Selfoss og Keflavík gerðu markalaust jafntefli í Inkasso-deildinni í knattspyrnu í kvöld en leikurinn fór fram á Selfossi.
Á 23. mínútu leiksins fengu Keflvíkingar vítaspyrnu en Sigurbergur Elísson misnotaði spyrnuna og því var staðan 0-0 í hálfleik.
Liðunum gekk mjög erfilega að skora í kvöld og vildi boltinn bara ekki fara inn í netið. Niðurstaðan varð á endanum markalaust jafntefli.
Keflavík sem fyrr í fimmta sæti deildarinnar með 22 stig og Selfyssingar í því sjötta með 17 stig. Þetta er sjöunda jafnteflið sem Keflavík gerir í Inkasso-deildinni í sumar og eru þeir jafntefliskóngarnir í deildinni.
Selfoss og Keflavík gerðu markalaust jafntefli | Sigurbergur klúðraði víti
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið


„Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“
Körfubolti





Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion
Enski boltinn

Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik
Íslenski boltinn

