Sækist eftir 1. sæti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi Birta Svavarsdóttir skrifar 18. ágúst 2016 15:05 Guðjón Brjánsson, forstjóri HVE og íbúi á Akranesi, mun sækjast eftir 1. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Guðjóni. Guðjón er fæddur á Akureyri 1955 og lauk þar stúdentsprófi. Þá stundaði hann nám í félagsráðgjöf í Noregi, stjórnunarnám í Bandaríkjunum og lauk svo meistaragráðu í lýðheilsufræðum frá Heilsuháskólanum í Gautaborg 2014. Guðjón hefur starfað í félags- og heilbrigðisþjónustu frá árinu 1979 sem forstöðumaður í öldrunarþjónustu, félagsmálastjóri á Ísafirði og forstjóri Heilbrigðisstofnunarinnar í Ísafjarðarbæ og Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, sem er núverandi starf hans. Þá hefur hann verið virkur þátttakandi í félagsstarfi sem tengist heilbrigðis- og velferðarmálum, meðal annars þeim sem tengjast stjórnmálastarfi. Guðjón sat í stjórn Alþýðuflokksfélagsins á Ísafirði á sinni tíð og skipaði 4. sæti á lista Alþýðuflokksins í Vestfjarðakjördæmi til Alþingiskosninga árið 1995. Um þessar mundir er hann formaður félags forstöðumanna sjúkrahúsa á Íslandi, varaformaður Alzheimersamtakanna, og situr í stjórn Félags forstöðumanna ríkisstofnana, Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands og Norræna félagsins á Akranesi. Í tilkynningu sinni segir Guðjón að „við blasi ákall um grundvallarbreytingar í samfélaginu og skiptingu gæða, hvort sem litið er til atvinnuhátta, heilbrigðismála, málefna ungs fólks og menntamála, málefna aldraðra og öryrkja, fjölmargra annarra samfélagsverkefna og ekki síst málefna landsbyggðar sem er mitt stóra hugðarefni.“ Að lokum segist hann munu leggja sitt af mörkum „til að breyta orðræðunni, efla samtalið, vekja áhuga ungs fólks á samfélagsmálum og laða það til aukinnar þátttöku í umræðu um stjórnun landsins með fordómalausum, jákvæðum og glaðværum hætti. Ég mun leggja áherslu á að venjulegt fólk, jafnaðarmenn hvar sem þeir standa í samfélagsstiganum geti fundið sér ákjósanlegan farveg undir okkar merkjum.“ Prófkjörið fer fram 8. – 10. september næstkomandi. Kosningar 2016 X16 Norðvestur Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Situr fastur í vaxtasúpu og býst við bílskúrssmíði fyrir börnin Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent Fleiri fréttir Situr fastur í vaxtasúpu og býst við bílskúrssmíði fyrir börnin Flestum þykir ekki nóg gert en þeim fjölgar sem telja of langt gengið Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Sjá meira
Guðjón Brjánsson, forstjóri HVE og íbúi á Akranesi, mun sækjast eftir 1. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Guðjóni. Guðjón er fæddur á Akureyri 1955 og lauk þar stúdentsprófi. Þá stundaði hann nám í félagsráðgjöf í Noregi, stjórnunarnám í Bandaríkjunum og lauk svo meistaragráðu í lýðheilsufræðum frá Heilsuháskólanum í Gautaborg 2014. Guðjón hefur starfað í félags- og heilbrigðisþjónustu frá árinu 1979 sem forstöðumaður í öldrunarþjónustu, félagsmálastjóri á Ísafirði og forstjóri Heilbrigðisstofnunarinnar í Ísafjarðarbæ og Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, sem er núverandi starf hans. Þá hefur hann verið virkur þátttakandi í félagsstarfi sem tengist heilbrigðis- og velferðarmálum, meðal annars þeim sem tengjast stjórnmálastarfi. Guðjón sat í stjórn Alþýðuflokksfélagsins á Ísafirði á sinni tíð og skipaði 4. sæti á lista Alþýðuflokksins í Vestfjarðakjördæmi til Alþingiskosninga árið 1995. Um þessar mundir er hann formaður félags forstöðumanna sjúkrahúsa á Íslandi, varaformaður Alzheimersamtakanna, og situr í stjórn Félags forstöðumanna ríkisstofnana, Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands og Norræna félagsins á Akranesi. Í tilkynningu sinni segir Guðjón að „við blasi ákall um grundvallarbreytingar í samfélaginu og skiptingu gæða, hvort sem litið er til atvinnuhátta, heilbrigðismála, málefna ungs fólks og menntamála, málefna aldraðra og öryrkja, fjölmargra annarra samfélagsverkefna og ekki síst málefna landsbyggðar sem er mitt stóra hugðarefni.“ Að lokum segist hann munu leggja sitt af mörkum „til að breyta orðræðunni, efla samtalið, vekja áhuga ungs fólks á samfélagsmálum og laða það til aukinnar þátttöku í umræðu um stjórnun landsins með fordómalausum, jákvæðum og glaðværum hætti. Ég mun leggja áherslu á að venjulegt fólk, jafnaðarmenn hvar sem þeir standa í samfélagsstiganum geti fundið sér ákjósanlegan farveg undir okkar merkjum.“ Prófkjörið fer fram 8. – 10. september næstkomandi.
Kosningar 2016 X16 Norðvestur Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Situr fastur í vaxtasúpu og býst við bílskúrssmíði fyrir börnin Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent Fleiri fréttir Situr fastur í vaxtasúpu og býst við bílskúrssmíði fyrir börnin Flestum þykir ekki nóg gert en þeim fjölgar sem telja of langt gengið Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Sjá meira