Aníta er komin með blóð á tennurnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2016 07:00 „Ég horfði spennt á næstu tvo riðla en þá sá ég bara að þær voru allar í fluggír í dag,“ sagði Aníta Hinriksdóttir eftir að hafa toppað sig á sínum fyrstu Ólympíuleikum í Ríó í gær. Aníta kláraði á nýju glæsilegu Íslandsmeti en hún hljóp í hraðasta riðlinum og átti ekki möguleika á tveimur efstu sætunum. Hún hljóp hins vegar það vel að aðeins nítján hlupu hraðar en hún í undanrásunum. „Mér finnst þetta fyrsta hlaup mitt á Ólympíuleikum hafi heppnast ágætlega,“ sagði Aníta hógvær eftir keppnina en hún mætti brosandi í viðtölin við íslensku blaðamennina og það leyndi sér ekki að hún var sátt með sitt þrátt fyrir að sitja eftir í undankeppninni.Bætti metið um 35 sekúndubrot Aníta setti gamla Íslandsmetið þegar hún var sautján ára og hafði ekki náð að hreyfa við því í rúm þrjú ár þótt hún hafi tvisvar verið nálægt því fyrr í sumar. Nú bætti hún hins vegar metið um 35 sekúndubrot. Aníta hljóp á 2:00,14 mínútum en gamla metið var 2:00,49 mínútur. Aníta komst í úrslit á Evrópumótinu fyrr í sumar en nú komu inn margir gríðarlega sterkir hlauparar. „Það bættist inn hellingur af rosa sterkum stelpum og vonandi stend ég meira í þeim í framhaldinu,“ sagði Aníta en hún viðurkennir að hún hafi ekki búist við að tíminn væri svona góður þegar hún kom í markið. „Ég var svolítið hissa á tímanum. Ég hugsa ekki alveg skýrt í hlaupum en á síðustu 180 metrunum sá ég að það væri svolítið mikið sem ég þyrfti að vinna upp. Þess vegna var ég jafnvel hissa á tímanum. Mér leið vel í þessu hlaupi en vonandi kemur bráðum hlaup þar sem maður klárar allt úr sér,“ sagði Aníta. Hún var enn inni þegar hennar riðli lauk en þá voru enn fjórir riðlar eftir.Voru allar í fluggírnum „Ég horfði spennt á næstu tvo riðla en þá sá ég bara að þær voru allar í fluggír í dag,“ sagði Aníta. Hún endaði í 2. sæti af þeim sem komust ekki áfram en af þeim hljóp aðeins hin 19 ára gamla Gudaf Tsegay frá Eþíópíu hraðar og hún átti bara eitt sekúndubrot á okkar konu. „Mér finnst eins og ég sá á leiðinni og fæ því aðeins blóð á tennurnar. Ég rosalega ánægð með Íslandsmetið,“ sagði Aníta og hún er ánægðari með árið 2016 en árið á undan. „Árið í ár hefur verið töluvert jákvæðara en árið í fyrra. Ég vil ekki vera að nota það sem afsökun en ég fékk aðeins aftan í lærið í fyrra. Svo er alltaf andi í öllum á Ólympíuári. Þetta er töluvert betra ár en það,“ segir Aníta. En hvernig var hennar fyrsta upplifun af því að keppa á Ólympíuleikum? „Þetta var mjög jákvæð upplifun fyrir mig og ég er mjög ánægð með það. Þetta var jafnvel jarðbundnara en ég hélt því að ég hélt að þetta yrði kannski svolítið yfirþyrmandi. Ég hafði heldur engu að tapa í þessu hlaupi. Ég vil auðvitað gera vel og svona en það var ekki eins mikil pressa á mér og öðrum,“ sagði Aníta. Hún viðurkenndi að það væri smá spennufall að vita af því að leikarnir væru búnir hjá sér.Tókýó 2020 næsta stóra markmið „Þetta eru Ólympíuleikar og svo allt í einu er það búið. Ég er hins vegar búinn að fá anda í mig og vonandi helst hann fram að næstu leikum,“ segir Aníta og hún ætlar að keppa á fleiri mótum í haust. „Fyrst þetta er á leiðinni hjá mér og gengur bara vel þá reyni ég kannski að ná tveimur hlaupum til viðbótar á árinu áður en tímabilið er búið,“ sagði hún. Aníta er bara tvítug og því gætu verið margir Ólympíuleikar í framtíð hennar. „Hver veit hvað ég næ að komast á marga Ólympíuleika? Eins og staðan er núna hjá mér þá eru Ólympíuleikarnir 2020 næsta risastóra markmið hjá mér,“ sagði Aníta að lokum. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Jón Axel og félagar spila til úrslita Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Tveggja marka tap í toppslagnum Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Sögulegur árangur Portúgals á HM Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Borðuðu aldrei kvöldmat saman „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Lífið leikur við Kessler „Íslenska liðið lítur vel út“ Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjá meira
