Króatískur rafmagnsbíll rústar Tesla P90D og LaFerrari Finnur Thorlacius skrifar 16. ágúst 2016 15:15 Rafmagnsbílar eru að verða hraðskreiðustu ökutæki heims og hér er enn ein sönnunþess. Það sem meira er það er króatískur rafmagnsbíll, Rimac Concept One, sem sýnir hér getu sína. Honum er att gegn Tesla Model S P90D með Ludicrous Mode og Ferrari LaFerrari ofurbíl sem bæði styðst við brunavél og rafmagnsmótora. Til að gera langa sögu stutta þá rústar Rimac Concept One bíllinn hinum tveimur í kvartmílu, en það sem meira er, hann er miklu sneggri úr sporunum og aldrei virðist sem hann geti tapað fyrir hinum tveimur frá fyrstu metrunum. Rimac Concept One er heldur ekkert venjulegt tæki með sín 1.073 hestöfl og 1.600 Nm tog. Hann er með fjóra rafmagnsmótora við hvert hjól bílsins. Það er breski kappaksturökumaðurinn Archie Hamilton sem ekur bæði Tesla og LaFerrari bílunum en á bara ekki séns í króatíska rafmagnsbílinn. Það má sjá hér að ofan. Rafmagnsbílar eru þekktir fyrir það að vera afar snöggir úr sporunum en skorta síðan afl þegar komið er á ferð, en það á ekki við í tilfelli Rimac Concept One. Þeir eru líka þekktir fyrir það að ofhitna við margar spyrnur og mikil átök, en það gerðist ekki þó svo hamast væri á honum, enda með afar fullkominn kælibúnað. Hámarkshraði Rimac Concept One er 354 km/klst. Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent
Rafmagnsbílar eru að verða hraðskreiðustu ökutæki heims og hér er enn ein sönnunþess. Það sem meira er það er króatískur rafmagnsbíll, Rimac Concept One, sem sýnir hér getu sína. Honum er att gegn Tesla Model S P90D með Ludicrous Mode og Ferrari LaFerrari ofurbíl sem bæði styðst við brunavél og rafmagnsmótora. Til að gera langa sögu stutta þá rústar Rimac Concept One bíllinn hinum tveimur í kvartmílu, en það sem meira er, hann er miklu sneggri úr sporunum og aldrei virðist sem hann geti tapað fyrir hinum tveimur frá fyrstu metrunum. Rimac Concept One er heldur ekkert venjulegt tæki með sín 1.073 hestöfl og 1.600 Nm tog. Hann er með fjóra rafmagnsmótora við hvert hjól bílsins. Það er breski kappaksturökumaðurinn Archie Hamilton sem ekur bæði Tesla og LaFerrari bílunum en á bara ekki séns í króatíska rafmagnsbílinn. Það má sjá hér að ofan. Rafmagnsbílar eru þekktir fyrir það að vera afar snöggir úr sporunum en skorta síðan afl þegar komið er á ferð, en það á ekki við í tilfelli Rimac Concept One. Þeir eru líka þekktir fyrir það að ofhitna við margar spyrnur og mikil átök, en það gerðist ekki þó svo hamast væri á honum, enda með afar fullkominn kælibúnað. Hámarkshraði Rimac Concept One er 354 km/klst.
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent