Skýrt út hvers vegna hraði drepur ekki Finnur Thorlacius skrifar 16. ágúst 2016 09:59 Í öllum löndum eru hraðatakmarkanir á vegum og það af skiljanlegri ástæðu, þó svo það finnist vegir í Þýskalandi þar sem engar hraðatakmarkanir eru. Maður einn í Kanada setti saman myndskeið þar sem hann skýrir út hvernig hraðatakmarkanir hafa víða snúist upp í andhverfu sína og valdið fleiri slysum en ekki færri og það sést hér. Í vandaðri útlistun hans hér færir hann rök fyrir því hvernig lágur hámarkshraði á einstaka vegum í Kanada veldur miklum vandræðum og enginn fer eftir þeim. Hann nefnir dæmi um tvo vegakafla þar sem hámarkshraði hefur verið hækkaður og rannsóknir eftir að þær breytingar voru gerðar leiddu í ljós færri slys. Hann veltir fyrir sér hvort að hraðatakmarkanir séu féþúfa lögreglunnar og til þess gerðar að lögreglan hafi eitthvað að gera, en hafi ekkert með öryggi farþega að gera. Auk þess nefnir hann þátt fjölmiðla í þeirri móðursýki að telja að hraði sé megináhrifavaldur slysa. Þar fari fjölmiðlar oft offari og taki ágiskanir lögreglu of trúanlegar og magni þær upp. Hann nefnir einnig að á þeim vegum í Þýskalandi þar sem engar hraðatakmanir eru séu dauðaslys mjög fá á hvern ekinn kílómetra. Einnig greinir hann frá því hversu dauðaslys og slys almennt hafi fækkað mikið á undanförnum áratugum í Bandaríkjunum og Kanada. Skýring þess sé meðal annars fólgin í betri og öruggari bílum og vegum og að hraðatakmarkanir hafi ekki fylgt þeirri staðreynd eftir með auknum leyfilegum hraða heldur sé miðað við tölur frá þeim tíma sem bílar voru mjög óöruggir, sem og vegir. Með þessum útskýringum vill hann hafa áhrif á löggjafann, sem oft á tíðum hefur virt að vettugi rannsóknir sem sýna að öruggara væri að hækka víða hámarkshraða. En það myndi þýða minni tekjur af sektum og þar liggur ef til vill hundurinn grafinn. Skildi 90 kílómetra hámarkshraði á tvöföldum Keflavíkurveginum vera dæmi um veg hér á landi þar sem t.d. 110 km leyfilegur hámarkshraði væri heppilegri? Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent
Í öllum löndum eru hraðatakmarkanir á vegum og það af skiljanlegri ástæðu, þó svo það finnist vegir í Þýskalandi þar sem engar hraðatakmarkanir eru. Maður einn í Kanada setti saman myndskeið þar sem hann skýrir út hvernig hraðatakmarkanir hafa víða snúist upp í andhverfu sína og valdið fleiri slysum en ekki færri og það sést hér. Í vandaðri útlistun hans hér færir hann rök fyrir því hvernig lágur hámarkshraði á einstaka vegum í Kanada veldur miklum vandræðum og enginn fer eftir þeim. Hann nefnir dæmi um tvo vegakafla þar sem hámarkshraði hefur verið hækkaður og rannsóknir eftir að þær breytingar voru gerðar leiddu í ljós færri slys. Hann veltir fyrir sér hvort að hraðatakmarkanir séu féþúfa lögreglunnar og til þess gerðar að lögreglan hafi eitthvað að gera, en hafi ekkert með öryggi farþega að gera. Auk þess nefnir hann þátt fjölmiðla í þeirri móðursýki að telja að hraði sé megináhrifavaldur slysa. Þar fari fjölmiðlar oft offari og taki ágiskanir lögreglu of trúanlegar og magni þær upp. Hann nefnir einnig að á þeim vegum í Þýskalandi þar sem engar hraðatakmanir eru séu dauðaslys mjög fá á hvern ekinn kílómetra. Einnig greinir hann frá því hversu dauðaslys og slys almennt hafi fækkað mikið á undanförnum áratugum í Bandaríkjunum og Kanada. Skýring þess sé meðal annars fólgin í betri og öruggari bílum og vegum og að hraðatakmarkanir hafi ekki fylgt þeirri staðreynd eftir með auknum leyfilegum hraða heldur sé miðað við tölur frá þeim tíma sem bílar voru mjög óöruggir, sem og vegir. Með þessum útskýringum vill hann hafa áhrif á löggjafann, sem oft á tíðum hefur virt að vettugi rannsóknir sem sýna að öruggara væri að hækka víða hámarkshraða. En það myndi þýða minni tekjur af sektum og þar liggur ef til vill hundurinn grafinn. Skildi 90 kílómetra hámarkshraði á tvöföldum Keflavíkurveginum vera dæmi um veg hér á landi þar sem t.d. 110 km leyfilegur hámarkshraði væri heppilegri?
Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent