Söluminnkun hjá Volkswagen í júlí Finnur Thorlacius skrifar 15. ágúst 2016 09:25 Höfuðstöðvar Volkswagen í Wolfsburg. Sala Volkswagen bílafjölskyldan féll um 1% í júlí þrátt fyrir 16% söluaukningu í Kína. Sala Volkswagen í Evrópu féll um 4,7% og um 5,1% í Bandaríkjunum, en mest var söluminnkunin í Brasilíu, eða um 30%. Volkswagen bílafjölskyldan seldi alls 787.300 bíla í júlí. Sala Volswagen bíla eingöngu féll um 1,8% í heiminum í júlí og var júlí sjötti mánuðurinn í röð sem salan minnkar hjá Volkswagen merkinu og er líklega um að kenna dísilvélahneyksli fyrirtækisins. Þó svo sala Volkswagen merkisins hafi minnkað í júlí er ekki það sama að segja um undirmerkin Skoda, Audi og Seat. Audi seldi 2,3% meira, Skoda 1% meira og Seat 0,2% meira. Sala Porsche minnkaði hinsvegar um 6,3% og er sjaldgæft að sjá minnkun í sölu Porsche bíla á milli ára. Sala Volkswagen bílasamstæðunnar er þó ennþá yfir sölunni í fyrra á sama tíma, eða sem nemur 1,3% og heildarsalan 5,9 milljón bílar. Ef salan hvern mánuð ársins sem eftir er verður ámóta og á fyrstu 7 mánuðum ársins verður heildarsala Volkswagen bílasamstæðunnar í ár 10,1 milljónir bíla. Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent
Sala Volkswagen bílafjölskyldan féll um 1% í júlí þrátt fyrir 16% söluaukningu í Kína. Sala Volkswagen í Evrópu féll um 4,7% og um 5,1% í Bandaríkjunum, en mest var söluminnkunin í Brasilíu, eða um 30%. Volkswagen bílafjölskyldan seldi alls 787.300 bíla í júlí. Sala Volswagen bíla eingöngu féll um 1,8% í heiminum í júlí og var júlí sjötti mánuðurinn í röð sem salan minnkar hjá Volkswagen merkinu og er líklega um að kenna dísilvélahneyksli fyrirtækisins. Þó svo sala Volkswagen merkisins hafi minnkað í júlí er ekki það sama að segja um undirmerkin Skoda, Audi og Seat. Audi seldi 2,3% meira, Skoda 1% meira og Seat 0,2% meira. Sala Porsche minnkaði hinsvegar um 6,3% og er sjaldgæft að sjá minnkun í sölu Porsche bíla á milli ára. Sala Volkswagen bílasamstæðunnar er þó ennþá yfir sölunni í fyrra á sama tíma, eða sem nemur 1,3% og heildarsalan 5,9 milljón bílar. Ef salan hvern mánuð ársins sem eftir er verður ámóta og á fyrstu 7 mánuðum ársins verður heildarsala Volkswagen bílasamstæðunnar í ár 10,1 milljónir bíla.
Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent