Þormóður: Yfirlýsingar ekki okkar íþrótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2016 08:00 Þormóður eðlilega svekktur. vísir/anton brink Þormóður Árni Jónsson tapaði fyrstu og einu glímu sinni á Ólympíuleikunum í Ríó en þriðju Ólympíuleikar hans enduðu í gær þegar hann var dæmdur úr leik eftir að hafa fengið of margar refsingar í glímu sinni við Pólverjann Maciej Sarnacki. „Það eru vonbrigði að komast ekki áfram. Þetta er algjör brotlending,“ sagði Þormóður Árni Jónsson svekktur skömmu eftir bardagann. „Þetta þýðir bara að þetta mót er búið sem og ákveðið tímabil. Þetta eru kaflaskipti og bara eins og þegar menn tapa í úrslitakeppninni. Nú þarf ég að setjast niður og skoða mína frammistöðu og taka ákvarðanir,“ sagði Þormóður en er hann nokkuð hættur? „Ég er voða lítið fyrir yfirlýsingar enda er það ekki okkar íþrótt,“ segir Þormóður. Eina viðureign hans á leikunum var í daufara lagi og hvorugur skoraði stig áður en dómarinn dæmdi Íslendinginn úr leik. „Hann sótti ekki eitt bragð allan tímann. Hann fór í hálfsóknir með útréttar hendur en reyndi aldrei að fara að mér. Ef hann hefði komið að mér þá hefði ég verið kominn á minn heimavöll,“ sagði Þormóður en er þetta sárasta tapið á ÓL? „Þau eru öll sár en það var samt sárara þegar ég tapaði 2008. Ég var yfir og hefði átt að vinna þá glímu,“ segir Þormóður en hann átti að gera betur. „Ég er ósáttur við að hafa ekki náð að ógna honum meira. Þetta er búið að vera vandamál með glímur ef það er lokað því ég vil frekar vera í villtari stíl. Maður verður samt að geta aðlagað sig,“ segir Þormóður. „Ég myndi áætla það að þetta séu síðustu Ólympíuleikarnir. Bara út af fjölskyldunni og svona. Ég þurfti að setja allt annað til hliðar síðan áramótin 2014 til 2015. Allt annað hefur þurft að bíða,“ segir Þormóður. Hann átti þá eftir að fá eldræðuna frá þjálfara sínum, Bjarna Friðrikssyni. „Það verða ekki fögur orð. Ég held samt ég setji bara mesta pressu og væntingar á mig sjálfur. Maður vill alltaf fara fram úr væntingum,“ segir Þormóður. „Það er alltaf ákveðinn áfangi að komast á Ólympíuleika eins og fyrir liðin að komast í úrslitakeppnina. Það var ágætt en þegar þú ert kominn hingað inn þá er það bara nýtt tímabil og ný markmið. Við duttum út í fyrstu umferð og í því vill enginn lenda,“ sagði Þormóður að lokum. – óój Aðrar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Þormóður Árni svekktur: Ég hefði þurft að sparka meira í hann Þormóður Árni Jónsson var vonsvikinn eftir að hafa dottið úr júdókeppni Ólympíuleikanna í Ríó eftir aðeins eina glímu. Þriðji Ólympíuleikar hans eru því á enda. 12. ágúst 2016 14:19 Þormóður: Super Bowl júdómanna Þormóður Árni Jónsson hefur endað í 17. sæti á síðustu tvennum Ólympíuleikum en mætir nú í þriðja sinn í uppgjörið á milli stóru strákanna í júdóinu. Keppni í þungavigtinni á Ólympíuleikunum í Ríó fer fram í dag. 12. ágúst 2016 07:00 Þormóður dæmdur úr leik Þormóður Árni Jónsson keppti í dag í +100 kg flokki í júdó en hann er nú að keppa á Ólympíuleikum í þriðja sinn. Frammistaða okkar manns olli miklum vonbrigðum en hann var dæmdur úr leik. 12. ágúst 2016 13:45 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Sjá meira
