur eftir bráðabana og fagnaði því sigri í frumraun sinni á mótinu en hann öðlaðist þátttökurétt með því að vera klúbbmeistari Nesklúbbsins 2016. „Þetta gekk mjög vel. Ég spilaði höggleikinn um morguninn mjög vel og svo hélt ég áfram að gera það sama eftir hádegi. Þetta gekk vonum framar. Ég bjóst kannski ekki við því sigra, ég ætlaði bara taka eina holu fyrir í einu,“ sagði Oddur í samtali við Fréttablaðið í gær. Þessi 29 ára kylfingur þekkir Nesvöllinn betur en flestir og hann segir það hafa hjálpað til. „Ég þekki þennan völl eins og handarbakið á mér. Ég er búinn að vera í Nesklúbbnum síðan 1999 og var vallarstarfsmaður í átta ár. Það má því segja að ég þekki hvert strá á vellinum. Það hjálpaði til að þekkja völlinn betur en þeir sem ég spilaði á móti,“ sagði Oddur sem hefur verið lengi að þótt hann sé ekki þekktasta nafnið í bransanum. „Ég er búinn að spila golf síðan ég var krakki. Ég spilaði á unglingamótaröðinni og á Eimskipsmótaröðinni í mörg ár en hef lítið spilað undanfarin tvö ár vegna vinnu og annarra anna,“ sagði Oddur sem starfar sem flugþjónn auk þess sem hann leggur stund á flugnám. Oddur hrósaði hinum efnilega Aroni Snæ en þeir áttust við á lokaholunni eins og áður sagði. „Hann spilaði frábærlega í dag [í gær]. Hann gerði það sama í fyrra og ég gerði í ár, að vinna í fyrsta sinn sem hann tók þátt. Það virðist sem maður þurfi að passa sig á þeim sem taka þátt í fyrsta sinn á næsta ári. Það er ljóst,“ sagði Oddur í léttum dúr að lokum. Golf Tengdar fréttir Oddur Óli vann Einvígið á Nesinu Einvígið á Nesinu, árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL Express, fór fram á Nesvellinum í dag. Að venju var tíu af okkar bestu kylfingum var boðið til leiks. 1. ágúst 2016 18:02 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira
Einvígið á Nesinu, árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL Express, fór fram á Nesvellinum í gær. Þetta var í 20. sinn sem mótið er haldið. Líkt og á fyrsta mótinu 1997 var leikið í þágu Umhyggju, félags sem vinnur að bættum hag langveikra barna. Að mótinu loknu afhenti Atli Einarsson, framkvæmdastjóri DHL á Íslandi, Hákoni Hákonarsyni frá Umhyggju ávísun upp á eina milljón króna. Tíu af bestu kylfingum landsins var boðið að taka þátt. Eins og venjulega var byrjað á níu holu höggleik um morguninn. Eftir hádegið hófst svo Einvígið sjálft þar sem einn keppandi datt út á hverri holu þar til tveir stóðu eftir. Að þessu sinni stóðu þeir Aron Snær Júlíusson, sigurvegarinn frá því í fyrra, og heimamaðurinn Oddur Óli Jónasson síðastir eftir. Það fór svo að lokum að Oddur hafði betur eftir bráðabana og fagnaði því sigri í frumraun sinni á mótinu en hann öðlaðist þátttökurétt með því að vera klúbbmeistari Nesklúbbsins 2016. „Þetta gekk mjög vel. Ég spilaði höggleikinn um morguninn mjög vel og svo hélt ég áfram að gera það sama eftir hádegi. Þetta gekk vonum framar. Ég bjóst kannski ekki við því sigra, ég ætlaði bara taka eina holu fyrir í einu,“ sagði Oddur í samtali við Fréttablaðið í gær. Þessi 29 ára kylfingur þekkir Nesvöllinn betur en flestir og hann segir það hafa hjálpað til. „Ég þekki þennan völl eins og handarbakið á mér. Ég er búinn að vera í Nesklúbbnum síðan 1999 og var vallarstarfsmaður í átta ár. Það má því segja að ég þekki hvert strá á vellinum. Það hjálpaði til að þekkja völlinn betur en þeir sem ég spilaði á móti,“ sagði Oddur sem hefur verið lengi að þótt hann sé ekki þekktasta nafnið í bransanum. „Ég er búinn að spila golf síðan ég var krakki. Ég spilaði á unglingamótaröðinni og á Eimskipsmótaröðinni í mörg ár en hef lítið spilað undanfarin tvö ár vegna vinnu og annarra anna,“ sagði Oddur sem starfar sem flugþjónn auk þess sem hann leggur stund á flugnám. Oddur hrósaði hinum efnilega Aroni Snæ en þeir áttust við á lokaholunni eins og áður sagði. „Hann spilaði frábærlega í dag [í gær]. Hann gerði það sama í fyrra og ég gerði í ár, að vinna í fyrsta sinn sem hann tók þátt. Það virðist sem maður þurfi að passa sig á þeim sem taka þátt í fyrsta sinn á næsta ári. Það er ljóst,“ sagði Oddur í léttum dúr að lokum.
Golf Tengdar fréttir Oddur Óli vann Einvígið á Nesinu Einvígið á Nesinu, árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL Express, fór fram á Nesvellinum í dag. Að venju var tíu af okkar bestu kylfingum var boðið til leiks. 1. ágúst 2016 18:02 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira
Oddur Óli vann Einvígið á Nesinu Einvígið á Nesinu, árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL Express, fór fram á Nesvellinum í dag. Að venju var tíu af okkar bestu kylfingum var boðið til leiks. 1. ágúst 2016 18:02