Guðni Th. Jóhannesson tekur við embætti forseta Íslands síðar í dag. Ólafur Ragnar Grímsson lét af embætti forseta á miðnætti en síðan þá hafa handhafar forsetaevalds farið með valdið.
Helgistund í dómkirkjunni lauk nú rétt í þessu og gengu ný forsetahjón, handhafar forsetavalds, Hæstaréttardómarar, þingmenn auk gesta sem Guðni valdi, fylktu liði yfir í Alþingishúsið. Það styttist því í að kjörbréf Guðna verði gefið út og að hann vinni drengskaparheit að stjórnarskránni.
Mannfjöldi er samankominn á Austurvelli til að hylla ný forsetahjón. Athöfnin er látlausari nú en oft áður en það var gert að ósk nýs forseta.
Hátíðleg stund í þinghúsinu

Tengdar fréttir

Verðandi forseti flaggaði í heila í tilefni dagsins
Guðni Th. Jóhannesson verður settur inn í embætti forseta Íslands í dag.


Almenningur er boðinn velkominn á Austurvöll við embættistöku nýs forseta
Guðni Th. Jóhannesson tekur við embætti forseta Íslands á mánudag.