Þormóður: Yfirlýsingar ekki okkar íþrótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2016 08:00 Þormóður eðlilega svekktur. vísir/anton brink Þormóður Árni Jónsson tapaði fyrstu og einu glímu sinni á Ólympíuleikunum í Ríó en þriðju Ólympíuleikar hans enduðu í gær þegar hann var dæmdur úr leik eftir að hafa fengið of margar refsingar í glímu sinni við Pólverjann Maciej Sarnacki. „Það eru vonbrigði að komast ekki áfram. Þetta er algjör brotlending,“ sagði Þormóður Árni Jónsson svekktur skömmu eftir bardagann. „Þetta þýðir bara að þetta mót er búið sem og ákveðið tímabil. Þetta eru kaflaskipti og bara eins og þegar menn tapa í úrslitakeppninni. Nú þarf ég að setjast niður og skoða mína frammistöðu og taka ákvarðanir,“ sagði Þormóður en er hann nokkuð hættur? „Ég er voða lítið fyrir yfirlýsingar enda er það ekki okkar íþrótt,“ segir Þormóður. Eina viðureign hans á leikunum var í daufara lagi og hvorugur skoraði stig áður en dómarinn dæmdi Íslendinginn úr leik. „Hann sótti ekki eitt bragð allan tímann. Hann fór í hálfsóknir með útréttar hendur en reyndi aldrei að fara að mér. Ef hann hefði komið að mér þá hefði ég verið kominn á minn heimavöll,“ sagði Þormóður en er þetta sárasta tapið á ÓL? „Þau eru öll sár en það var samt sárara þegar ég tapaði 2008. Ég var yfir og hefði átt að vinna þá glímu,“ segir Þormóður en hann átti að gera betur. „Ég er ósáttur við að hafa ekki náð að ógna honum meira. Þetta er búið að vera vandamál með glímur ef það er lokað því ég vil frekar vera í villtari stíl. Maður verður samt að geta aðlagað sig,“ segir Þormóður. „Ég myndi áætla það að þetta séu síðustu Ólympíuleikarnir. Bara út af fjölskyldunni og svona. Ég þurfti að setja allt annað til hliðar síðan áramótin 2014 til 2015. Allt annað hefur þurft að bíða,“ segir Þormóður. Hann átti þá eftir að fá eldræðuna frá þjálfara sínum, Bjarna Friðrikssyni. „Það verða ekki fögur orð. Ég held samt ég setji bara mesta pressu og væntingar á mig sjálfur. Maður vill alltaf fara fram úr væntingum,“ segir Þormóður. „Það er alltaf ákveðinn áfangi að komast á Ólympíuleika eins og fyrir liðin að komast í úrslitakeppnina. Það var ágætt en þegar þú ert kominn hingað inn þá er það bara nýtt tímabil og ný markmið. Við duttum út í fyrstu umferð og í því vill enginn lenda,“ sagði Þormóður að lokum. – óój Aðrar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Þormóður Árni svekktur: Ég hefði þurft að sparka meira í hann Þormóður Árni Jónsson var vonsvikinn eftir að hafa dottið úr júdókeppni Ólympíuleikanna í Ríó eftir aðeins eina glímu. Þriðji Ólympíuleikar hans eru því á enda. 12. ágúst 2016 14:19 Þormóður: Super Bowl júdómanna Þormóður Árni Jónsson hefur endað í 17. sæti á síðustu tvennum Ólympíuleikum en mætir nú í þriðja sinn í uppgjörið á milli stóru strákanna í júdóinu. Keppni í þungavigtinni á Ólympíuleikunum í Ríó fer fram í dag. 12. ágúst 2016 07:00 Þormóður dæmdur úr leik Þormóður Árni Jónsson keppti í dag í +100 kg flokki í júdó en hann er nú að keppa á Ólympíuleikum í þriðja sinn. Frammistaða okkar manns olli miklum vonbrigðum en hann var dæmdur úr leik. 12. ágúst 2016 13:45 Mest lesið Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Fleiri fréttir Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjá meira
Þormóður Árni Jónsson tapaði fyrstu og einu glímu sinni á Ólympíuleikunum í Ríó en þriðju Ólympíuleikar hans enduðu í gær þegar hann var dæmdur úr leik eftir að hafa fengið of margar refsingar í glímu sinni við Pólverjann Maciej Sarnacki. „Það eru vonbrigði að komast ekki áfram. Þetta er algjör brotlending,“ sagði Þormóður Árni Jónsson svekktur skömmu eftir bardagann. „Þetta þýðir bara að þetta mót er búið sem og ákveðið tímabil. Þetta eru kaflaskipti og bara eins og þegar menn tapa í úrslitakeppninni. Nú þarf ég að setjast niður og skoða mína frammistöðu og taka ákvarðanir,“ sagði Þormóður en er hann nokkuð hættur? „Ég er voða lítið fyrir yfirlýsingar enda er það ekki okkar íþrótt,“ segir Þormóður. Eina viðureign hans á leikunum var í daufara lagi og hvorugur skoraði stig áður en dómarinn dæmdi Íslendinginn úr leik. „Hann sótti ekki eitt bragð allan tímann. Hann fór í hálfsóknir með útréttar hendur en reyndi aldrei að fara að mér. Ef hann hefði komið að mér þá hefði ég verið kominn á minn heimavöll,“ sagði Þormóður en er þetta sárasta tapið á ÓL? „Þau eru öll sár en það var samt sárara þegar ég tapaði 2008. Ég var yfir og hefði átt að vinna þá glímu,“ segir Þormóður en hann átti að gera betur. „Ég er ósáttur við að hafa ekki náð að ógna honum meira. Þetta er búið að vera vandamál með glímur ef það er lokað því ég vil frekar vera í villtari stíl. Maður verður samt að geta aðlagað sig,“ segir Þormóður. „Ég myndi áætla það að þetta séu síðustu Ólympíuleikarnir. Bara út af fjölskyldunni og svona. Ég þurfti að setja allt annað til hliðar síðan áramótin 2014 til 2015. Allt annað hefur þurft að bíða,“ segir Þormóður. Hann átti þá eftir að fá eldræðuna frá þjálfara sínum, Bjarna Friðrikssyni. „Það verða ekki fögur orð. Ég held samt ég setji bara mesta pressu og væntingar á mig sjálfur. Maður vill alltaf fara fram úr væntingum,“ segir Þormóður. „Það er alltaf ákveðinn áfangi að komast á Ólympíuleika eins og fyrir liðin að komast í úrslitakeppnina. Það var ágætt en þegar þú ert kominn hingað inn þá er það bara nýtt tímabil og ný markmið. Við duttum út í fyrstu umferð og í því vill enginn lenda,“ sagði Þormóður að lokum. – óój
Aðrar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Þormóður Árni svekktur: Ég hefði þurft að sparka meira í hann Þormóður Árni Jónsson var vonsvikinn eftir að hafa dottið úr júdókeppni Ólympíuleikanna í Ríó eftir aðeins eina glímu. Þriðji Ólympíuleikar hans eru því á enda. 12. ágúst 2016 14:19 Þormóður: Super Bowl júdómanna Þormóður Árni Jónsson hefur endað í 17. sæti á síðustu tvennum Ólympíuleikum en mætir nú í þriðja sinn í uppgjörið á milli stóru strákanna í júdóinu. Keppni í þungavigtinni á Ólympíuleikunum í Ríó fer fram í dag. 12. ágúst 2016 07:00 Þormóður dæmdur úr leik Þormóður Árni Jónsson keppti í dag í +100 kg flokki í júdó en hann er nú að keppa á Ólympíuleikum í þriðja sinn. Frammistaða okkar manns olli miklum vonbrigðum en hann var dæmdur úr leik. 12. ágúst 2016 13:45 Mest lesið Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Fleiri fréttir Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjá meira
Þormóður Árni svekktur: Ég hefði þurft að sparka meira í hann Þormóður Árni Jónsson var vonsvikinn eftir að hafa dottið úr júdókeppni Ólympíuleikanna í Ríó eftir aðeins eina glímu. Þriðji Ólympíuleikar hans eru því á enda. 12. ágúst 2016 14:19
Þormóður: Super Bowl júdómanna Þormóður Árni Jónsson hefur endað í 17. sæti á síðustu tvennum Ólympíuleikum en mætir nú í þriðja sinn í uppgjörið á milli stóru strákanna í júdóinu. Keppni í þungavigtinni á Ólympíuleikunum í Ríó fer fram í dag. 12. ágúst 2016 07:00
Þormóður dæmdur úr leik Þormóður Árni Jónsson keppti í dag í +100 kg flokki í júdó en hann er nú að keppa á Ólympíuleikum í þriðja sinn. Frammistaða okkar manns olli miklum vonbrigðum en hann var dæmdur úr leik. 12. ágúst 2016 13:45
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð