Þýska kvennalandsliðið í fótbolta tryggði sér nú rétt í þessu sín fyrstu gullverðlaun á Ólympíuleikum eftir 2-1 sigur á Svíþjóð í úrslitaleik á Maracana-vellinum í Ríó.
Eftir misjafna leiki í riðlakeppninni vann þýska liðið alla þrjá leiki sína í útsláttarkeppninni og fékk aðeins á sig eitt mark.
Staðan var markalaus í hálfleik en Dzsenifer Marozsan kom þýska liðinu yfir eftir þriggja mínútna leik í seinni hálfleik.
Á 62. mínútu varð Linda Sembrant svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark og Þýskaland komið í 2-0.
Stina Blackstenius minnkaði muninn í 2-1 fimm mínútum síðar en nær komust Svíar ekki, þrátt fyrir heiðarlegar tilraunir.
Þjóðverjar Ólympíumeistarar í fyrsta sinn
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn

„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn


„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn

Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn

„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti


