Eygló Ósk í úrslit: Ég er næstum því að fara gráta Óskar Ófeigur Jónsson í Ríó skrifar 12. ágúst 2016 02:10 Eygló Ósk Gústafsdóttir sér að Íslandsmetið er fallið. Vísir/Anton Eygló Ósk Gústafsdóttir átti erfitt með sig eftir undanúrslitasundið í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt. Hún náði sjöunda besta tímanum, setti nýtt glæsilegt Íslandsmet og komst í úrslit. Stórkostleg frammistaða. „Ég er næstum því að fara gráta því þetta er svo geðveikt," voru fyrstu orðin sem ég fékk upp úr Eyglóu Ósk Gústafsdóttur eftir sundið sem var frábæralega útfært hjá henni. Hún bætti gamla Íslandsmetið um tuttugu sekúndubrot. „Ég á eiginlega engin orð núna," sagði Eygló Ósk en hún var þá nýbúin að fylgjast með seinni undanúrslitariðlinum en það kom ekki í ljós fyrr en eftir hann hvort hún væri inni í úrslitum eða ekki. „Hefði ein önnur verið hraðari þá hefðum við þurft að fara í umsund og synda um það hvor hefði komist áfram," sagði Eygló Ósk en hún kom inn á sama tíma og Rússinn Daria Ustinova. Þær voru hinsvegar númer sjö og átta og komust báðar í úrslitin. „Ég veit eiginlega ekki hvað ég gerði. Alltaf þegar ég syndi mín bestu sund þá er ég ekki að hugsa og bara geri eitthvað. Það eina sem ég var að hugsa var það að seinustu 50 metrarnir hjá mér í morgun voru of hægir. Nú gaf ég bara allt í botn á seinustu 50 metrunum," sagði Eygló. „Ég hugsaði bara um það að mér væri alveg sama hvort ég syndi ekki á morgun eða ekki. Ég leit bara á þetta sem seinasta sundið mitt og ætlaði bara að gefa allt í þetta," sagði Eygló. „Þetta er bara ótrúlegt að ég hafi náð þessu. Það er svo erfitt að hitta nákvæmlega á rétt sund á réttum tíma. Það að þetta hafi gerst er bara geðveikt," sagði Eygló Ósk. „Komin með Íslandmet og allt. Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa þessu," sagði Eygló og það var magnað að fylgjast með henni vera búin að uppskera svona glæsilega á sjálfum Ólympíuleikunum. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Tengdar fréttir Eygló Ósk setti glæsilegt Íslandsmet og komst í úrslit Eygló Ósk Gústafsdóttir er komin í úrslitasundið í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó en hún náði sjöunda besta tímanum í undanúrslitunum í nótt. 12. ágúst 2016 01:45 Eygló Ósk í undanúrslit í 200 metra baksundi Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum 200 metra baksunds kvenna á Ólympíuleikunum með því að ná tólfta besta tímanum í undanrásum. 11. ágúst 2016 17:45 Eygló Ósk hás og hóstandi eftir sundið Eygló Ósk Gústafsdóttir þurfti að hrista af sér smá veikindi þegar hún tryggði sér sæti í undanúrslitum í annað skiptið á Ólympíuleikunum í Ríó. 11. ágúst 2016 18:35 Eygló Ósk: Bjóst ekki alveg við því að þetta væri svona hratt Eygló Ósk Gústafsdóttir synti örugglega inn í undanúrslit í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó þegar hún varð með tólfta besta tímann í undanrásunum. 11. ágúst 2016 18:30 Mest lesið Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Utan vallar: Óróapúls óskast Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Öll að koma til eftir fólskulegt brot Kært vegna rasisma í Garðabæ Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Dagskráin í dag: Stórleikir í körfuboltanum og þýsk stórlið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Fury segist vera hættur ... aftur Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Sjá meira
