West Ham gerði 1-1 jafntefli við Astra frá Rúmeníu í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld.
Slaven Bilic, knattspyrnustjóri West Ham, tefldi fram nokkuð breyttu liði frá leiknum gegn Chelsea á mánudaginn en það virtist ekki ætla að koma að sök.
Mark Noble kom Hömrunum í 0-1 með marki úr vítaspyrnu á lokamínútu fyrri hálfleiks og það mark virtist ætla að duga enska liðinu til sigurs.
En Denis Alibec var á öðru máli og hann jafnaði metin í 1-1 þegar sjö mínútur voru til leiksloka og þar við sat.
Seinni leikurinn fer fram á Ólympíuleikvanginum í London eftir viku.
Hamrarnir í ágætis málum fyrir seinni leikinn
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mest lesið

Frederik Schram fundinn
Íslenski boltinn



Alfreð reiður út í leikmenn sína
Handbolti

„Helmingurinn af liðinu var veikur“
Körfubolti


Lést á leiðinni á æfingu
Sport



Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn