Listrænar kvikmyndir sýndar í listasafni Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 18. ágúst 2016 10:00 Áslaug Guðrúnardóttir segir ekki alla átta sig á stemningunni sem myndast í Hafnarhúsi á fimmtudagskvöldum en nóg er þar að berja augum, meðal annars kvikmyndir. Vísir/Hanna Í kvöld verða sýndar í Hafnarhúsinu fimm kvikmyndir sem unnar eru með ólíkri teiknimyndatækni. Myndirnar eru sýndar sem hluti af dagskrá sem er í tengslum við sýninguna RÍKI – flóra, fána, fabúla sem nú stendur yfir í safninu. „Myndirnar sem verða sýndar í dag eru unnar með teiknimyndatækni,“ segir Áslaug Guðrúnardóttir, kynningar- og markaðsstjóri Listasafns Reykjavíkur, og bætir við að um listrænar kvikmyndir sé að ræða þar sem ekki sé alltaf hægt að finna upphaf og endi. Myndirnar eru gerðar af myndlistarmönnum og eiga þær það allar sameiginlegt að fjalla um dýra- og plönturíkið en sýningin RÍKI – flóra, fána, fabúla gengur út á flokkunarkerfið í náttúrunni. Sýningunni er ætlað að veita áhorfendum innsýn í listsköpun ólíkra listamanna með verkum frá síðustu árum og áratugum ásamt spánnýjum verkum. Sýningarstjóri hennar er Markús Þór Andrésson en hann hefur meðal annars leikstýrt kvikmyndum og sjónvarpsþáttum um myndlist. Myndirnar sem sýndar verða í kvöld eru Lumpy Diversity, Crepusculum Animation, A Black Swan eftir Gjörningaklúbbinn, Lusus Naturae og A Story of Creation eftir Siggu Björg Sigurðardóttur. Ekki er um kvikmyndir í hefðbundinni lengd að ræða en myndirnar eiga það sameiginlegt að fara um lendur ímyndunaraflsins þar sem hið ótrúlegasta líf kann að kvikna.Í Lusus Naturae er fjallað um hringrás lífsins á draumkenndan máta. Í myndinni A Story of Creation er fylgst með tilurð og örlögum einstaklings og Lump Diversity endurspeglar lokaðan og draumkenndan heim sem lýtur eigin lögmálum. Crepusculum Animation er tengd stærra verkefni leikstjórans þar sem leitað er í norræna goðafræði eftir hugmyndum sem í eina tíð lögðu grunn að mannlegri tilvist. Í mynd Gjörningaklúbbsins, A Black Swan, er sagt frá því hvernig svartur svanur verður óvænt óvelkominn gestur. Ekki er langt síðan byrjað var með dagskrá á fimmtudagskvöldum en ekki vita allir að opið er í safninu til klukkan tíu á fimmtudögum. „Það er líka komið kaffihús og þetta er orðið svolítið skemmtilegur staður svona á fimmtudagskvöldum,“ segir Áslaug. Kvikmyndasýningarnar mundu standa yfir í safninu næstu fimmtudaga en seinasti sýningardagur er þann átjánda. Sýning á kvikmyndunum hefst klukkan 20.00 og gildir aðgöngumiði á safnið. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. ágúst. Bíó og sjónvarp Matur Menning Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Í kvöld verða sýndar í Hafnarhúsinu fimm kvikmyndir sem unnar eru með ólíkri teiknimyndatækni. Myndirnar eru sýndar sem hluti af dagskrá sem er í tengslum við sýninguna RÍKI – flóra, fána, fabúla sem nú stendur yfir í safninu. „Myndirnar sem verða sýndar í dag eru unnar með teiknimyndatækni,“ segir Áslaug Guðrúnardóttir, kynningar- og markaðsstjóri Listasafns Reykjavíkur, og bætir við að um listrænar kvikmyndir sé að ræða þar sem ekki sé alltaf hægt að finna upphaf og endi. Myndirnar eru gerðar af myndlistarmönnum og eiga þær það allar sameiginlegt að fjalla um dýra- og plönturíkið en sýningin RÍKI – flóra, fána, fabúla gengur út á flokkunarkerfið í náttúrunni. Sýningunni er ætlað að veita áhorfendum innsýn í listsköpun ólíkra listamanna með verkum frá síðustu árum og áratugum ásamt spánnýjum verkum. Sýningarstjóri hennar er Markús Þór Andrésson en hann hefur meðal annars leikstýrt kvikmyndum og sjónvarpsþáttum um myndlist. Myndirnar sem sýndar verða í kvöld eru Lumpy Diversity, Crepusculum Animation, A Black Swan eftir Gjörningaklúbbinn, Lusus Naturae og A Story of Creation eftir Siggu Björg Sigurðardóttur. Ekki er um kvikmyndir í hefðbundinni lengd að ræða en myndirnar eiga það sameiginlegt að fara um lendur ímyndunaraflsins þar sem hið ótrúlegasta líf kann að kvikna.Í Lusus Naturae er fjallað um hringrás lífsins á draumkenndan máta. Í myndinni A Story of Creation er fylgst með tilurð og örlögum einstaklings og Lump Diversity endurspeglar lokaðan og draumkenndan heim sem lýtur eigin lögmálum. Crepusculum Animation er tengd stærra verkefni leikstjórans þar sem leitað er í norræna goðafræði eftir hugmyndum sem í eina tíð lögðu grunn að mannlegri tilvist. Í mynd Gjörningaklúbbsins, A Black Swan, er sagt frá því hvernig svartur svanur verður óvænt óvelkominn gestur. Ekki er langt síðan byrjað var með dagskrá á fimmtudagskvöldum en ekki vita allir að opið er í safninu til klukkan tíu á fimmtudögum. „Það er líka komið kaffihús og þetta er orðið svolítið skemmtilegur staður svona á fimmtudagskvöldum,“ segir Áslaug. Kvikmyndasýningarnar mundu standa yfir í safninu næstu fimmtudaga en seinasti sýningardagur er þann átjánda. Sýning á kvikmyndunum hefst klukkan 20.00 og gildir aðgöngumiði á safnið. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. ágúst.
Bíó og sjónvarp Matur Menning Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög