Matt LeBlanc aðalstjórnandi Top Gear Finnur Thorlacius skrifar 15. ágúst 2016 11:22 Matt LeBlanc í síðustu þáttaröð Top Gear. Síðan Chris Evans var rekinn sem aðalþéttastjórnandi Top Gear bílaþáttaraðarinnar frá BBC hafa getgátur verið uppi um hver muni taka við kefli hans. Nú virðist sem sú bið sé á enda þar sem frést hefur að BBC hafi ákveðið að fyrrum Friends-leikarinn Matt LeBlanc muni taka við stjórnartaumunum. BBC hefur ekki staðfest þessa frétt frá The Mirror í Bretlandi en blaðið segir frá því að BBC og Matt LeBlanc hafi skrifað undir eins árs samning. Flestir þeir sem horfðu á síðustu þáttaröð Top Gear eru sammála um að einn af fáum ljósum punktum hennar hefði verið Matt LeBlanc og hann sjálfur hefur mikinn áhuga á að vinna áfram við gerð þáttanna. Auk þess vildi BBC alls ekki sjá á eftir honum og hefur trú á því að hann geti lyft þáttunum aftur á þann stall sem hann var á þegar fyrrum þríeyki stjórnaði þeim. Sögur segja að Matt LeBlanc hafi fengið 500.000 pund fyrir síðustu þáttaröð, eða um 77 milljónir króna og Chris Evans helmingi meira. BBC hafi hinsvegar boðið honum ríflega launahækkun, þó svo hann þurfi eiginlega ekki á því að halda þar sem hann fékk eina milljón dollara fyrir hvern einasta þátt sem hann lék í í Friends þáttaröðinni. Hann lepur því ekki dauðan úr skel hann Matt LeBlanc. Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent
Síðan Chris Evans var rekinn sem aðalþéttastjórnandi Top Gear bílaþáttaraðarinnar frá BBC hafa getgátur verið uppi um hver muni taka við kefli hans. Nú virðist sem sú bið sé á enda þar sem frést hefur að BBC hafi ákveðið að fyrrum Friends-leikarinn Matt LeBlanc muni taka við stjórnartaumunum. BBC hefur ekki staðfest þessa frétt frá The Mirror í Bretlandi en blaðið segir frá því að BBC og Matt LeBlanc hafi skrifað undir eins árs samning. Flestir þeir sem horfðu á síðustu þáttaröð Top Gear eru sammála um að einn af fáum ljósum punktum hennar hefði verið Matt LeBlanc og hann sjálfur hefur mikinn áhuga á að vinna áfram við gerð þáttanna. Auk þess vildi BBC alls ekki sjá á eftir honum og hefur trú á því að hann geti lyft þáttunum aftur á þann stall sem hann var á þegar fyrrum þríeyki stjórnaði þeim. Sögur segja að Matt LeBlanc hafi fengið 500.000 pund fyrir síðustu þáttaröð, eða um 77 milljónir króna og Chris Evans helmingi meira. BBC hafi hinsvegar boðið honum ríflega launahækkun, þó svo hann þurfi eiginlega ekki á því að halda þar sem hann fékk eina milljón dollara fyrir hvern einasta þátt sem hann lék í í Friends þáttaröðinni. Hann lepur því ekki dauðan úr skel hann Matt LeBlanc.
Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent