Íslendingaliðin Grasshopper og Bröndby eru í erfiðum málum eftir fyrri leikina í umspili um sæti í Evrópudeildinni.
Rúnar Már Sigurjónsson var í byrjunarliði Grasshopper sem tapaði 3-0 fyrir Fenerbache á útivelli. Skagfirðingurinn fór af velli þegar sex mínútur voru til leiksloka.
Hjörtur Hermannsson kom inn á sem varamaður á 72. mínútu þegar Bröndby tapaði 3-0 fyrir Panathinaikos á útivelli.
Hjörtur kom inn á stöðunni 2-0 fyrir Panathinaikos. Danska liðið var ekki bara tveimur mörkum á þeim tímapunkti, heldur einnig tveimur mönnum færri. Grikkirnir bættu þriðja markinu við á 82. mínútu og tryggðu sér öruggan sigur.
Það gekk talsvert betur hjá Rapid Vín sem vann 0-4 útisigur á Trencin frá Slóvakíu. Arnór Ingvi Traustason sat allan tímann á bekknum hjá austurríska liðinu.
Misjafnt gengi Íslendingaliðanna
Tengdar fréttir

Hamrarnir í ágætis málum fyrir seinni leikinn
West Ham gerði 1-1 jafntefli við Astra frá Rúmeníu í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld.

Rosenborg gerði mikilvægt útivallarmark á elleftu stundu
Íslendingaliðið Rosenborg beið lægri hlut fyrir Austria Vín, 2-1, í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í dag.