Þormóður Árni Jónsson tapaði fyrstu og einu glímu sinni á Ólympíuleikunum í Ríó en þriðju Ólympíuleikar hans enduðu í gær þegar hann var dæmdur úr leik eftir að hafa fengið of margar refsingar í glímu sinni við Pólverjann Maciej Sarnacki. „Það eru vonbrigði að komast ekki áfram. Þetta er algjör brotlending,“ sagði Þormóður Árni Jónsson svekktur skömmu eftir bardagann. „Þetta þýðir bara að þetta mót er búið sem og ákveðið tímabil. Þetta eru kaflaskipti og bara eins og þegar menn tapa í úrslitakeppninni. Nú þarf ég að setjast niður og skoða mína frammistöðu og taka ákvarðanir,“ sagði Þormóður en er hann nokkuð hættur? „Ég er voða lítið fyrir yfirlýsingar enda er það ekki okkar íþrótt,“ segir Þormóður. Eina viðureign hans á leikunum var í daufara lagi og hvorugur skoraði stig áður en dómarinn dæmdi Íslendinginn úr leik. „Hann sótti ekki eitt bragð allan tímann. Hann fór í hálfsóknir með útréttar hendur en reyndi aldrei að fara að mér. Ef hann hefði komið að mér þá hefði ég verið kominn á minn heimavöll,“ sagði Þormóður en er þetta sárasta tapið á ÓL? „Þau eru öll sár en það var samt sárara þegar ég tapaði 2008. Ég var yfir og hefði átt að vinna þá glímu,“ segir Þormóður en hann átti að gera betur. „Ég er ósáttur við að hafa ekki náð að ógna honum meira. Þetta er búið að vera vandamál með glímur ef það er lokað því ég vil frekar vera í villtari stíl. Maður verður samt að geta aðlagað sig,“ segir Þormóður. „Ég myndi áætla það að þetta séu síðustu Ólympíuleikarnir. Bara út af fjölskyldunni og svona. Ég þurfti að setja allt annað til hliðar síðan áramótin 2014 til 2015. Allt annað hefur þurft að bíða,“ segir Þormóður. Hann átti þá eftir að fá eldræðuna frá þjálfara sínum, Bjarna Friðrikssyni. „Það verða ekki fögur orð. Ég held samt ég setji bara mesta pressu og væntingar á mig sjálfur. Maður vill alltaf fara fram úr væntingum,“ segir Þormóður. „Það er alltaf ákveðinn áfangi að komast á Ólympíuleika eins og fyrir liðin að komast í úrslitakeppnina. Það var ágætt en þegar þú ert kominn hingað inn þá er það bara nýtt tímabil og ný markmið. Við duttum út í fyrstu umferð og í því vill enginn lenda,“ sagði Þormóður að lokum. – óój
Aðrar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Þormóður Árni svekktur: Ég hefði þurft að sparka meira í hann Þormóður Árni Jónsson var vonsvikinn eftir að hafa dottið úr júdókeppni Ólympíuleikanna í Ríó eftir aðeins eina glímu. Þriðji Ólympíuleikar hans eru því á enda. 12. ágúst 2016 14:19 Þormóður: Super Bowl júdómanna Þormóður Árni Jónsson hefur endað í 17. sæti á síðustu tvennum Ólympíuleikum en mætir nú í þriðja sinn í uppgjörið á milli stóru strákanna í júdóinu. Keppni í þungavigtinni á Ólympíuleikunum í Ríó fer fram í dag. 12. ágúst 2016 07:00 Þormóður dæmdur úr leik Þormóður Árni Jónsson keppti í dag í +100 kg flokki í júdó en hann er nú að keppa á Ólympíuleikum í þriðja sinn. Frammistaða okkar manns olli miklum vonbrigðum en hann var dæmdur úr leik. 12. ágúst 2016 13:45 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Sjá meira
Þormóður Árni svekktur: Ég hefði þurft að sparka meira í hann Þormóður Árni Jónsson var vonsvikinn eftir að hafa dottið úr júdókeppni Ólympíuleikanna í Ríó eftir aðeins eina glímu. Þriðji Ólympíuleikar hans eru því á enda. 12. ágúst 2016 14:19
Þormóður: Super Bowl júdómanna Þormóður Árni Jónsson hefur endað í 17. sæti á síðustu tvennum Ólympíuleikum en mætir nú í þriðja sinn í uppgjörið á milli stóru strákanna í júdóinu. Keppni í þungavigtinni á Ólympíuleikunum í Ríó fer fram í dag. 12. ágúst 2016 07:00
Þormóður dæmdur úr leik Þormóður Árni Jónsson keppti í dag í +100 kg flokki í júdó en hann er nú að keppa á Ólympíuleikum í þriðja sinn. Frammistaða okkar manns olli miklum vonbrigðum en hann var dæmdur úr leik. 12. ágúst 2016 13:45