Matt LeBlanc aðalstjórnandi Top Gear Finnur Thorlacius skrifar 15. ágúst 2016 11:22 Matt LeBlanc í síðustu þáttaröð Top Gear. Síðan Chris Evans var rekinn sem aðalþéttastjórnandi Top Gear bílaþáttaraðarinnar frá BBC hafa getgátur verið uppi um hver muni taka við kefli hans. Nú virðist sem sú bið sé á enda þar sem frést hefur að BBC hafi ákveðið að fyrrum Friends-leikarinn Matt LeBlanc muni taka við stjórnartaumunum. BBC hefur ekki staðfest þessa frétt frá The Mirror í Bretlandi en blaðið segir frá því að BBC og Matt LeBlanc hafi skrifað undir eins árs samning. Flestir þeir sem horfðu á síðustu þáttaröð Top Gear eru sammála um að einn af fáum ljósum punktum hennar hefði verið Matt LeBlanc og hann sjálfur hefur mikinn áhuga á að vinna áfram við gerð þáttanna. Auk þess vildi BBC alls ekki sjá á eftir honum og hefur trú á því að hann geti lyft þáttunum aftur á þann stall sem hann var á þegar fyrrum þríeyki stjórnaði þeim. Sögur segja að Matt LeBlanc hafi fengið 500.000 pund fyrir síðustu þáttaröð, eða um 77 milljónir króna og Chris Evans helmingi meira. BBC hafi hinsvegar boðið honum ríflega launahækkun, þó svo hann þurfi eiginlega ekki á því að halda þar sem hann fékk eina milljón dollara fyrir hvern einasta þátt sem hann lék í í Friends þáttaröðinni. Hann lepur því ekki dauðan úr skel hann Matt LeBlanc. Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent
Síðan Chris Evans var rekinn sem aðalþéttastjórnandi Top Gear bílaþáttaraðarinnar frá BBC hafa getgátur verið uppi um hver muni taka við kefli hans. Nú virðist sem sú bið sé á enda þar sem frést hefur að BBC hafi ákveðið að fyrrum Friends-leikarinn Matt LeBlanc muni taka við stjórnartaumunum. BBC hefur ekki staðfest þessa frétt frá The Mirror í Bretlandi en blaðið segir frá því að BBC og Matt LeBlanc hafi skrifað undir eins árs samning. Flestir þeir sem horfðu á síðustu þáttaröð Top Gear eru sammála um að einn af fáum ljósum punktum hennar hefði verið Matt LeBlanc og hann sjálfur hefur mikinn áhuga á að vinna áfram við gerð þáttanna. Auk þess vildi BBC alls ekki sjá á eftir honum og hefur trú á því að hann geti lyft þáttunum aftur á þann stall sem hann var á þegar fyrrum þríeyki stjórnaði þeim. Sögur segja að Matt LeBlanc hafi fengið 500.000 pund fyrir síðustu þáttaröð, eða um 77 milljónir króna og Chris Evans helmingi meira. BBC hafi hinsvegar boðið honum ríflega launahækkun, þó svo hann þurfi eiginlega ekki á því að halda þar sem hann fékk eina milljón dollara fyrir hvern einasta þátt sem hann lék í í Friends þáttaröðinni. Hann lepur því ekki dauðan úr skel hann Matt LeBlanc.
Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent