Kínverskur rafbílaframleiðandi byggir 400.000 bíla verksmiðju Finnur Thorlacius skrifar 15. ágúst 2016 08:55 LeEco er kínverskur rafbílaframleiðandi sem er þó lítt kunnur. Hann hefur þó tengsl við Faraday Future og hyggst smíða bíla bæði í samstarfi við það fyrirtæki og sína eigin rafbíla. Til þess er LeEco nú að reisa risastóra rafbílaverksmiðju í nágrenni Huzhou borg í Kína, en í henni verður hægt að smíða 400.000 rafmagnsbíla á hverju ári. LeEco hefur ekki sett einn einasta rafmagnsbíl á markað og það hefur heldur ekki Faraday Future, þó svo það hafi sýnt tilraunabíl sinn FFZero1 víða. LeEco hefur reyndar sýnt einn tilraunabíl sinn, þ.e. LeSEE. Þessi stóra verksmiðja LeEco mun kosta 220 milljarða króna. Til samanburðar kostar uppsetning risaverksmiðju Tesla í Nevada 490-600 milljarða króna, en þar á að vera hægt að smíða um það bil sama magn bíla á ári og í verksmiðju LeEco í Kína. Þessar risaverksmiðjur rafbílaframleiðandanna og áhersla margra annarra bílaframleiðenda á rafmagnsbíla sýnir hversu mikil gróska er nú í smíði slíkra bíla. Sjá má kynningarmyndskeið fyrir LeEco bíl LeEco hér að ofan. Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent
LeEco er kínverskur rafbílaframleiðandi sem er þó lítt kunnur. Hann hefur þó tengsl við Faraday Future og hyggst smíða bíla bæði í samstarfi við það fyrirtæki og sína eigin rafbíla. Til þess er LeEco nú að reisa risastóra rafbílaverksmiðju í nágrenni Huzhou borg í Kína, en í henni verður hægt að smíða 400.000 rafmagnsbíla á hverju ári. LeEco hefur ekki sett einn einasta rafmagnsbíl á markað og það hefur heldur ekki Faraday Future, þó svo það hafi sýnt tilraunabíl sinn FFZero1 víða. LeEco hefur reyndar sýnt einn tilraunabíl sinn, þ.e. LeSEE. Þessi stóra verksmiðja LeEco mun kosta 220 milljarða króna. Til samanburðar kostar uppsetning risaverksmiðju Tesla í Nevada 490-600 milljarða króna, en þar á að vera hægt að smíða um það bil sama magn bíla á ári og í verksmiðju LeEco í Kína. Þessar risaverksmiðjur rafbílaframleiðandanna og áhersla margra annarra bílaframleiðenda á rafmagnsbíla sýnir hversu mikil gróska er nú í smíði slíkra bíla. Sjá má kynningarmyndskeið fyrir LeEco bíl LeEco hér að ofan.
Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent