Innsetningarræða Guðna Th.: Ég á margt eftir ólært og mér gæti orðið á Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. ágúst 2016 17:12 Ný forsetahjón á svölum þinghússins. vísir/eyþór Guðni Th. Jóhannesson hefur undirritað drengskaparheit að íslensku stjórnarskránni og er nýr forseti Íslands. Guðni var settur inn í embættið nú fyrir skemmstu. „Góðir Íslendingar. Á þessari stundu er mér efst í huga þakklæti fyrir það traust sem mér hefur verið sýnt að taka við embætti forseta Íslands,“ sagði Guðni þegar hann ávarpaði gesti athafnarinnar sem og landsmenn alla. Hann sagði að hann ætti margt eftir ólært og að honum gæti orðið á en hann hygðist taka við leiðsögn frá fólkinu í landinu og forvera hans í embætti, þeim Ólafi Ragnari Grímssyni og Vigdísi Finnbogadóttur. Margt meiri einnig læra af sögu Sveins Björnssonar, Ásgeirs Ásgeirssonar og Kristjáns Eldjárn. „Forsetinn ræður sjaldan úrslitum einn síns liðs og ég tel að hann eigi að standa utan sviðs stjórnmálanna. Hann á að vera óháður flokkum og fylkingum,“ sagði hinn nýi forseti. Hann sagði hins vegar að hann myndi vekja máls á því sem honum býr í brjósti, því sem vel er gert en einnig því sem betur má fara.Guðni Th. í pontu eftir að hann fékk kjörbréf sitt afhent.vísir/eyþór„Guð hjálpar þeim sem hjálpast að“ Forsetinn sagði að Ísland væri gott og friðsælt land og þar nytum við góðs af því sem eldri kynslóðir hafa gert. Hins vegar mætti margt fara betur. Fólk ætti ekki að líða skort, allir ættu að eiga aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag og enn væri ekki í land komið í jafnréttisbaráttunni. „Mér stendur nærri að nefna menntakerfið. Innan þess eiga allir að geta fundið sér farveg og nám við hæfi án þess að fjárhagur hamli för.“ Í ræðu sinni vitnaði Guðni í nokkur skáld. Þeirra á meðal má nefna Gerði Kristný, Jónas Hallgrímsson, Snorra Hjartarson og Spilverk þjóðanna. Guðni vitnaði í síðastnefnda flokkinn þegar hann sagði að þeir hefðu rangt fyrir sér með að „Guð hjálpaði þeim sem hjálpuðu sér sjálfir“. Hið rétta væri að Guð hjálpaði þeim sem hjálpuðust að. Guðni vék einnig orðum að stjórnarskránni. Sagði hann að stjórnmálamenn settu lögin. „Geti þingið ekki svarað ákalli landsmanna og yfirlýstum vilja flokka um endurbætur stjórnarskrárinnar er úr vöndu að ráða. Minni ég þar á gildi áfangasigra og málamiðlana.“ Tryggja þyrfti framgang íslenskunnar á tækniöld en þó þyrfti einnig að tryggja að Ísland myndi ekki einangrast. Við yrðum að geta tjáð okkur á öðrum tungumálum einnig. Pössum upp á fjölmenninguna „Gamlir siðir hverfa og nýir taka við. Ekki eru mörg ár síðan landbúnaður og sjómennska voru helstu atvinnuvegir okkar. Íslendingar voru hvítir á hörund, kristnir, höfðu íslensku að móðurmáli og báru íslenskt nafn. Við vorum flest steypt í sama mót og við vorum einsleit þjóð,“ sagði Guðni. Hann vék einnig orðum að sögunni og hvernig oft væri máluð einsleit mynd af henni. Hér hefði allt verið í blóma á þjóðveldisöld og ekki hefði birt til fyrr en með sjálfstæðisbaráttunni. „Við gleymum stundum hve saga okkar er margslungin. Gleymum ekki fjölmenningu landnámsaldar og þeim nánu tengslum við útlönd sem lögðu meðal annars grunn að afrekum á sviði bókmennta,“ sagði Guðni. Hann benti á að nú játuðu Íslendingar ólík trúarbrögð, værum ólík á hörund og hér byggju þúsundir sem töluðu litla sem enga íslensku, bæru útlensk nöfn en létu samt gott af sér leiða. „Sveinn Björnsson sagði við innsetningu sína, þann 17. júní 1944, að starf hans fælist framar öllu í heil og hag íslenskrar þjóðar. Ég mun leitast við að læra að þroskar og þjóna allri þjóðinni. Ég endurtek ósk mína um fjölbreytni og frelsi, samhjálp og jafnrétti, virðingu við lög og rétt. Stöndum saman um þessi grunngildi góðs samfélags,“ sagði hann í niðurlagi ræðu sinnar. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Hátíðleg stund í þinghúsinu Guðni Th. Jóhannesson tekur við embætti forseta Íslands í dag. 1. ágúst 2016 16:01 Mest lesið Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Öruggt að hann væri ekki á lífi væri flugvöllurinn annars staðar Innlent Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Innlent Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Innlent Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Innlent Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði Innlent Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Innlent Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ Innlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Fleiri fréttir Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Öruggt að hann væri ekki á lífi væri flugvöllurinn annars staðar Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Kennarar funda með sáttasemjara á morgun Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ „Kryddpíur“ með gæsahúð, krefjandi lending og hraðstefnumót Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Dómur Félagsdóms hafi engin áhrif á framhaldsskóladeiluna „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ „Kryddpíur“ í formlegt samtal Sé Alfreð sakhæfur eigi að horfa til tuttugu ára eða ævilangs fangelsis Viðhaldsskuld upp á 680 milljarða króna Ráðherra braut ekki lög Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Framhaldsskólakennarar funda hjá sáttasemjara Bjóða Birki Jón velkominn til starfa Fundað um launakjör í Karphúsi og meirihlutamyndun í borginni Hættustig á Vesturlandi vegna bikblæðinga „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson hefur undirritað drengskaparheit að íslensku stjórnarskránni og er nýr forseti Íslands. Guðni var settur inn í embættið nú fyrir skemmstu. „Góðir Íslendingar. Á þessari stundu er mér efst í huga þakklæti fyrir það traust sem mér hefur verið sýnt að taka við embætti forseta Íslands,“ sagði Guðni þegar hann ávarpaði gesti athafnarinnar sem og landsmenn alla. Hann sagði að hann ætti margt eftir ólært og að honum gæti orðið á en hann hygðist taka við leiðsögn frá fólkinu í landinu og forvera hans í embætti, þeim Ólafi Ragnari Grímssyni og Vigdísi Finnbogadóttur. Margt meiri einnig læra af sögu Sveins Björnssonar, Ásgeirs Ásgeirssonar og Kristjáns Eldjárn. „Forsetinn ræður sjaldan úrslitum einn síns liðs og ég tel að hann eigi að standa utan sviðs stjórnmálanna. Hann á að vera óháður flokkum og fylkingum,“ sagði hinn nýi forseti. Hann sagði hins vegar að hann myndi vekja máls á því sem honum býr í brjósti, því sem vel er gert en einnig því sem betur má fara.Guðni Th. í pontu eftir að hann fékk kjörbréf sitt afhent.vísir/eyþór„Guð hjálpar þeim sem hjálpast að“ Forsetinn sagði að Ísland væri gott og friðsælt land og þar nytum við góðs af því sem eldri kynslóðir hafa gert. Hins vegar mætti margt fara betur. Fólk ætti ekki að líða skort, allir ættu að eiga aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag og enn væri ekki í land komið í jafnréttisbaráttunni. „Mér stendur nærri að nefna menntakerfið. Innan þess eiga allir að geta fundið sér farveg og nám við hæfi án þess að fjárhagur hamli för.“ Í ræðu sinni vitnaði Guðni í nokkur skáld. Þeirra á meðal má nefna Gerði Kristný, Jónas Hallgrímsson, Snorra Hjartarson og Spilverk þjóðanna. Guðni vitnaði í síðastnefnda flokkinn þegar hann sagði að þeir hefðu rangt fyrir sér með að „Guð hjálpaði þeim sem hjálpuðu sér sjálfir“. Hið rétta væri að Guð hjálpaði þeim sem hjálpuðust að. Guðni vék einnig orðum að stjórnarskránni. Sagði hann að stjórnmálamenn settu lögin. „Geti þingið ekki svarað ákalli landsmanna og yfirlýstum vilja flokka um endurbætur stjórnarskrárinnar er úr vöndu að ráða. Minni ég þar á gildi áfangasigra og málamiðlana.“ Tryggja þyrfti framgang íslenskunnar á tækniöld en þó þyrfti einnig að tryggja að Ísland myndi ekki einangrast. Við yrðum að geta tjáð okkur á öðrum tungumálum einnig. Pössum upp á fjölmenninguna „Gamlir siðir hverfa og nýir taka við. Ekki eru mörg ár síðan landbúnaður og sjómennska voru helstu atvinnuvegir okkar. Íslendingar voru hvítir á hörund, kristnir, höfðu íslensku að móðurmáli og báru íslenskt nafn. Við vorum flest steypt í sama mót og við vorum einsleit þjóð,“ sagði Guðni. Hann vék einnig orðum að sögunni og hvernig oft væri máluð einsleit mynd af henni. Hér hefði allt verið í blóma á þjóðveldisöld og ekki hefði birt til fyrr en með sjálfstæðisbaráttunni. „Við gleymum stundum hve saga okkar er margslungin. Gleymum ekki fjölmenningu landnámsaldar og þeim nánu tengslum við útlönd sem lögðu meðal annars grunn að afrekum á sviði bókmennta,“ sagði Guðni. Hann benti á að nú játuðu Íslendingar ólík trúarbrögð, værum ólík á hörund og hér byggju þúsundir sem töluðu litla sem enga íslensku, bæru útlensk nöfn en létu samt gott af sér leiða. „Sveinn Björnsson sagði við innsetningu sína, þann 17. júní 1944, að starf hans fælist framar öllu í heil og hag íslenskrar þjóðar. Ég mun leitast við að læra að þroskar og þjóna allri þjóðinni. Ég endurtek ósk mína um fjölbreytni og frelsi, samhjálp og jafnrétti, virðingu við lög og rétt. Stöndum saman um þessi grunngildi góðs samfélags,“ sagði hann í niðurlagi ræðu sinnar.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Hátíðleg stund í þinghúsinu Guðni Th. Jóhannesson tekur við embætti forseta Íslands í dag. 1. ágúst 2016 16:01 Mest lesið Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Öruggt að hann væri ekki á lífi væri flugvöllurinn annars staðar Innlent Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Innlent Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Innlent Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Innlent Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði Innlent Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Innlent Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ Innlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Fleiri fréttir Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Öruggt að hann væri ekki á lífi væri flugvöllurinn annars staðar Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Kennarar funda með sáttasemjara á morgun Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ „Kryddpíur“ með gæsahúð, krefjandi lending og hraðstefnumót Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Dómur Félagsdóms hafi engin áhrif á framhaldsskóladeiluna „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ „Kryddpíur“ í formlegt samtal Sé Alfreð sakhæfur eigi að horfa til tuttugu ára eða ævilangs fangelsis Viðhaldsskuld upp á 680 milljarða króna Ráðherra braut ekki lög Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Framhaldsskólakennarar funda hjá sáttasemjara Bjóða Birki Jón velkominn til starfa Fundað um launakjör í Karphúsi og meirihlutamyndun í borginni Hættustig á Vesturlandi vegna bikblæðinga „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Sjá meira
Hátíðleg stund í þinghúsinu Guðni Th. Jóhannesson tekur við embætti forseta Íslands í dag. 1. ágúst 2016 16:01