Nissan með byltingarkennda vél í Infinity QX50 Finnur Thorlacius skrifar 15. ágúst 2016 16:32 Infinity QX50. Í 2018 árgerð af Infinity QX50 lúxusjeppanum verður byltingarkennd bensínvél sem á enga sína líka. Hún er með breytanlegu þjöppuhlutfalli, eða allt frá 8:1 til 12:1. Vél þessi er aðeins 2,0 lítra og með forþjöppu. Þetta breytanlega þjöppuhlutfall gerir það að verkum að vélin skilar um það bil sama afli og togi og 3,5 lítra V6 vélin frá Nissan sem verið hefur í Infinity QX50, en er 27% sparsamari. Infinity er lúxusbílamerki Nissan. Þessi magnaða vél er með svipuðu togi og dísilvélar með ámóta sprengirými og því hefur verið bent á að þessi nýja tækni Nissan muni endanlega drepa dísilvélina. Tilvist dísilvéla hefur verið mikið á milli tannanna á fólki eftir dísilvélasvindls Volkswagen og þeirra uppgötvana sem síðan hafa komið í ljós með margfalda mengun dísilvéla annarra framleiðenda. Því gæti vél sem þessi nýja afl- og togmikla vél Nissan verið síðasti naglinn í líkkistu dísilvélarinnar, sem fátt virðist geta bjargað nema þá hugsanlega í allra stærstu bílum. Nissan segir að það sé ódýrara að framleiða þessa nýju vél en dísilvél og ekki hjálpar það tilvist dídilvélarinnar. Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent
Í 2018 árgerð af Infinity QX50 lúxusjeppanum verður byltingarkennd bensínvél sem á enga sína líka. Hún er með breytanlegu þjöppuhlutfalli, eða allt frá 8:1 til 12:1. Vél þessi er aðeins 2,0 lítra og með forþjöppu. Þetta breytanlega þjöppuhlutfall gerir það að verkum að vélin skilar um það bil sama afli og togi og 3,5 lítra V6 vélin frá Nissan sem verið hefur í Infinity QX50, en er 27% sparsamari. Infinity er lúxusbílamerki Nissan. Þessi magnaða vél er með svipuðu togi og dísilvélar með ámóta sprengirými og því hefur verið bent á að þessi nýja tækni Nissan muni endanlega drepa dísilvélina. Tilvist dísilvéla hefur verið mikið á milli tannanna á fólki eftir dísilvélasvindls Volkswagen og þeirra uppgötvana sem síðan hafa komið í ljós með margfalda mengun dísilvéla annarra framleiðenda. Því gæti vél sem þessi nýja afl- og togmikla vél Nissan verið síðasti naglinn í líkkistu dísilvélarinnar, sem fátt virðist geta bjargað nema þá hugsanlega í allra stærstu bílum. Nissan segir að það sé ódýrara að framleiða þessa nýju vél en dísilvél og ekki hjálpar það tilvist dídilvélarinnar.
Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent