Þráhyggjukennt, brjálæðislegt, grípandi Jónas Sen skrifar 13. ágúst 2016 12:00 Snarky Puppy í stuði á tónleikum en tónsmíðar sveitarinnar eru sérstaklega góðar. Tónlist Djasstónleikar Snarky Puppy kom fram á Djasshátíð Reykjavíkur Eldborg, Hörpu miðvikudaginn 10. ágúst Ef þér er illa við einhvern, skaltu gefa barninu hans trompet. Hljómurinn er skerandi og það er lýjandi að hlusta á nemanda æfa sig á hann. En þegar trompetblástur er keyrður upp úr öllu valdi í hljóðkerfinu í Eldborginni í Hörpu, þá er málið orðið grafalvarlegt. Þegar verst lét á tónleikum Snarky Puppy á miðvikudagskvöldið á Djasshátíð Reykjavíkur var trompetinn svo hvass að það jaðraði við að vera eins og pyntingaraðferð frá miðöldum. Toppurinn á hljóðsviðinu var mjög harður. Þegar spilað var hátt (líkt og gert var megnið af tímanum), var það afar óþægilegt áheyrnar. Þetta eru vondu fréttirnar. Þær góðu voru að leikur hljóðfæraleikaranna var framúrskarandi. Snarky Puppy er um 40 manna samfélag djassista sem hefur aðsetur í Brooklyn í New York. Það varð þó til í Texas fyrir rúmum áratug. Aðalmaðurinn er Michael League, sem leikur á bassa og er líka tónskáld og pródúsent. Í gegnum árin hefur hann safnað í kringum sig þessum magnaða hópi hljóðfæraleikara. Margir hverjir hafa komið fram með heimsfrægum söngvurum. Sveitin hefur jafnframt hlotið Grammy-verðlaunin. Það voru þó ekki 40 manns á sviðinu í Eldborginni, heldur aðeins fjórðungur af því. Spilað var á ýmis hljóðfæri; fiðlu, hljómborð, trompet, saxófón, trommur, o.s.frv. Það var enginn söngur. Leikurinn var gríðarlega samtaka, léttur og snarpur. Útsetningarnar voru skemmtilega fjölbreyttar. Mismunandi hljóðfærasamsetningar sköpuð margbreytileg litbrigði. Sífellt var eitthvað nýtt sem bar fyrir eyru. Tónsmíðarnar voru ákaflega flottar. Þetta voru ekki hefðbundin lög eins og Duke Ellington og Ella Fitzgerald voru þekkt fyrir. Músíkin grundvallaðist á mínímalískum stefbrotum sem urðu gjarnan að voldugum, nýstárlegum tónaseið. Gaman hve vel var unnið úr hugmyndunum. Ávallt var farið með þau miklu lengra en maður hélt að væri mögulegt. Út á ystu nöf! Maður vissi aldrei hvað kom næst. Eitt tilkomumesta atriðið var þegar rafgítarleikari og trommuleikari spiluðu einir saman drykklanga stund. Stígandin var ótrúleg, allt frá þráhyggjukenndum innhverfum tónahendingum upp í algert brjálæði. Svo margfaldaðist það þegar hinir hljóðfæraleikararnir komu loksins inn alveg í lokin. Í heild var tónlistin stílhrein og nútímaleg. Það var ekkert rómantískt við hana, og fátt afslappað. Andrúmsloftið var fullt af ákafa og spennu, jafnvel manískt. Stemningin var sérlega grípandi. Ef hljóðið á tónleikunum hefði verið almennilegt, fengju tónleikarnir fimm stjörnur hér, jafnvel sex.Niðurstaða: Frábær hljóðfæraleikur, hugmyndaríkar útsetningar, magnaðar tónsmíðar. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. ágúst 2016. Menning Tónlistargagnrýni Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Tónlist Djasstónleikar Snarky Puppy kom fram á Djasshátíð Reykjavíkur Eldborg, Hörpu miðvikudaginn 10. ágúst Ef þér er illa við einhvern, skaltu gefa barninu hans trompet. Hljómurinn er skerandi og það er lýjandi að hlusta á nemanda æfa sig á hann. En þegar trompetblástur er keyrður upp úr öllu valdi í hljóðkerfinu í Eldborginni í Hörpu, þá er málið orðið grafalvarlegt. Þegar verst lét á tónleikum Snarky Puppy á miðvikudagskvöldið á Djasshátíð Reykjavíkur var trompetinn svo hvass að það jaðraði við að vera eins og pyntingaraðferð frá miðöldum. Toppurinn á hljóðsviðinu var mjög harður. Þegar spilað var hátt (líkt og gert var megnið af tímanum), var það afar óþægilegt áheyrnar. Þetta eru vondu fréttirnar. Þær góðu voru að leikur hljóðfæraleikaranna var framúrskarandi. Snarky Puppy er um 40 manna samfélag djassista sem hefur aðsetur í Brooklyn í New York. Það varð þó til í Texas fyrir rúmum áratug. Aðalmaðurinn er Michael League, sem leikur á bassa og er líka tónskáld og pródúsent. Í gegnum árin hefur hann safnað í kringum sig þessum magnaða hópi hljóðfæraleikara. Margir hverjir hafa komið fram með heimsfrægum söngvurum. Sveitin hefur jafnframt hlotið Grammy-verðlaunin. Það voru þó ekki 40 manns á sviðinu í Eldborginni, heldur aðeins fjórðungur af því. Spilað var á ýmis hljóðfæri; fiðlu, hljómborð, trompet, saxófón, trommur, o.s.frv. Það var enginn söngur. Leikurinn var gríðarlega samtaka, léttur og snarpur. Útsetningarnar voru skemmtilega fjölbreyttar. Mismunandi hljóðfærasamsetningar sköpuð margbreytileg litbrigði. Sífellt var eitthvað nýtt sem bar fyrir eyru. Tónsmíðarnar voru ákaflega flottar. Þetta voru ekki hefðbundin lög eins og Duke Ellington og Ella Fitzgerald voru þekkt fyrir. Músíkin grundvallaðist á mínímalískum stefbrotum sem urðu gjarnan að voldugum, nýstárlegum tónaseið. Gaman hve vel var unnið úr hugmyndunum. Ávallt var farið með þau miklu lengra en maður hélt að væri mögulegt. Út á ystu nöf! Maður vissi aldrei hvað kom næst. Eitt tilkomumesta atriðið var þegar rafgítarleikari og trommuleikari spiluðu einir saman drykklanga stund. Stígandin var ótrúleg, allt frá þráhyggjukenndum innhverfum tónahendingum upp í algert brjálæði. Svo margfaldaðist það þegar hinir hljóðfæraleikararnir komu loksins inn alveg í lokin. Í heild var tónlistin stílhrein og nútímaleg. Það var ekkert rómantískt við hana, og fátt afslappað. Andrúmsloftið var fullt af ákafa og spennu, jafnvel manískt. Stemningin var sérlega grípandi. Ef hljóðið á tónleikunum hefði verið almennilegt, fengju tónleikarnir fimm stjörnur hér, jafnvel sex.Niðurstaða: Frábær hljóðfæraleikur, hugmyndaríkar útsetningar, magnaðar tónsmíðar. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. ágúst 2016.
Menning Tónlistargagnrýni Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira