Flutningur Fiskistofu dýrkeyptur og erfiður Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 17. ágúst 2016 19:15 Sú ákvörðun fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og núverandi forsætisráðherra árið 2014 að flytja höfuðstöðvar Fiskistofu til Akureyrar var harðlega gagnrýnd á sínum tíma. Stofnunin tók formlega til starfa á Akureyri hinn 1. janúar síðastliðinn og starfa þar í dag 12 starfsmenn. „Svona þegar allt er um garð gengið, hvenær sem það verður, þá verðum við eitthvað í kringum 30 starfsmenn, þegar allt er komið,“ segir Eyþór Björnsson, fiskistofustjóri. Enn starfa hátt í 30 starfsmenn á starfsstöð Fiskistofu í Hafnarfirði. Þegar starfsmaður á þeirri starfsstöð hættir verður nýr starfsmaður ráðinn á Akureyri og mun því fjölga jafnt og þétt næstu ár. „Akureyri hefur alla innviða sem að stofnun eins og Fiskistofa þarf, þannig að það er bara bjart fram undan í þessu,“ segir Eyþór.Mun taka tvö til þrjú ár Eyþór var eini starfsmaðurinn sem fylgdi stofnuninni til Akureyrar en hann segir það rót sem fylgdi þessari ákvörðun árið 2014 hafa reynst Fiskistofu dýrkeypt og erfitt. „Og sá tími hefur komið svolítið niður á starfseminni, dregið úr getu okkar til að leysa úr öllum verkefnum. En við erum komin núna á fullt í uppbyggingu og sjáum bara bjart fram undan. Þetta mun taka, að ég tel, tvö til þrjú ár enn að ná okkur alveg á flug aftur,“ segir Eyþór. Hvað má læra af þessum flutningi, hvernig þetta var framkvæmt og svo framvegis? „Ég myndi segja, fyrst og síðast, þarf að huga að réttindum starfsfólks svo að það viti hvar það stendur ef að farið er af stað með svona aðgerðir. Það er gríðarlega mikilvægt. Og svo auðvitað að meta þetta út frá kostnaði og verkefnum hver þörfin er og hvaða hugsanlegar afleiðingar svona aðgerðir hafa,“ segir Eyþór. Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Sjá meira
Sú ákvörðun fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og núverandi forsætisráðherra árið 2014 að flytja höfuðstöðvar Fiskistofu til Akureyrar var harðlega gagnrýnd á sínum tíma. Stofnunin tók formlega til starfa á Akureyri hinn 1. janúar síðastliðinn og starfa þar í dag 12 starfsmenn. „Svona þegar allt er um garð gengið, hvenær sem það verður, þá verðum við eitthvað í kringum 30 starfsmenn, þegar allt er komið,“ segir Eyþór Björnsson, fiskistofustjóri. Enn starfa hátt í 30 starfsmenn á starfsstöð Fiskistofu í Hafnarfirði. Þegar starfsmaður á þeirri starfsstöð hættir verður nýr starfsmaður ráðinn á Akureyri og mun því fjölga jafnt og þétt næstu ár. „Akureyri hefur alla innviða sem að stofnun eins og Fiskistofa þarf, þannig að það er bara bjart fram undan í þessu,“ segir Eyþór.Mun taka tvö til þrjú ár Eyþór var eini starfsmaðurinn sem fylgdi stofnuninni til Akureyrar en hann segir það rót sem fylgdi þessari ákvörðun árið 2014 hafa reynst Fiskistofu dýrkeypt og erfitt. „Og sá tími hefur komið svolítið niður á starfseminni, dregið úr getu okkar til að leysa úr öllum verkefnum. En við erum komin núna á fullt í uppbyggingu og sjáum bara bjart fram undan. Þetta mun taka, að ég tel, tvö til þrjú ár enn að ná okkur alveg á flug aftur,“ segir Eyþór. Hvað má læra af þessum flutningi, hvernig þetta var framkvæmt og svo framvegis? „Ég myndi segja, fyrst og síðast, þarf að huga að réttindum starfsfólks svo að það viti hvar það stendur ef að farið er af stað með svona aðgerðir. Það er gríðarlega mikilvægt. Og svo auðvitað að meta þetta út frá kostnaði og verkefnum hver þörfin er og hvaða hugsanlegar afleiðingar svona aðgerðir hafa,“ segir Eyþór.
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Sjá meira