Ásdís faldi sig fyrir fjölmiðlamönnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2016 08:00 Ásdís veitti engin viðtöl í gær. vísir/anton Ásdís Hjálmsdóttir er mætt á sína þriðju Ólympíuleika og að þessu sinni með nýja taktík. Hún ræddi ekki við fjölmiðlamenn fyrir keppni eftir að hún sneri til baka úr æfingabúðum rétt fyrir utan Ríó. Undirritaður hitti Ásdísi þegar íslenski hópurinn var boðinn velkominn í Ólympíuþorpið og fékk þá viðtal. Þar var hins vegar lítið rætt um keppnina, sem var þá eftir tólf daga, heldur aðallega reynsluna af Ólympíuþorpinu og æfingabúðirnar sem voru fram undan. Ásdís virtist þá í góðum gír og það benti ekkert til annars en að hún veitti annað viðtal þegar styttist í keppnina. Annað kom á daginn. „Þetta snýst ekki um að standa sig gagnvart fjölmiðlamönnum heldur um að standa sig í keppninni. Ég skil hana fullkomlega og þetta er rétta ákvörðunin. Ef þetta er það sem íþróttamaðurinn þarf á að halda þá gerum við þetta svona,“ sagði Terry McHugh, þjálfari Ásdísar. Ásdís lokaði á allt síðustu dagana fyrir keppni og líka alla samfélagsmiðla þar sem hún er vanalega mjög virk. Hvort þessi taktík hennar virkar verður að koma í ljós í nótt en ég og aðrir íslenskir blaðamenn hér úti í Ríó munum þó örugglega fyrirgefa henni feluleikinn verði þetta til þess að hún komist í úrslit. Hún veitir síðan vonandi góð viðtöl eftir keppni. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Aldrei verið í betra formi Terry McHugh, þjálfari Ásdísar Hjálmsdóttur, hrósar bæði líkamlega og andlega þættinum hjá þessum 31 árs gamla spjótkastara sem keppir í nótt á Ólympíuleikum í þriðja sinn. Stefnan er sett á úrslitin en til þess þarf að kasta 63 metra. 16. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica Sjá meira
Ásdís Hjálmsdóttir er mætt á sína þriðju Ólympíuleika og að þessu sinni með nýja taktík. Hún ræddi ekki við fjölmiðlamenn fyrir keppni eftir að hún sneri til baka úr æfingabúðum rétt fyrir utan Ríó. Undirritaður hitti Ásdísi þegar íslenski hópurinn var boðinn velkominn í Ólympíuþorpið og fékk þá viðtal. Þar var hins vegar lítið rætt um keppnina, sem var þá eftir tólf daga, heldur aðallega reynsluna af Ólympíuþorpinu og æfingabúðirnar sem voru fram undan. Ásdís virtist þá í góðum gír og það benti ekkert til annars en að hún veitti annað viðtal þegar styttist í keppnina. Annað kom á daginn. „Þetta snýst ekki um að standa sig gagnvart fjölmiðlamönnum heldur um að standa sig í keppninni. Ég skil hana fullkomlega og þetta er rétta ákvörðunin. Ef þetta er það sem íþróttamaðurinn þarf á að halda þá gerum við þetta svona,“ sagði Terry McHugh, þjálfari Ásdísar. Ásdís lokaði á allt síðustu dagana fyrir keppni og líka alla samfélagsmiðla þar sem hún er vanalega mjög virk. Hvort þessi taktík hennar virkar verður að koma í ljós í nótt en ég og aðrir íslenskir blaðamenn hér úti í Ríó munum þó örugglega fyrirgefa henni feluleikinn verði þetta til þess að hún komist í úrslit. Hún veitir síðan vonandi góð viðtöl eftir keppni.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Aldrei verið í betra formi Terry McHugh, þjálfari Ásdísar Hjálmsdóttur, hrósar bæði líkamlega og andlega þættinum hjá þessum 31 árs gamla spjótkastara sem keppir í nótt á Ólympíuleikum í þriðja sinn. Stefnan er sett á úrslitin en til þess þarf að kasta 63 metra. 16. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica Sjá meira
Aldrei verið í betra formi Terry McHugh, þjálfari Ásdísar Hjálmsdóttur, hrósar bæði líkamlega og andlega þættinum hjá þessum 31 árs gamla spjótkastara sem keppir í nótt á Ólympíuleikum í þriðja sinn. Stefnan er sett á úrslitin en til þess þarf að kasta 63 metra. 16. ágúst 2016 07:00