Íslenski boltinn

Sjáðu öll mörk gærdagsins úr Pepsi-deildinni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr leik Stjörnunnar og KR í gær.
Úr leik Stjörnunnar og KR í gær. Vísir/Ernir
FH náði fjögurra stiga forystu á toppi Pepsi-deildar karla með naumum 1-0 sigri á Fjölni í Grafarvoginum í gær en Emil Pálsson skoraði sigurmark Íslandsmeistaranna undir lok leiksins.

Stjarnan náði ekki að fylgja FH-ingum eftir í toppbaráttunni þar sem að liðið mátti sætta sig við 3-1 tap fyrir KR á heimavelli, þrátt fyrir að hafa átt meira í leiknum lengi vel.

KR-ingar hafa að sama skapi nú unnið FH og Stjörnuna á útivelli í síðustu tveimur leikjum sínum og eru skyndilega komnir í baráttu um Evrópusæti, enda í fimmta sæti með 22 stig, fjórum stigum á eftir Fjölni og Breiðabliki.

Blikar héldu dampi í toppbaráttunni með þægilegum 2-0 sigri á botnliði Þróttar og þá er Víkingur Ólafsvík enn í frjálsu falli en liðið tapaði sínum fimmta leik í röð, í þetta sinn fyrir ÍA, 3-0.

Skagamenn eru jafnir KR-ingum að stigum og eru í sjötta sæti deildarinnar.

Umferðinni lýkur með tveimur leikjum á fimmtudagskvöldið og þá verða Pepsi-mörkin einnig á dagskrá Stöðvar 2 Sports.

Hér fyrir neðan má sjá öll mörkin úr leikjum gærkvöldsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×