Innsetningarræða Guðna Th.: Ég á margt eftir ólært og mér gæti orðið á Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. ágúst 2016 17:12 Ný forsetahjón á svölum þinghússins. vísir/eyþór Guðni Th. Jóhannesson hefur undirritað drengskaparheit að íslensku stjórnarskránni og er nýr forseti Íslands. Guðni var settur inn í embættið nú fyrir skemmstu. „Góðir Íslendingar. Á þessari stundu er mér efst í huga þakklæti fyrir það traust sem mér hefur verið sýnt að taka við embætti forseta Íslands,“ sagði Guðni þegar hann ávarpaði gesti athafnarinnar sem og landsmenn alla. Hann sagði að hann ætti margt eftir ólært og að honum gæti orðið á en hann hygðist taka við leiðsögn frá fólkinu í landinu og forvera hans í embætti, þeim Ólafi Ragnari Grímssyni og Vigdísi Finnbogadóttur. Margt meiri einnig læra af sögu Sveins Björnssonar, Ásgeirs Ásgeirssonar og Kristjáns Eldjárn. „Forsetinn ræður sjaldan úrslitum einn síns liðs og ég tel að hann eigi að standa utan sviðs stjórnmálanna. Hann á að vera óháður flokkum og fylkingum,“ sagði hinn nýi forseti. Hann sagði hins vegar að hann myndi vekja máls á því sem honum býr í brjósti, því sem vel er gert en einnig því sem betur má fara.Guðni Th. í pontu eftir að hann fékk kjörbréf sitt afhent.vísir/eyþór„Guð hjálpar þeim sem hjálpast að“ Forsetinn sagði að Ísland væri gott og friðsælt land og þar nytum við góðs af því sem eldri kynslóðir hafa gert. Hins vegar mætti margt fara betur. Fólk ætti ekki að líða skort, allir ættu að eiga aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag og enn væri ekki í land komið í jafnréttisbaráttunni. „Mér stendur nærri að nefna menntakerfið. Innan þess eiga allir að geta fundið sér farveg og nám við hæfi án þess að fjárhagur hamli för.“ Í ræðu sinni vitnaði Guðni í nokkur skáld. Þeirra á meðal má nefna Gerði Kristný, Jónas Hallgrímsson, Snorra Hjartarson og Spilverk þjóðanna. Guðni vitnaði í síðastnefnda flokkinn þegar hann sagði að þeir hefðu rangt fyrir sér með að „Guð hjálpaði þeim sem hjálpuðu sér sjálfir“. Hið rétta væri að Guð hjálpaði þeim sem hjálpuðust að. Guðni vék einnig orðum að stjórnarskránni. Sagði hann að stjórnmálamenn settu lögin. „Geti þingið ekki svarað ákalli landsmanna og yfirlýstum vilja flokka um endurbætur stjórnarskrárinnar er úr vöndu að ráða. Minni ég þar á gildi áfangasigra og málamiðlana.“ Tryggja þyrfti framgang íslenskunnar á tækniöld en þó þyrfti einnig að tryggja að Ísland myndi ekki einangrast. Við yrðum að geta tjáð okkur á öðrum tungumálum einnig. Pössum upp á fjölmenninguna „Gamlir siðir hverfa og nýir taka við. Ekki eru mörg ár síðan landbúnaður og sjómennska voru helstu atvinnuvegir okkar. Íslendingar voru hvítir á hörund, kristnir, höfðu íslensku að móðurmáli og báru íslenskt nafn. Við vorum flest steypt í sama mót og við vorum einsleit þjóð,“ sagði Guðni. Hann vék einnig orðum að sögunni og hvernig oft væri máluð einsleit mynd af henni. Hér hefði allt verið í blóma á þjóðveldisöld og ekki hefði birt til fyrr en með sjálfstæðisbaráttunni. „Við gleymum stundum hve saga okkar er margslungin. Gleymum ekki fjölmenningu landnámsaldar og þeim nánu tengslum við útlönd sem lögðu meðal annars grunn að afrekum á sviði bókmennta,“ sagði Guðni. Hann benti á að nú játuðu Íslendingar ólík trúarbrögð, værum ólík á hörund og hér byggju þúsundir sem töluðu litla sem enga íslensku, bæru útlensk nöfn en létu samt gott af sér leiða. „Sveinn Björnsson sagði við innsetningu sína, þann 17. júní 1944, að starf hans fælist framar öllu í heil og hag íslenskrar þjóðar. Ég mun leitast við að læra að þroskar og þjóna allri þjóðinni. Ég endurtek ósk mína um fjölbreytni og frelsi, samhjálp og jafnrétti, virðingu við lög og rétt. Stöndum saman um þessi grunngildi góðs samfélags,“ sagði hann í niðurlagi ræðu sinnar. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Hátíðleg stund í þinghúsinu Guðni Th. Jóhannesson tekur við embætti forseta Íslands í dag. 1. ágúst 2016 16:01 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson hefur undirritað drengskaparheit að íslensku stjórnarskránni og er nýr forseti Íslands. Guðni var settur inn í embættið nú fyrir skemmstu. „Góðir Íslendingar. Á þessari stundu er mér efst í huga þakklæti fyrir það traust sem mér hefur verið sýnt að taka við embætti forseta Íslands,“ sagði Guðni þegar hann ávarpaði gesti athafnarinnar sem og landsmenn alla. Hann sagði að hann ætti margt eftir ólært og að honum gæti orðið á en hann hygðist taka við leiðsögn frá fólkinu í landinu og forvera hans í embætti, þeim Ólafi Ragnari Grímssyni og Vigdísi Finnbogadóttur. Margt meiri einnig læra af sögu Sveins Björnssonar, Ásgeirs Ásgeirssonar og Kristjáns Eldjárn. „Forsetinn ræður sjaldan úrslitum einn síns liðs og ég tel að hann eigi að standa utan sviðs stjórnmálanna. Hann á að vera óháður flokkum og fylkingum,“ sagði hinn nýi forseti. Hann sagði hins vegar að hann myndi vekja máls á því sem honum býr í brjósti, því sem vel er gert en einnig því sem betur má fara.Guðni Th. í pontu eftir að hann fékk kjörbréf sitt afhent.vísir/eyþór„Guð hjálpar þeim sem hjálpast að“ Forsetinn sagði að Ísland væri gott og friðsælt land og þar nytum við góðs af því sem eldri kynslóðir hafa gert. Hins vegar mætti margt fara betur. Fólk ætti ekki að líða skort, allir ættu að eiga aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag og enn væri ekki í land komið í jafnréttisbaráttunni. „Mér stendur nærri að nefna menntakerfið. Innan þess eiga allir að geta fundið sér farveg og nám við hæfi án þess að fjárhagur hamli för.“ Í ræðu sinni vitnaði Guðni í nokkur skáld. Þeirra á meðal má nefna Gerði Kristný, Jónas Hallgrímsson, Snorra Hjartarson og Spilverk þjóðanna. Guðni vitnaði í síðastnefnda flokkinn þegar hann sagði að þeir hefðu rangt fyrir sér með að „Guð hjálpaði þeim sem hjálpuðu sér sjálfir“. Hið rétta væri að Guð hjálpaði þeim sem hjálpuðust að. Guðni vék einnig orðum að stjórnarskránni. Sagði hann að stjórnmálamenn settu lögin. „Geti þingið ekki svarað ákalli landsmanna og yfirlýstum vilja flokka um endurbætur stjórnarskrárinnar er úr vöndu að ráða. Minni ég þar á gildi áfangasigra og málamiðlana.“ Tryggja þyrfti framgang íslenskunnar á tækniöld en þó þyrfti einnig að tryggja að Ísland myndi ekki einangrast. Við yrðum að geta tjáð okkur á öðrum tungumálum einnig. Pössum upp á fjölmenninguna „Gamlir siðir hverfa og nýir taka við. Ekki eru mörg ár síðan landbúnaður og sjómennska voru helstu atvinnuvegir okkar. Íslendingar voru hvítir á hörund, kristnir, höfðu íslensku að móðurmáli og báru íslenskt nafn. Við vorum flest steypt í sama mót og við vorum einsleit þjóð,“ sagði Guðni. Hann vék einnig orðum að sögunni og hvernig oft væri máluð einsleit mynd af henni. Hér hefði allt verið í blóma á þjóðveldisöld og ekki hefði birt til fyrr en með sjálfstæðisbaráttunni. „Við gleymum stundum hve saga okkar er margslungin. Gleymum ekki fjölmenningu landnámsaldar og þeim nánu tengslum við útlönd sem lögðu meðal annars grunn að afrekum á sviði bókmennta,“ sagði Guðni. Hann benti á að nú játuðu Íslendingar ólík trúarbrögð, værum ólík á hörund og hér byggju þúsundir sem töluðu litla sem enga íslensku, bæru útlensk nöfn en létu samt gott af sér leiða. „Sveinn Björnsson sagði við innsetningu sína, þann 17. júní 1944, að starf hans fælist framar öllu í heil og hag íslenskrar þjóðar. Ég mun leitast við að læra að þroskar og þjóna allri þjóðinni. Ég endurtek ósk mína um fjölbreytni og frelsi, samhjálp og jafnrétti, virðingu við lög og rétt. Stöndum saman um þessi grunngildi góðs samfélags,“ sagði hann í niðurlagi ræðu sinnar.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Hátíðleg stund í þinghúsinu Guðni Th. Jóhannesson tekur við embætti forseta Íslands í dag. 1. ágúst 2016 16:01 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Hátíðleg stund í þinghúsinu Guðni Th. Jóhannesson tekur við embætti forseta Íslands í dag. 1. ágúst 2016 16:01