Söluminnkun hjá Volkswagen í júlí Finnur Thorlacius skrifar 15. ágúst 2016 09:25 Höfuðstöðvar Volkswagen í Wolfsburg. Sala Volkswagen bílafjölskyldan féll um 1% í júlí þrátt fyrir 16% söluaukningu í Kína. Sala Volkswagen í Evrópu féll um 4,7% og um 5,1% í Bandaríkjunum, en mest var söluminnkunin í Brasilíu, eða um 30%. Volkswagen bílafjölskyldan seldi alls 787.300 bíla í júlí. Sala Volswagen bíla eingöngu féll um 1,8% í heiminum í júlí og var júlí sjötti mánuðurinn í röð sem salan minnkar hjá Volkswagen merkinu og er líklega um að kenna dísilvélahneyksli fyrirtækisins. Þó svo sala Volkswagen merkisins hafi minnkað í júlí er ekki það sama að segja um undirmerkin Skoda, Audi og Seat. Audi seldi 2,3% meira, Skoda 1% meira og Seat 0,2% meira. Sala Porsche minnkaði hinsvegar um 6,3% og er sjaldgæft að sjá minnkun í sölu Porsche bíla á milli ára. Sala Volkswagen bílasamstæðunnar er þó ennþá yfir sölunni í fyrra á sama tíma, eða sem nemur 1,3% og heildarsalan 5,9 milljón bílar. Ef salan hvern mánuð ársins sem eftir er verður ámóta og á fyrstu 7 mánuðum ársins verður heildarsala Volkswagen bílasamstæðunnar í ár 10,1 milljónir bíla. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Sala Volkswagen bílafjölskyldan féll um 1% í júlí þrátt fyrir 16% söluaukningu í Kína. Sala Volkswagen í Evrópu féll um 4,7% og um 5,1% í Bandaríkjunum, en mest var söluminnkunin í Brasilíu, eða um 30%. Volkswagen bílafjölskyldan seldi alls 787.300 bíla í júlí. Sala Volswagen bíla eingöngu féll um 1,8% í heiminum í júlí og var júlí sjötti mánuðurinn í röð sem salan minnkar hjá Volkswagen merkinu og er líklega um að kenna dísilvélahneyksli fyrirtækisins. Þó svo sala Volkswagen merkisins hafi minnkað í júlí er ekki það sama að segja um undirmerkin Skoda, Audi og Seat. Audi seldi 2,3% meira, Skoda 1% meira og Seat 0,2% meira. Sala Porsche minnkaði hinsvegar um 6,3% og er sjaldgæft að sjá minnkun í sölu Porsche bíla á milli ára. Sala Volkswagen bílasamstæðunnar er þó ennþá yfir sölunni í fyrra á sama tíma, eða sem nemur 1,3% og heildarsalan 5,9 milljón bílar. Ef salan hvern mánuð ársins sem eftir er verður ámóta og á fyrstu 7 mánuðum ársins verður heildarsala Volkswagen bílasamstæðunnar í ár 10,1 milljónir bíla.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira