Ungstirni frá hinni vindasömu borg Stefán Þór Hjartarson skrifar 12. ágúst 2016 11:30 Vic Mensa hefur meðal annars samið lög með Kanye West og verið tilnefndur til Grammy-verðlauna. Vic Mensa er fæddur 1993 sem þýðir að hann er einungis 23 ára, ári eldri en Justin Bieber. Hann er frá Chicago eins og mörg af stórum nöfnunum úr rapp og R&B heiminum – en þaðan eru til dæmis Chance the Rapper, Kanye West, Chief Keef og Jeremih. Hann er á samningi hjá Roc Nation, útgáfufyrirtæki sem er risi í heimi popptónlistar og var stofnað af rapparanum Jay-Z árið 2008. Þar eru meðal annars stór nöfn eins og Big Sean, Kanye West, Grimes, J. Cole og Demi Lovato á samningi. Vic Mensa er einn af nokkrum ungum röppurum sem hafa klifrað ansi hátt á skömmum tíma vestanhafs án þess að hafa gefið mikið af efni út, en hans fyrsta plata á enn eftir að líta dagsins ljós. Hann hefur starfað töluvert með Chance the Rapper sem hefur átt svipaðri velgengni að fagna og komist á stjörnuhimininn vestra, en þeir eru báðir frá Chicago og hefur hvorugur gefið út plötu. Einnig hafa þeir báðir fengið blessun Kanye West, sem vill oft gera ungum listamönnum greiða. Vic Mensa var til dæmis með í Kanye-laginu Wolves og þeir tóku það saman ásamt söngkonunni Sia í þættinum Saturday Night Live – en síðan, þegar Life of Pablo platan hans Kanye West kom út, var Vic skyndilega horfinn úr laginu. Saman gerðu þeir þó lagið U Mad sem kom fyrst út á Soundcloud-síðu Vic Mensa og varð það ágætlega vinsælt og er sagt vera hans önnur smáskífa af væntanlegri plötu – einnig var Vic skráður sem meðhöfundur að lagi Kayne West All Day og var fyrir það tilnefndur til Grammy-verðlauna árið 2015.Logi Pedro Stefánsson er spenntur fyrir komu Vic Mensa en hann mun spila í Kórnum með Sturla Atlas. Vísir/GVA„Ég er ógeðslega spenntur. Ég hef fylgst með honum síðan hann gaf út sinn fyrsta vinsæla single, Down on My Luck. Gaman að sjá strák frá Chicago koma að hita upp fyrir stærstu poppstjörnu í heiminum hérna á Íslandi og auðvitað gott fyrir alla Kanye West-aðdáendur að sjá hann, enda er hann með sitt hlutverk á nýjustu plötunni hans,“ segir Logi Pedro Stefánsson sem er ávallt með puttann á púlsinum þegar kemur að tónlistinni. Logi verður auðvitað á svæðinu með Sturla Atlas og restinni af 101 boys sem munu hita upp fyrir Bieber ásamt Vic. Justin Bieber mætir í Kórinn ásamt Vic Mensa og Sturla Atlas þann 8. og 9. september og mun þetta vera stærsti tónlistarviðburður í Íslandssögunni en samtals eru 19.000 miðar í boði. Enn er hægt að kaupa miða á seinni tónleikana á tix.is en það seldist upp á örskotsstundu á þá fyrri. Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Fleiri fréttir Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Sjá meira
Vic Mensa er fæddur 1993 sem þýðir að hann er einungis 23 ára, ári eldri en Justin Bieber. Hann er frá Chicago eins og mörg af stórum nöfnunum úr rapp og R&B heiminum – en þaðan eru til dæmis Chance the Rapper, Kanye West, Chief Keef og Jeremih. Hann er á samningi hjá Roc Nation, útgáfufyrirtæki sem er risi í heimi popptónlistar og var stofnað af rapparanum Jay-Z árið 2008. Þar eru meðal annars stór nöfn eins og Big Sean, Kanye West, Grimes, J. Cole og Demi Lovato á samningi. Vic Mensa er einn af nokkrum ungum röppurum sem hafa klifrað ansi hátt á skömmum tíma vestanhafs án þess að hafa gefið mikið af efni út, en hans fyrsta plata á enn eftir að líta dagsins ljós. Hann hefur starfað töluvert með Chance the Rapper sem hefur átt svipaðri velgengni að fagna og komist á stjörnuhimininn vestra, en þeir eru báðir frá Chicago og hefur hvorugur gefið út plötu. Einnig hafa þeir báðir fengið blessun Kanye West, sem vill oft gera ungum listamönnum greiða. Vic Mensa var til dæmis með í Kanye-laginu Wolves og þeir tóku það saman ásamt söngkonunni Sia í þættinum Saturday Night Live – en síðan, þegar Life of Pablo platan hans Kanye West kom út, var Vic skyndilega horfinn úr laginu. Saman gerðu þeir þó lagið U Mad sem kom fyrst út á Soundcloud-síðu Vic Mensa og varð það ágætlega vinsælt og er sagt vera hans önnur smáskífa af væntanlegri plötu – einnig var Vic skráður sem meðhöfundur að lagi Kayne West All Day og var fyrir það tilnefndur til Grammy-verðlauna árið 2015.Logi Pedro Stefánsson er spenntur fyrir komu Vic Mensa en hann mun spila í Kórnum með Sturla Atlas. Vísir/GVA„Ég er ógeðslega spenntur. Ég hef fylgst með honum síðan hann gaf út sinn fyrsta vinsæla single, Down on My Luck. Gaman að sjá strák frá Chicago koma að hita upp fyrir stærstu poppstjörnu í heiminum hérna á Íslandi og auðvitað gott fyrir alla Kanye West-aðdáendur að sjá hann, enda er hann með sitt hlutverk á nýjustu plötunni hans,“ segir Logi Pedro Stefánsson sem er ávallt með puttann á púlsinum þegar kemur að tónlistinni. Logi verður auðvitað á svæðinu með Sturla Atlas og restinni af 101 boys sem munu hita upp fyrir Bieber ásamt Vic. Justin Bieber mætir í Kórinn ásamt Vic Mensa og Sturla Atlas þann 8. og 9. september og mun þetta vera stærsti tónlistarviðburður í Íslandssögunni en samtals eru 19.000 miðar í boði. Enn er hægt að kaupa miða á seinni tónleikana á tix.is en það seldist upp á örskotsstundu á þá fyrri.
Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Fleiri fréttir Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Sjá meira