„Ég horfði spennt á næstu tvo riðla en þá sá ég bara að þær voru allar í fluggír í dag,“ sagði Aníta Hinriksdóttir eftir að hafa toppað sig á sínum fyrstu Ólympíuleikum í Ríó í gær. Aníta kláraði á nýju glæsilegu Íslandsmeti en hún hljóp í hraðasta riðlinum og átti ekki möguleika á tveimur efstu sætunum. Hún hljóp hins vegar það vel að aðeins nítján hlupu hraðar en hún í undanrásunum. „Mér finnst þetta fyrsta hlaup mitt á Ólympíuleikum hafi heppnast ágætlega,“ sagði Aníta hógvær eftir keppnina en hún mætti brosandi í viðtölin við íslensku blaðamennina og það leyndi sér ekki að hún var sátt með sitt þrátt fyrir að sitja eftir í undankeppninni.Bætti metið um 35 sekúndubrot Aníta setti gamla Íslandsmetið þegar hún var sautján ára og hafði ekki náð að hreyfa við því í rúm þrjú ár þótt hún hafi tvisvar verið nálægt því fyrr í sumar. Nú bætti hún hins vegar metið um 35 sekúndubrot. Aníta hljóp á 2:00,14 mínútum en gamla metið var 2:00,49 mínútur. Aníta komst í úrslit á Evrópumótinu fyrr í sumar en nú komu inn margir gríðarlega sterkir hlauparar. „Það bættist inn hellingur af rosa sterkum stelpum og vonandi stend ég meira í þeim í framhaldinu,“ sagði Aníta en hún viðurkennir að hún hafi ekki búist við að tíminn væri svona góður þegar hún kom í markið. „Ég var svolítið hissa á tímanum. Ég hugsa ekki alveg skýrt í hlaupum en á síðustu 180 metrunum sá ég að það væri svolítið mikið sem ég þyrfti að vinna upp. Þess vegna var ég jafnvel hissa á tímanum. Mér leið vel í þessu hlaupi en vonandi kemur bráðum hlaup þar sem maður klárar allt úr sér,“ sagði Aníta. Hún var enn inni þegar hennar riðli lauk en þá voru enn fjórir riðlar eftir.Voru allar í fluggírnum „Ég horfði spennt á næstu tvo riðla en þá sá ég bara að þær voru allar í fluggír í dag,“ sagði Aníta. Hún endaði í 2. sæti af þeim sem komust ekki áfram en af þeim hljóp aðeins hin 19 ára gamla Gudaf Tsegay frá Eþíópíu hraðar og hún átti bara eitt sekúndubrot á okkar konu. „Mér finnst eins og ég sá á leiðinni og fæ því aðeins blóð á tennurnar. Ég rosalega ánægð með Íslandsmetið,“ sagði Aníta og hún er ánægðari með árið 2016 en árið á undan. „Árið í ár hefur verið töluvert jákvæðara en árið í fyrra. Ég vil ekki vera að nota það sem afsökun en ég fékk aðeins aftan í lærið í fyrra. Svo er alltaf andi í öllum á Ólympíuári. Þetta er töluvert betra ár en það,“ segir Aníta. En hvernig var hennar fyrsta upplifun af því að keppa á Ólympíuleikum? „Þetta var mjög jákvæð upplifun fyrir mig og ég er mjög ánægð með það. Þetta var jafnvel jarðbundnara en ég hélt því að ég hélt að þetta yrði kannski svolítið yfirþyrmandi. Ég hafði heldur engu að tapa í þessu hlaupi. Ég vil auðvitað gera vel og svona en það var ekki eins mikil pressa á mér og öðrum,“ sagði Aníta. Hún viðurkenndi að það væri smá spennufall að vita af því að leikarnir væru búnir hjá sér.Tókýó 2020 næsta stóra markmið „Þetta eru Ólympíuleikar og svo allt í einu er það búið. Ég er hins vegar búinn að fá anda í mig og vonandi helst hann fram að næstu leikum,“ segir Aníta og hún ætlar að keppa á fleiri mótum í haust. „Fyrst þetta er á leiðinni hjá mér og gengur bara vel þá reyni ég kannski að ná tveimur hlaupum til viðbótar á árinu áður en tímabilið er búið,“ sagði hún. Aníta er bara tvítug og því gætu verið margir Ólympíuleikar í framtíð hennar. „Hver veit hvað ég næ að komast á marga Ólympíuleika? Eins og staðan er núna hjá mér þá eru Ólympíuleikarnir 2020 næsta risastóra markmið hjá mér,“ sagði Aníta að lokum.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Jón Axel og félagar spila til úrslita Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Tveggja marka tap í toppslagnum Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Sögulegur árangur Portúgals á HM Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Borðuðu aldrei kvöldmat saman „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Lífið leikur við Kessler „Íslenska liðið lítur vel út“ Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti