Usain Bolt fagnaði gullinu með því að syngja með í Bob Marley lagi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2016 01:51 Usain Bolt fagnar sigri. Vísir/Getty Jamaíkamaðurinn Usain Bolt vann 200 metra hlaup karla á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt en þetta eru þriðju Ólympíuleikarnir í röð þar sem hann tekur gullið í þessari grein. Usain Bolt kom í mark á 19,78 sekúndum en hann talaði um það eftir undanúrslitin í gær að hann ætlaði að reyna að bæta heimsmetið sitt frá því á HM í Berlín 2009. Bolt var reyndar langt frá heimsmeti sínu (19.19 sekúndur 2009) og Ólympíumeti (19.30 sekúndur 2008) en sigur hans var öruggur. Hann var ekki alveg sáttur eftir hlaupið því hann ætlaði sér meira en gleymdi þeirri reiði fljótt. Þetta voru önnur gullverðlaun Usain Bolt á Ólympíuleikunum í Ríó og áttundu gullverðlaun hans á Ólympíuleikum. Eins og þegar hann vann 100 metra hlaupið á dögunum á þriðju leikunum í röð varð Bolt í nótt fyrsti maðurinn í sögunni til að vinna 200 metra hlaupið á þremur Ólympíuleikum í röð. Skemmtikrafturinn Usain Bolt kom að sjálfsögðu fram í sigurvímunni þar sem hann söng meðal annars undir með lagi Bob Marley með jamaíska fánann í annarri og þann brasilíska í hinni. Usain Bolt og Bob Marley eru án efa frægustu Jamaíkamennirnir í sögunni og þetta átti því vel við. Nú er bara að klára dæmið í boðhlaupinu og vinna þrjú gullverðlaun á þriðju leikunum í röð. Kanadamaðurinn Andre De Grasse, sem reyndi að vinna Bolt þegar Jamaíkamaðurinn slakaði á í lokin á undanúrslitahlaupinu í gær, varð annar í hlaupinu á 20,02 sekúndum. Frakkinn Christophe Lemaitre fékk síðan bronsið þrátt fyrir að koma á sama tíma í mark og Adam Gemili frá Bretland en þeir hlupu báðir á 20,12 sekúndum. Christophe Lemaitre var sjónarmun á undan.Öruggur sigur.Vísir/GettyUsain Bolt var smá svekktur að slá ekki metið.Vísir/GettyVísir/Getty Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Brassi tekur við af Billups Körfubolti Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sjá meira
Jamaíkamaðurinn Usain Bolt vann 200 metra hlaup karla á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt en þetta eru þriðju Ólympíuleikarnir í röð þar sem hann tekur gullið í þessari grein. Usain Bolt kom í mark á 19,78 sekúndum en hann talaði um það eftir undanúrslitin í gær að hann ætlaði að reyna að bæta heimsmetið sitt frá því á HM í Berlín 2009. Bolt var reyndar langt frá heimsmeti sínu (19.19 sekúndur 2009) og Ólympíumeti (19.30 sekúndur 2008) en sigur hans var öruggur. Hann var ekki alveg sáttur eftir hlaupið því hann ætlaði sér meira en gleymdi þeirri reiði fljótt. Þetta voru önnur gullverðlaun Usain Bolt á Ólympíuleikunum í Ríó og áttundu gullverðlaun hans á Ólympíuleikum. Eins og þegar hann vann 100 metra hlaupið á dögunum á þriðju leikunum í röð varð Bolt í nótt fyrsti maðurinn í sögunni til að vinna 200 metra hlaupið á þremur Ólympíuleikum í röð. Skemmtikrafturinn Usain Bolt kom að sjálfsögðu fram í sigurvímunni þar sem hann söng meðal annars undir með lagi Bob Marley með jamaíska fánann í annarri og þann brasilíska í hinni. Usain Bolt og Bob Marley eru án efa frægustu Jamaíkamennirnir í sögunni og þetta átti því vel við. Nú er bara að klára dæmið í boðhlaupinu og vinna þrjú gullverðlaun á þriðju leikunum í röð. Kanadamaðurinn Andre De Grasse, sem reyndi að vinna Bolt þegar Jamaíkamaðurinn slakaði á í lokin á undanúrslitahlaupinu í gær, varð annar í hlaupinu á 20,02 sekúndum. Frakkinn Christophe Lemaitre fékk síðan bronsið þrátt fyrir að koma á sama tíma í mark og Adam Gemili frá Bretland en þeir hlupu báðir á 20,12 sekúndum. Christophe Lemaitre var sjónarmun á undan.Öruggur sigur.Vísir/GettyUsain Bolt var smá svekktur að slá ekki metið.Vísir/GettyVísir/Getty
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Brassi tekur við af Billups Körfubolti Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sjá meira