Lýsa yfir neyðarástandi á Puerto Rico vegna útbreiðslu zika-veirunnar Atli Ísleifsson skrifar 12. ágúst 2016 23:24 Veiran getur valdið fósturskaða þannig að börn fæðast vansköpuð, eða með svokallað dverghöfuð. Vísir/AFP Bandarísk heilbrigðismálayfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi á Puerto Rico vegna mikillar útbreiðslu zika-veirunnar. Útbreiðslan er sögð ógna lýðheilsu íbúa eyjunnar. Alejandro García Padilla, ríkisstjóri sambandssvæðisins, hafði áður óskað eftir auknum heimildum til að bregðast við útbreiðslunni og var í kjölfarið ákveðið að lýsa yfir neyðarástandi. Zikaveiran er sögð ógna heilsu mörg hundruð barnshafandi kvenna, ófæddra barna og kvenna á barnseignaraldri á eyjunni. Með ákvörðuninni geta yfirvöld meðal annars sóst eftir auknu fjármagni til að ráða og þjálfa atvinnulausa til að aðstoða í baráttu gegn útbreiðslunni og efla nauðsynlegt fræðslustarf. Í frétt Reuters kemur fram að alls hafi 10.690 tilfelli zikaveiru nú verið skráð á Puerto Rico, þar á meðal 1.035 í barnshafandi konum. Líklegt er talið að raunverulegur fjöldi sýktra sé í raun mun meiri þar sem flestir þeir sem sýkjast fái engin sérstök einkenni og sækist ekki eftir að fara í rannsókn. Zika-veiran berst með moskítóflugum af tegundinni Aedes. Helstu einkennin eru vægur hiti, útbrot, tárubólga, vöðva- eða liðverkir og almennur slappleiki, en þau gera oftast vart við sig tveimur til sjö dögum eftir bit og standa yfir í jafn langan tíma. Einungis einn af hverjum fjórum finnur fyrir einkennum. Þá eru jafnframt vísbendingar um að veiran valdi fósturskaða þannig að börn fæðist vansköpuð, eða með svokallað dverghöfuð. Zíka Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Bandarísk heilbrigðismálayfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi á Puerto Rico vegna mikillar útbreiðslu zika-veirunnar. Útbreiðslan er sögð ógna lýðheilsu íbúa eyjunnar. Alejandro García Padilla, ríkisstjóri sambandssvæðisins, hafði áður óskað eftir auknum heimildum til að bregðast við útbreiðslunni og var í kjölfarið ákveðið að lýsa yfir neyðarástandi. Zikaveiran er sögð ógna heilsu mörg hundruð barnshafandi kvenna, ófæddra barna og kvenna á barnseignaraldri á eyjunni. Með ákvörðuninni geta yfirvöld meðal annars sóst eftir auknu fjármagni til að ráða og þjálfa atvinnulausa til að aðstoða í baráttu gegn útbreiðslunni og efla nauðsynlegt fræðslustarf. Í frétt Reuters kemur fram að alls hafi 10.690 tilfelli zikaveiru nú verið skráð á Puerto Rico, þar á meðal 1.035 í barnshafandi konum. Líklegt er talið að raunverulegur fjöldi sýktra sé í raun mun meiri þar sem flestir þeir sem sýkjast fái engin sérstök einkenni og sækist ekki eftir að fara í rannsókn. Zika-veiran berst með moskítóflugum af tegundinni Aedes. Helstu einkennin eru vægur hiti, útbrot, tárubólga, vöðva- eða liðverkir og almennur slappleiki, en þau gera oftast vart við sig tveimur til sjö dögum eftir bit og standa yfir í jafn langan tíma. Einungis einn af hverjum fjórum finnur fyrir einkennum. Þá eru jafnframt vísbendingar um að veiran valdi fósturskaða þannig að börn fæðist vansköpuð, eða með svokallað dverghöfuð.
Zíka Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira