Það verða Brasilía og Þýskaland sem mætast í úrslitaleik fótboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Ríó.
Þetta var ljóst eftir 2-0 sigur Þjóðverja á Nígeríumönnum í seinni undanúrslitaleiknum í kvöld. Í þeim fyrri unnu Brasilíumenn stórsigur á Hondúrum með sex mörkum gegn engu.
Varnarmaðurinn Lukas Klostermann kom Þýskalandi í 1-0 á 9. mínútu og þannig var staðan allt þangað til mínúta var til leiksloka.
Þá skoraði Nils Petersen annað mark Þjóðverja, aðeins fjórum mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Lokatölur því 2-0, Þýskalandi í vil.
Úrslitaleikurinn fer fram á Maracana-vellinum í Ríó á laugardaginn.
Þjóðverjar í úrslit
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna
Körfubolti



Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum
Enski boltinn

Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku
Íslenski boltinn


„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti

„Kemur væntanlega risastórt tómarúm“
Körfubolti
