Eygló Ósk: Bjóst ekki alveg við því að þetta væri svona hratt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. ágúst 2016 18:30 Eygló Ósk Gústafsdóttir í sundinu í dag. Vísir/Anton Eygló Ósk Gústafsdóttir synti örugglega inn í undanúrslit í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó þegar hún varð með tólfta besta tímann í undanrásunum. Sund Eyglóar Óskar leit vel út og hún var ekki langt frá Íslandsmetinu sínu. Samkeppnin verður hörð um sæti í úrslitunum en þar þarf Eygló að hækka sig um þrjú sæti. „Mér leið vel og ég bjóst ekki við því að ég hefði farið á þessum tíma því mér leið ekki þannig," sagði Eygló og hló að klaufalegu orðalagi blaðamanns að þetta hafi verið afslappað. „Þetta sund er aldrei afslappað. Það er aldrei létt að synda þetta sund sama hvað þú gerir," sagði Eygló. „Mér leið það vel í vatninu að ég bjóst ekki alveg við því að þetta væri svona hratt. Það er bara gott því ég hefði ekki getað farið mikið hægar," sagði Eygló. „Mér líður vel fyrir kvöldið. Vonandi get ég farið hraðar í kvöld og reyna að halda í við þessar risastóru stelpur þarna," sagði Eygló Ósk en ekkert nema Íslandsmet mun koma henni í undanúrslitin. „Þetta eru rosalega sterk grein og það eru svo margar öflugar stelpur sem eru í þessu. Þetta er mikið sterkara en þetta var í fyrra," sagði Eygló og vísaði þá í 200 metra baksundið á HM í Kazan. „Ég var að fara á svipuðum tíma í morgunhlutanum í fyrra á HM í Kazan en var þá fjórða inn í undanúrsltuum á þá svipuðum en aðeins hraðari tíma. Þetta er alveg fáránlega hratt," sagði Eygló. „Ég sá stelpuna við hliðina á mér og vissi það að hún er það góð að ef ég væri á undan henni þá ætti ég að vera á góðum stað," sagði Eygló. „Ég ákvað að vera ekkert að reyna að sprengja mig síðustu 50 metrana," sagði Eygló en hún missti þá þrjár framúr sér. Sætið í undanúrslitunum var samt aldrei í hættu. „Þetta er líka mikið sterkara en þetta var á Ólympíuleikunum fyrir fjórum árum síðan," sagði Eygló en gott dæmi um það er að bandaríski Ólympíumeistarinn og heimsmethafinn, Missy Franklin, var bara með ellefta besta tímann í undanrásunum og því í næsta sæti á undan Eyglóu. Eygló Ósk Gústafsdóttir syndir í undanúrslitunum klukkan 22.35 í kvöld eða klukkan 1.35 að íslenskum tíma. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Tengdar fréttir Eygló Ósk í undanúrslit í 200 metra baksundi Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum 200 metra baksunds kvenna á Ólympíuleikunum með því að ná tólfta besta tímanum í undanrásum. 11. ágúst 2016 17:45 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Villarreal - Barcelona | Þungt síðasta próf fyrir jól Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Sjá meira
Eygló Ósk Gústafsdóttir synti örugglega inn í undanúrslit í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó þegar hún varð með tólfta besta tímann í undanrásunum. Sund Eyglóar Óskar leit vel út og hún var ekki langt frá Íslandsmetinu sínu. Samkeppnin verður hörð um sæti í úrslitunum en þar þarf Eygló að hækka sig um þrjú sæti. „Mér leið vel og ég bjóst ekki við því að ég hefði farið á þessum tíma því mér leið ekki þannig," sagði Eygló og hló að klaufalegu orðalagi blaðamanns að þetta hafi verið afslappað. „Þetta sund er aldrei afslappað. Það er aldrei létt að synda þetta sund sama hvað þú gerir," sagði Eygló. „Mér leið það vel í vatninu að ég bjóst ekki alveg við því að þetta væri svona hratt. Það er bara gott því ég hefði ekki getað farið mikið hægar," sagði Eygló. „Mér líður vel fyrir kvöldið. Vonandi get ég farið hraðar í kvöld og reyna að halda í við þessar risastóru stelpur þarna," sagði Eygló Ósk en ekkert nema Íslandsmet mun koma henni í undanúrslitin. „Þetta eru rosalega sterk grein og það eru svo margar öflugar stelpur sem eru í þessu. Þetta er mikið sterkara en þetta var í fyrra," sagði Eygló og vísaði þá í 200 metra baksundið á HM í Kazan. „Ég var að fara á svipuðum tíma í morgunhlutanum í fyrra á HM í Kazan en var þá fjórða inn í undanúrsltuum á þá svipuðum en aðeins hraðari tíma. Þetta er alveg fáránlega hratt," sagði Eygló. „Ég sá stelpuna við hliðina á mér og vissi það að hún er það góð að ef ég væri á undan henni þá ætti ég að vera á góðum stað," sagði Eygló. „Ég ákvað að vera ekkert að reyna að sprengja mig síðustu 50 metrana," sagði Eygló en hún missti þá þrjár framúr sér. Sætið í undanúrslitunum var samt aldrei í hættu. „Þetta er líka mikið sterkara en þetta var á Ólympíuleikunum fyrir fjórum árum síðan," sagði Eygló en gott dæmi um það er að bandaríski Ólympíumeistarinn og heimsmethafinn, Missy Franklin, var bara með ellefta besta tímann í undanrásunum og því í næsta sæti á undan Eyglóu. Eygló Ósk Gústafsdóttir syndir í undanúrslitunum klukkan 22.35 í kvöld eða klukkan 1.35 að íslenskum tíma.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Tengdar fréttir Eygló Ósk í undanúrslit í 200 metra baksundi Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum 200 metra baksunds kvenna á Ólympíuleikunum með því að ná tólfta besta tímanum í undanrásum. 11. ágúst 2016 17:45 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Villarreal - Barcelona | Þungt síðasta próf fyrir jól Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Sjá meira
Eygló Ósk í undanúrslit í 200 metra baksundi Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum 200 metra baksunds kvenna á Ólympíuleikunum með því að ná tólfta besta tímanum í undanrásum. 11. ágúst 2016 17:45