Eygló Ósk Gústafsdóttir átti erfitt með sig eftir undanúrslitasundið í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt. Hún náði sjöunda besta tímanum, setti nýtt glæsilegt Íslandsmet og komst í úrslit. Stórkostleg frammistaða. „Ég er næstum því að fara gráta því þetta er svo geðveikt," voru fyrstu orðin sem ég fékk upp úr Eyglóu Ósk Gústafsdóttur eftir sundið sem var frábæralega útfært hjá henni. Hún bætti gamla Íslandsmetið um tuttugu sekúndubrot. „Ég á eiginlega engin orð núna," sagði Eygló Ósk en hún var þá nýbúin að fylgjast með seinni undanúrslitariðlinum en það kom ekki í ljós fyrr en eftir hann hvort hún væri inni í úrslitum eða ekki. „Hefði ein önnur verið hraðari þá hefðum við þurft að fara í umsund og synda um það hvor hefði komist áfram," sagði Eygló Ósk en hún kom inn á sama tíma og Rússinn Daria Ustinova. Þær voru hinsvegar númer sjö og átta og komust báðar í úrslitin. „Ég veit eiginlega ekki hvað ég gerði. Alltaf þegar ég syndi mín bestu sund þá er ég ekki að hugsa og bara geri eitthvað. Það eina sem ég var að hugsa var það að seinustu 50 metrarnir hjá mér í morgun voru of hægir. Nú gaf ég bara allt í botn á seinustu 50 metrunum," sagði Eygló. „Ég hugsaði bara um það að mér væri alveg sama hvort ég syndi ekki á morgun eða ekki. Ég leit bara á þetta sem seinasta sundið mitt og ætlaði bara að gefa allt í þetta," sagði Eygló. „Þetta er bara ótrúlegt að ég hafi náð þessu. Það er svo erfitt að hitta nákvæmlega á rétt sund á réttum tíma. Það að þetta hafi gerst er bara geðveikt," sagði Eygló Ósk. „Komin með Íslandmet og allt. Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa þessu," sagði Eygló og það var magnað að fylgjast með henni vera búin að uppskera svona glæsilega á sjálfum Ólympíuleikunum.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Tengdar fréttir Eygló Ósk setti glæsilegt Íslandsmet og komst í úrslit Eygló Ósk Gústafsdóttir er komin í úrslitasundið í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó en hún náði sjöunda besta tímanum í undanúrslitunum í nótt. 12. ágúst 2016 01:45 Eygló Ósk í undanúrslit í 200 metra baksundi Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum 200 metra baksunds kvenna á Ólympíuleikunum með því að ná tólfta besta tímanum í undanrásum. 11. ágúst 2016 17:45 Eygló Ósk hás og hóstandi eftir sundið Eygló Ósk Gústafsdóttir þurfti að hrista af sér smá veikindi þegar hún tryggði sér sæti í undanúrslitum í annað skiptið á Ólympíuleikunum í Ríó. 11. ágúst 2016 18:35 Eygló Ósk: Bjóst ekki alveg við því að þetta væri svona hratt Eygló Ósk Gústafsdóttir synti örugglega inn í undanúrslit í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó þegar hún varð með tólfta besta tímann í undanrásunum. 11. ágúst 2016 18:30 Mest lesið Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Utan vallar: Óróapúls óskast Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Öll að koma til eftir fólskulegt brot Kært vegna rasisma í Garðabæ Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Dagskráin í dag: Stórleikir í körfuboltanum og þýsk stórlið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Fury segist vera hættur ... aftur Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Sjá meira
Eygló Ósk setti glæsilegt Íslandsmet og komst í úrslit Eygló Ósk Gústafsdóttir er komin í úrslitasundið í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó en hún náði sjöunda besta tímanum í undanúrslitunum í nótt. 12. ágúst 2016 01:45
Eygló Ósk í undanúrslit í 200 metra baksundi Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum 200 metra baksunds kvenna á Ólympíuleikunum með því að ná tólfta besta tímanum í undanrásum. 11. ágúst 2016 17:45
Eygló Ósk hás og hóstandi eftir sundið Eygló Ósk Gústafsdóttir þurfti að hrista af sér smá veikindi þegar hún tryggði sér sæti í undanúrslitum í annað skiptið á Ólympíuleikunum í Ríó. 11. ágúst 2016 18:35
Eygló Ósk: Bjóst ekki alveg við því að þetta væri svona hratt Eygló Ósk Gústafsdóttir synti örugglega inn í undanúrslit í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó þegar hún varð með tólfta besta tímann í undanrásunum. 11. ágúst 2016 18:30