Sauber liðið í Formúlu 1 hefur engar afsakanir til að færa sig ekki ofar í keppni bílasmiða á næstar ári, samkvæmt liðsstjóra Sauber Monisha Kaltenborn.
Svissneska liðið hafnaði í áttunda sæti í keppni bílasmiða á sóðasta ári. Í ár hefur Sauber ekki enn tekist að ná í stig.
Nýir eigendur, Longbow Finance hafa blásið nýjan byr í Sauber seglin. Yfirtaka Longbow Finance er Sauber einkar mikilvæg. Liðið er raunar að aka nánast óbreyttum bíl frá síðasta tímabili.
Kaltenborn segir miklar framfarir væntanlegar, sérstaklega á næsta tímabili.
„Við einbeitum okkur að því nú að koma okkur í eðlilegt horf. Við þurfum að færa markmiðm okkar frá því að lifa morgundaginn af og yfir í langtíma markmið,“ sagði Kaltenborn í samtali við Autosport.
„Ég er sannfærð um að það er hægt að ná meiru út úr bíl þessa árs en við verðum líka að einbeita okkur að bíl næsta árs. Við höfum engar afsakanir á næsta ári,“ bætti Kaltenborn við.
Sauber liðið er án tæknistjóra þessi misserin eftir að Mark Smith hætti fyrir tímabilið. kaltenborn segir það gríðarlega mikilvægt að hefja tæknilega uppbyggingu innan liðsins á ný.
