Eitur í æðum Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. ágúst 2016 08:00 Ég elska Ólympíuleikana. Það er fátt fallegra en að sjá til dæmis spretthlaupara, sundkappa, fimleikadrottningu eða skylmingamann uppskera gullverðlaun á þessu stærsta íþróttamóti heims eftir fjögurra ára þrotlausar æfingar. Þarna eru engar milljónir í boði. Bara strangheiðarleg gullmedalía sem alla íþróttamenn dreymir um. Ég mun aldrei gleyma stundinni þegar ég varð ástfanginn af íþróttum. Ég stalst tólf ára inn í sjónvarpsherbergi þegar ég átti að vera sofandi til að sjá frjálsíþróttakeppnina eitt kvöldið í Atlanta 1996. Charles Austin, bandarískur hástökkvari, vann gull á eins dramatískan hátt og mögulegt var. Eitt stökk fyrir sigri og auðvitað negldi hann það. Hollywood-stund í Atlanta og að sjálfsögðu á Ólympíuleikunum. Það sem er að eitra Ólympíugleði mína þetta árið eru þessir fjandans svindlarar sem notast við árangursbætandi efni. Ég er ekki heimskur og átta mig á því að þetta hefur viðgengist í áratugi en út af Rússunum hafa lyfjamál sjaldan eða aldrei verið meira í brennidepli fyrir leikana. Fyrir nokkrum dögum vann óþekktur Suður-Afríkumaður 400 metra hlaup karla. Hann hljóp á áttundu braut og átti ekki að skipta máli í hlaupinu. Hann tók sig ekki bara til og vann heldur bætti heimsmet Michaels Johnson sem enginn hefur verið nálægt í fimmtán ár. Í staðinn fyrir að fagna þessari nýju stjörnu og kætast yfir því að hafa orðið vitni að enn einni risastund í sögu Ólympíuleikanna greip ég sjálfan mig í því að ásaka hann um lyfjamisferli. Ég bara trúði ekki að óþekktur hlaupari gæti orðið að stjörnu á einni nóttu og hvað þá slegið þetta rosalega heimsmet. Alveg eins og sum skemmd epli í íþróttaheiminum eru búin að eitra líkama sína eru þessir sömu bjánar búnir að eitra huga minn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Skoðun Tómas Þór Þórðarson Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun
Ég elska Ólympíuleikana. Það er fátt fallegra en að sjá til dæmis spretthlaupara, sundkappa, fimleikadrottningu eða skylmingamann uppskera gullverðlaun á þessu stærsta íþróttamóti heims eftir fjögurra ára þrotlausar æfingar. Þarna eru engar milljónir í boði. Bara strangheiðarleg gullmedalía sem alla íþróttamenn dreymir um. Ég mun aldrei gleyma stundinni þegar ég varð ástfanginn af íþróttum. Ég stalst tólf ára inn í sjónvarpsherbergi þegar ég átti að vera sofandi til að sjá frjálsíþróttakeppnina eitt kvöldið í Atlanta 1996. Charles Austin, bandarískur hástökkvari, vann gull á eins dramatískan hátt og mögulegt var. Eitt stökk fyrir sigri og auðvitað negldi hann það. Hollywood-stund í Atlanta og að sjálfsögðu á Ólympíuleikunum. Það sem er að eitra Ólympíugleði mína þetta árið eru þessir fjandans svindlarar sem notast við árangursbætandi efni. Ég er ekki heimskur og átta mig á því að þetta hefur viðgengist í áratugi en út af Rússunum hafa lyfjamál sjaldan eða aldrei verið meira í brennidepli fyrir leikana. Fyrir nokkrum dögum vann óþekktur Suður-Afríkumaður 400 metra hlaup karla. Hann hljóp á áttundu braut og átti ekki að skipta máli í hlaupinu. Hann tók sig ekki bara til og vann heldur bætti heimsmet Michaels Johnson sem enginn hefur verið nálægt í fimmtán ár. Í staðinn fyrir að fagna þessari nýju stjörnu og kætast yfir því að hafa orðið vitni að enn einni risastund í sögu Ólympíuleikanna greip ég sjálfan mig í því að ásaka hann um lyfjamisferli. Ég bara trúði ekki að óþekktur hlaupari gæti orðið að stjörnu á einni nóttu og hvað þá slegið þetta rosalega heimsmet. Alveg eins og sum skemmd epli í íþróttaheiminum eru búin að eitra líkama sína eru þessir sömu bjánar búnir að eitra huga minn.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun